Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 B 3 *
Morgunblaðið/Þorkell
ían leik í gær, hér nær hann frákasti en Steinar Kaldal bíður spenntur.
istóll stöðv-
lurgöngu KR
ir körfuknattleiksmenn úrTinda-
áleiðis til síns heima á Sauð-
u KR-inga, sem höfðu unnið sex
í frábærum endaspretti og eru nú
deildarkeppnin er hálfnuð og menn
maður á mann og í leikhléi munaði átta
stigum, 56:48.
Sama var uppi á teningnum framan af
þriðja leikhluta, KR-ingar voru betri og
eftir fjögurra mínútna leik í síðari hálf-
leik var staðan orðin 70:56. Þá kom frá-
bær kafli hjá gestunum sem sló heima-
menn út af laginu og á fjórum mínútum
breyttu þeir stöðunni í 70:69 og höfðu
síðan 79:76 yfir þegar fjórði leikhluti
hófst.
Michael Antropov var kominn með
fjórar villur I liði Tindastóls og Her-
mann Hauksson í liði KR. Báðir byrjuðu
þó inn á í síðasta leikhluta og áttu fínan
leik. Magni Hafsteinsson reyndi eins og
hann gat að keyra á Antropov undir
körfunni en hann sýndi mikla skynsemi
og slapp við að fá fimmtu villuna.
Þegar staðan var 90:88 og 6,26 mín.
eftir meiddist Keith Vassell og hann
kom ekki inn á fyrr en staðan var 95:99
og 1,50 mín. eftir. Þá var það of seint,
Kristinn nokkur Friðriksson var kom-
inn í ham. Hann hafði ekkert hitt utan
þriggja stiga líriu í leiknum, en nú tók
hann til sinna ráða, gerði sex stig með
fallegum gegnumbrotum á síðustu mín-
útunum, tók auk þess frákast og stal
boltanum einu sinni. Þarna nýttist
reynsla hans vel.
Valur þjálfari á mikinn þátt í sigri
sinna manna. Hann skipti mikið og lét
menn sífellt vera að breyta um mann í
vörninni og gaf það góða raun. Shawn
Myers var frábær, gerði 38 stig og tók
16 fráköst. Antropov lék af mikilli skyn-
semi, gerði 15 stig og tók 8 fráköst og
þáttar Kristins er getið hér að framan.
Svavar Birgisson átti ágætan leik og
Ómar Sigmarsson einnig.
Hjá KR vantaði Jón Arnór Stefáns-
son, sem fékk högg á læri í leiknum við
Njarðvík á dögunum og Jónatan Bow er
enn frá. Sem fyrr var fyrirliði þeirra,
Ólafur Jón Ormsson, gríðarlega sterk-
ur. Gjörsamlega ódrepandi baráttumað-
ur. Hermann var sprækur svo og Amar
Kárason en Vassell hefur átt betri dag.
Ótrúlegt
á ísafirði
RÉTTLÆTINU var fullnægt á ísafirði í gærkvöidi, þar sem forðum
lánlausir leikmenn KFÍ tóku út aila þá grimmilegu hefnd sem þeir
áttu inni og lögðu efsta lið úrvalsdeildarinnar í körfuknattieik, Kefl-
vík, í fyrir framan léttgeggjaða aðdáendur KFÍ, sem görguðu allt
loft úr lungum sínum við taktfastan trommuleik, 83:77. Var engu
líkara en kvótinn væri kominn aftur í bæinn - þegar stundinni fegn-
astir dómarar leiksins flautuðu leikinn af. Þá risu stuðningsmenn
KFÍ úr sætum sínum og fögnuðu vel og innilega, auk þess sem
margir hlupu argandi um og létu öllum illum látum í þeirri rafmögn-
uðu sigurvímu sem myndaðist í íþróttahúsinu á Torfnesi eftir leik-
inn.
^likur voru á lofti strax í fyrsta
leikhluta, þar sem heimamenn
sýndu fram á það að þeir væru mætt-
ir til að sigra en ekki
,, „.. sigra kannski eins
Halldór r*. c ■« ,
Bjarkason °S oft hefur venð 1
skrifar vetur. Keflvíkingar
leiddu þó með sjö
stigum eftir góðan sprett í lok fjórð-
ungsins. ísfírðingar svöruðu í sömu
mynt og komust upp að hlið Keflvík-
inga með miklu harðfylgi fyrir hlé.
I upphafi seinni hálfleiks varð
fljótt Ijóst að hvorugt liðið kæmi til
með að stinga af. Staðan var jöfn
70:70, þegar aðeins þijár mínútur
voru til leiksloka, en þá tóku heima-
menn leikinn í sínar hendur og unnu,
eins ótrúlega og það kann að virðast,
á vamarleiknum sem hefur vafist
fyrir þeim í allan vetur.
