Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 2
2 D FÖSTUMGUR15. DESEMBER 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ ■tr- Vegvísir á Morgunblaðið/Árni Sæberg „Gambai." Friðrik Þór skálar í japönsku sake-víni. RIÐRIK Þór stingur upp á að fara á veitinga- staðinn „Sticks’nSushi" í Aðalstræti enda kveðst hann vera sér- fræðingur í Japan og japanskri menningu, ekki síst í japönskum matarkúltúr. Þetta er vitaskuld sam- þykkt. Innandyra er látleysið ríkjandi og ekki ein einasta mynd á veggjum. Sumir myndu jafnvel telja staðinn frekar „kuldalegan". Friðrik Þór segir að svona eigi þetta að vera. Á japönskum veitingastöðum felist skrautið í matnum sjálfum. „Lista- verkin eru maturinn og hvemig hann er á borð borinn. Þú átt eftir að sjá það,“ segir hann hróðugur. Geðþekk og brosmild þjónustu- stúlka kemur með matseðilinn og spyr hvort hún eigi ekki að hjálpa okkur að velja matinn, það geti nefnilega vafist dálítið fyrir byrjend- um. Friðrik Þór lítur upp og brosir góðlátlega, fitlar dálítið við yfir- skeggið og segir síðan að þess gerist ekki þörf. Hann sé með þetta allt á hreinu, - sem reynist svo vera rétt. Við ákveðum að tala sem minnst um kvikmyndir og verðlaunaafhend- ingar. Hann er búinn að fá nóg af slíku í bih enda hefur hann verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vik- ur. Hógvær maður og lítillátur, Frið- rik Þór, og raunar segist hann vera afar feiminn að eðlisfari. Auðvitað þykir honum vænt um allar þessar viðurkenningar og hann er þakklát- ur en honum finnst nóg hafa verið fjallað um verk sín í fjölmiðlum að undanfömu. Hann vill miklu frekar tala um Japan. „Ég fór fyrst til Japans árið 1994 til að gera könnun á staðháttum vegna mynd- arinnar ,Á. köldum klaka“ og finna sögu í myndina. Ég fékk styrk frá japansk-íslenska { félaginu og var í þrjár % vikur. Þetta var mjög eft- irminnileg og skemmtileg ferð.“ Var eitthvað sérstakt sem kom þér á óvart í Japan? „Já, kannski það sama og þegar maður kemur til Kína: Þessi óskaplega mannmergð. Jú, svo em auðvitað siðvenjur frábragðn- ar því sem við eigum að venjast. Það kemur meðal annars fram í matargerð og neysluvenjum, sem við erum einmitt að fara að prófa núna,“ segir leikstjórinn og Japansvinurinn og grefur sig ofan í matseðilinn. Heilög kvöldmáltíð Matseðillinn er raunar þykkur bæklingur og þar kemur meðal ann- ars fram að „sushi“ sé hrár fiskur og þjóðarréttur Japana. Hitt orðið í heiti veitingahússins, „sticks", er „yakitori" á japönsku og saman- stendur af litlum grilluðum bitum af kjúklingi, kjöti eða grænmeti. Eftir Á sunnudag lýkur yf- irlitssýningu á verkum Friðriks Þórs Friðriks- sonar með sýningu myndarinnar ,Jk köldum klaka“, þar sem Japan kemur við sögu. Sveinn Guðjónsson ræddi við kvikmyndagerðarmann- inn um Japan og jap- anskan matarkúltúr yfír „heilagri kvöldmáltíð“ á japönsku veitingahúsi. talsverð heilabrot og yfirlegu yfir matseðlinum ákveðum við að panta „Hina heilögu kvöldmáltíð Sticks’n Sushi“. Það er: nautakjöts-tataki meðyuzu-sósu, sashimi, rúllur, sushi og sticks. Hrísgrjón, grænmeti og miso-súpa. Það dugir ekkert minna en að „taka allan pakkann“, eins og Frið- rik Þór orðar það. „Óg svo verðum við auðvitað að fá okkur „sake-vín“ með,“ bætir hann við. Vínið er borið fram í snoturri leirkönnu og er heitt. Blaðamaður lætur í Ijós efasemdir og vitnar í reynslu sína af slæmum timburmönnum eftir drykkju á heit- um drykkjum, svo sem jólaglöggi og „toddý“. „Þetta er allt annar handlegg- ur. Þetta er japanskt hrís- grjónavín og er álíka mikilvægt með japönskum mat og íslenskt brenni- vín með þorramat,“ segir sérfræð- ingurinn og lætur blaðamanninn ekki komast upp með neitt múður. En maður getur orðið ansi illa þunnur af því að drekka íslenskt brennivín...? „Ég hef aldrei orðið þunnur í Jap- an. Það er eitthvað við samsetn- inguna á matnum sem gerir það að verkum að manni líður vel í marga daga eftir að hafa borðað hann. Og þá gildir einu hversu mikið hrís- grjónavín maður drekkur með, svo ekki sé talað um japanska bjórinn. Þú verður að prófa hann,“ segir Friðrik Þór og við pöntum okkur sitt hvora flöskuna af „Sapporo-bjór“. Fískur i líkkistu „Ég hef tvisvar komið þangað," segir hann og á við staðinn þar sem Vetrarólympíuleikamir voru haldnir hér í eina tíð og bjórinn dregur nafn sitt af. „En það var seinna. Við vor- um að tala um fyrstu ferðina mína, sem var til Tokyo. Þá strax féll ég kylliflatur fyrir japönskum matar- kúltúr. Ég fór á marga veitingastaði í Tokyo sem voru mjög eftirminni- legir. Sérstaklega einn þeirra, þar sem eldgömul samurai-hefð var ríkjandi. Gestirnir sitja í hálfhring umhverfis kokkana sem era á kafi í matarbing og kjötskrokkarnir allt um kring. Kúnnarnir öskra svo óskir sínar á kokkana og þeir afgreiða matinn til þeirra með löngum spaða. Og þannig fara þeir líka að því að af- greiða bjór og önnur drykkjarföng og því þurfa þeir sem vinna þarna að vera mjög handsterkir. En það sem er einkennandi fvrir Hver munnbiti er hlut- gerður og meðhöndl- aður eins og höggmynd. flesta japanska veitingastaði er sú virðing sem borin er fyrir matnum og hversu fallega hann er borinn fram. Hver munnbiti er hlutgerður og meðhöndlaður eins og högg- mynd,“ segir Friðrik Þór með áherslu. Og þetta reynast orð að sönnu. Þegar „hin heilaga kvöldmáltíð Sticks’n Sushi“ kemur á borðið er diskurinn sannkallað augnayndi, eins og listaverk. Friðrik Þór kennir nú greinarhöfundi að halda á prjón- unum, sem notaðir era í stað hefð- bundinna vestrænna hnífapara, og þar með hefst kvöldmáltíðin heilaga. „Svo fór ég á stærsta fiskmark- aðinn í Tokyo og það var merkileg upplifun. Þar sá ég glöggt hvað þeir bera mikla virðingu fyrir hráefninu. Þar er hver fiskur pakkaður inn í plastbox og afhentur viðskiptavinin- um, eins og í líkkistu. Þeir era sér- fræðingar í fiskréttum, eink- um hráum, en , eru líka góðir í meðhöndlun / kjöts. Þeir gefa til dæmis g kálfunum bjór til að fitusprengja kjötið og kálf- ar í Japan era því venjulega fullir alla sína ævi sem dýravemdunar- menn hafa að vísu ekki verið sáttir við.“ Friðrik Þór glottir og pírir dá- lítið augun, eins og hann gerir gjarn- an þegar honum er skemmt. „En þessi sérstaki matarkúltúr Japana felst fyrst og fremst í sam- setningu réttanna og byggir á alda- gamalli hefð og eins og ég sagði áðan er japanski maturinn svo hollur, að mér leið vel í þrjá mánuði eftir að ég kom heim.“ Neðan úr kjallara, þar sem eld- húsið er, berast af og til hróp og ösk- ur, yftrleitt eitt orð á torkennilegu tungumáli sem eðli málsins sam- kvæmt hlýtur að vera japanska. Jap- ansvinurinn fullyrðir að þetta teng- ist hefðinni við matargerðina. Kanntu eitthvaðíjapönsku? „Gambai", svarar hann og lyftir glasi sínu og við gefum okkur að þetta sé „skál“ á japönsku. „Þetta japanska hrísgrjónavín drakk ég á mínum fyrstu fylleríum en það fékkst þá í Ríkinu og var mjög ódýrt. Svo þótti okkur strákunum flott að líkja eftir samúranum í myndum SUSHI er hrár fisk- ur og er þjdðarréttur Jap- ana. Sushi er blanda af hand- verki og list, sem höfðar jafnt til sjónskynjunar og bragðlauka og það er alltaf framleitt úr besta fáanlega hráefni. Kokk- urinn mótar hnossgætið í sínum þaulæfðu höndum. Hann hnoðar það, veltir því og snýr og skreytir það svo að lokum með þangi, sitrónu eða einhverju öðru. SASHIMI er hrár fiskur, skorinn í þunnar sneiðar og borinn fram með grænmeti og sojasósu. Hann þykir fínasta afbrigðið af hráum fiski. Kokkur sem getur matreitt sashimi sannar hvort tveggja: færni í matreiðslu og skilning á þessari sérstöku tegund jap- anskrar matreiðslu. Við mat- reiðslu á sashimi eru gerðar mikl- ar kröfur til hráefnisins. Þar af leiðandi ber sashimi ætíð keim af árstíðinni, hver árstið á sína fiska. • Sashimi. Fiskurinn á að vera stökkur og ferskur. Sojasósunni er hellt í litla skál, wasabi er hugsanlega bland- að út í og fiskinum dýft í and- artak, svo borða menn allan bitann í einu. YAKITORI, eða „sticks", eru litlir grillaðir bitar af kjúklingi, kjöti eða grænmeti. Hráefnið er sett á lítil bambusspjót og grillað yfir eikarkolum. Ef menn eru ekki fyrir físk geta þeir valið um marg- ar tegundir af „sticks". Kjötið er ræktað á lífrænan hátt, það sama gildir um flest grænmeti sem not- að er. MISO er japanskt þykkni sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.