Keflvíkingar geta skammast sín
fyrir sína frammistöðu í gær. Ekki
var annað að sjá en leikmenn liðsins
nenntu ekki að hafa fyrir því að
vinna þennan leik, andleysi og
drungi einkenndi allar þeirra að-
gerðir og önnui’ eins vítanýting hjá
toppliði hefur ekki þekkst hingað til.
Ekki gengu skot utan af velli neitt
betur frekar en vamarleikurinn, en
ísfirðingar sviku gestina oft á tíðum
á mikilvægum augnablikum seint í
leiknum með auðlæsilegu einstak-
lingsframtaki.
Isfirðingar léku ekki glæsilega
heldur, en ef tekið er tillit til þess
styrkleikamunar sem á að vera á lið-
unum er ekki annað en hægt að dást
að frammistöðu þeirra í gær. Risi
nokkur Zivanovic var tvímælalaust
maður leiksins, en þar er á ferðinni
ótrúlega skemmtilegur leikmaður
sem kann sitt hlutverk í leiknum og
getur skapað mikinn óskunda hjá
hvaða liði sem er. Sveinn Blöndal tók
af skarið í lokin og skoraði nokkrar
gullkörfur sem áttu stóran þátt í að
knésetja Keflvíkinga. En stærsti
munurinn fólst í varnarleiknum,
heimamenn tóku hvorki fleiri né
færri en 37 fráköst á sínum vallar-
helmingi sem er lyginni líkast.
Karl Jónsson, þjálfari KFÍ, var
kampakátur í leikslok. „Þetta er það
sem við höfum stefnt að. Vörnin
small loksins saman, og ef við höld-
um áfram að spila svona vöm þá get-
um við unnið hvaða lið sem er,“ sagði
Karl, og bætti við kokhraustur, „nú
er undirbúningstímabilinu lokið!“
Mikilvægur sigur Þórs
Þórsarar tóku á móti Valsmönn-
um og unnu langþráðan sigur
eftir sex tapleiki í röð. Urslitin urðu
99:92 eftir sveiflu-
kenndan og spenn-
andi leik. Þar með
hafa Þórsarar krækt
í 8 stig og þeir fjar-
lægjast botninn en Valur situr í falls-
æti með 2 stig.
Leikurinn var afar jafn framan af.
í fyrsta leikhluta var allt í járnum,
Þórsarar heldur á undan en Vals-
menn komust yfir undir lokin og
staðan 28:29 þegar leikar hófust að
nýju. Þórsarar komust fljótlega í
39:32. Sigurður Sigurðsson var þá
búinn að setja niður fjórar 3ja stiga
körfur. Clifton Bush lék einnig vel og
sömuleiðis Magnús Helgason sem
spilaði góð vöm á Herbert Arnarson
sem komst lítt áleiðis. Þórsarar
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
héldu sínu striki og höfðu yfir í leik-
hléi, 46:38. Brian Hill var illviðráð-
anlegur hjá Val og skoraði 15 stig
fyrir leikhlé. Clifton Bush var sterk-
ur hjá Þór og gerði einnig 15 stig.
Sigurður var með 12 stig úr sínum
fjómm þriggja stiga körfum.
Sigurður bætti fljótlega fimmtu
3ja stiga körfunni við og Þórsarar
juku forskotið í þriðja leikhluta.
Magnús Helgason fór líka að láta til
sín taka í sókninni og heimamenn
komust í 65:51 og Valsmenn tóku
leikhlé við svo búið. Þeir mættu svo
ljóngrimmir til leiks, pressuðu Þórs-
ara út um allan völl og náðu bolt-
anum í þrígang og minnkuðu muninn
67:61. Herbert hitti þegar hann var
laus við Magnús, Guðmundur
Björnsson og Brynjar Karl Sigurðs-
son sýndu klæmar og Þórsuram féll
allur ketill í eld. Valsmenn átu upp
forskotið og var staðan 71:70 eftir
þriðja leikhluta.
í síðasta hlutanum héldu Vals-
menn pressunni áfram og komust yf-
ir. Sigurður dreif Þórsarana áfram
og sýndi stórbrotin tilþrif og það var
ekki síst honum að þakka að Þór náði
undirtökunum á ný. Staðan var 86:83
þegar rúmar 3 mín. vora eftir. Síðan
90:86. Magnús og Brynjar Karl skor-
uðu báðir 3ja stiga körfu og Óðinn
Ásgeirsson tróð. Staðan 95:89 og
1,06 mín. eftir.
Brynjar Karl minnkaði muninn í
95:92 en Þórsarar vora sterkari á
lokasprettinum.
Sigurður Sigurðsson var maður
leiksins, skorað 28 stig og leysti
verkefni sín af kostgæfni. Óðinn var
sterkur að vanda og skilaði 24 stig-
um. Bush var góður framan af og
þeir Magnús og Hermann Daði
stóðu fyrir sínu. Bryan Hill skoraði
27 stig fýrir Val og Brynjar Karl 25
en Guðmundur átti einnig góðan leik
og gerði 18 stig.
„Þetta var gríðarlega mikilvægur
sigur og spurningin var sú hvort við
ætluðum að vera í botnbaráttu eða á
svipuðu róli og í fyrra. Leikurinn var
köflóttur. Við náðum góðu forskoti í
þriðja leikhluta en urðum værakær-
ir. Valsmenn pressuðu á okkur og
sendingar misfórast en þetta hafðist
að lokum,“ sagði Ágúst Guðmunds-
son, þjálfari Þórs.
Haukar unnu ÍR í slökum leik
Leikur Hauka og ÍR bauð ekki
upp á mikil tilþrif og var í raun
frekar leiðinlegur á að horfa. Leik-
menn beggja liða
gerðu mikið af mis-
tökum og hittu að
auki illa. Haukamir
lögðu grunninn að
öraggum sigri með góðum kafla í 3.
leikhluta en í hálfleik var staðan
35:32 Haukum í vil. Leikmenn ÍR
virtust vera komnir í jólafrí í seinni
hálfleik og náðu aldrei að ógna
heimamönnum og niðurstaðan var
sanngjarn sigur Hauka, 77:69.
Jón Arnar Ingvarsson, leikstjórn-
andi Hauka, var allt í öllu í fyrsta
leikhluta og Bragi Magnússon tók
síðan við af Jóni og skoraði 10 stig í
2. leikhluta. Meðalmennskan var
allsráðandi hjá leikmönnum IR og
lykilmenn á borð við Eirík Önund-
arson og Cedrick Holmes vora að
leika illa. Með sigrinum era Haukar í
4. sæti deildarinnar en ÍR í því 8.
Sigurður
Elvar
Þórólfsson
skrifar
Jóhann
farinn frá
Cam-
bridge
til Watford
JÓHANN B. Guðmundsson,
knattspymumaður, er á ný
kominn í herbúðir Watford
eftir að hafa verið í láni hjá
2. deildar félaginu Cam-
bridge í einn mánuð. Roy
McFarland, knatt-
spymustjóri Cambridge,
hafði ekki áhuga á að end-
urnýja samning félagsins
við Jóhann. Segir McFar-
land að Jóhanni hafi ekki
tekist að sýna sitt rétta and-
lit í leikjum Cambridge.
Hann hafi verið í byrj-
unarliðinu íþrígang en ver-
ið skipt út af í öll skiptin.
McFarland segir enn-
fremur að ekki sé útilokað
að Jóhann komi til liðs við
Cambridge. „Vera kann að
Jóhann myndi falla betur
inn í hópinn ef hann tæki
þátt í undirbúningsl ímabili
með okkur,“ segir McFar-
land.
FOLK
■ BRYNJAR Björn Gunnarsson hef-
ur náð sér af nárameiðslum og er
klár í slaginn með Stoke þegar liðið
mætir Bristol Rovers í ensku 2.
deildinni á morgun. Stoke er í sjö-
unda sæti deildarinnar en Bristol er
í 17. sætinu, sjö stigum á eftir Stoke.
■ SVEN Göran Erikson þjálfari
ítalska liðsins Lazio og nýskipaður
landsliðsþjálfari Englendinga frá og
með 1. júlí á næsta ári hefur fengið
þau skilaboð frá stjómendum Lazio
að ef liðið vinnur ekki deildarleik
sinn um helgina geti hann farið að
snúa sér að starfinu hjá enska knatt-
spyrnusambandinu. Lazio á erfiðan
leik fyrir höndum en liðið mætir
topphði Roma í uppgjöri Rómarlið-
anna.
■ VELSKI landsliðsmaðurinn Matt-
hew Jones gekk til liðs við Leicester
í gær. Liðið varð að borga Leeds
þrjár millj. punda fyrir þennan 20
ára miðvallarleikmann.
MHERMANN Helleputte, þjálfari
belgfska knattspymuliðsins Harel-
beke í Belgfu, sem Sigurður Ragnar
Eyjólfsson leikur með, var látinn
taka pokann sinn í gær. Liðið er á
botni 1. deildar.
Patrekur
með níu
mörk
gegn Kiel
PATREKUR Jóhannesson,
landsliðsmaður f handknatt-
leik, er óstöðvandi með þýska
liðinu Essen þessa dagana.
Sex þús. áhorfendur sáu Pat-
rek fara á kostiun í Gruga-
íþróttahöllinni í Essen í gær-
kvöldi, þar sem liðið lagði
meistara Lemgo að velli,
32:28. Patrekur skoraði 9/1
mörk, en Przybecki skoraði
sjö. Jakobsen skoraði mest
fyrir Kiel, eða 14/5 mörk,
Perunicic skoraði sjö.