Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 6

Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 6
6 D FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Endurhæfing og stuðningur gerir hreyfihömluðum kleift að búa einir í íbúð Endurhæfíngaríbúðin er með öllum þægindum. M.a. er hægt er Kolbrún hefur mjög gaman af því að fara á veitinga- og kaffihús að stilla hæð borða í cldhúsi með því að ýta á rofa eins og Kolbrún og vill aðeins fara á kaffihús í miðbænum. Hér eru þær mæðgur, gerir hér en hjá henni er Valborg Kristjánsdóttir iðjuþjálfi. Linda og Kolbrún á Lækjarbrekku. faríð arnenni Morgunblaðið/Ásdís Kolbrúnu finnst gott að vera orðin sjálfstæð. Hér er hún ásamt þeim sem stutt hafa hana í þjálfuninni að búa ein. Talið frá vinstri Linda Ingvarsdóttir, dóttir hennar, Erla Jónsdóttir félagsráðgjafi, Guðrún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Valborg Kristjánsdóttir iðjuþjálfi. Kjarnakonan Kolbrún Jóhannesdóttir, Kolla á Hressó, síðar veit- ingakona á Torfunni og Lækjarbrekku, var í áratugi eins og eitt af kennileitum miðborg- arinnar. Fyrir átta ár- um varð hún fyrir því áfalli að fá heilablóðfall. Hildur Einarsdóttir heimsótti hana þar sem hún býr í íbúð í Sjálfs- bjargarhúsinu og unir hag sínum vel. ÞEGAR blæddi inn á heila Kolbrúnar Jóhannes- dóttur var hún að ræða við lögfræðing um leigu á Rosenbergkjallaranum undir veitingarekstur. Hún hafði ver- ið undir miklu álagi mánuðina á und- an. I miðri setningu datt hún meðvit- undarlaus á gólfið. Hún komst ekki til sjálfrar sín aftur fyrr en eftir sex vik- ur. Nokkrum mánuðum fyrr, eða í janúar 1992, hafði hún orðið fyrir því áfalli að missa fyrirtæki sitt. Rekstur veitingahússins Lækjarbrekku hafði ekki gengið vel um nokkurt skeið og svo var um mörg fleiri veitingahús í Reykjavík á þessum tíma. Síðar var Kolbrún úrskurðuð gjaldþrota og missti allt sitt nema sófasettið, gard- ínumar og nokkrar myndir sem nú prýða íbúðina hennar í Sjálfsbjarg- arhúsinu. Þegar við ræðum um þetta heima hjá henni segir hún: „Þetta var ... ekkert.“ Kolla talar hægt því það tekur tíma fyrír hana að finna réttu orðin og oft koma önnur orð en hún ætlar, þá hlær hún oftast og gerir grín að því. Að missa þessa veraldlegu hluti skipti hana greini- lega ekki svo miklu máli í samanburði við það að missa heilsuna. „Þá varð ég bara svona," ... segir hún og hengir höfuðið og lætur vinstri handlegginn lafa niður með hlið hjóla- stólsins og það er eins og allur máttur sé úr henni dreginn. Þannig túlkar hún ástand sitt eftir að hún veiktist. Hægri hönd- in sem er máttlaus liggur í kjöltu hennar og hefur hún sett diskaþurrku yfir hana. Kolbrún er ósátt við höndina og hnussar þegar hún er spurð að því hvort hún sé að fela hana. Missti móðinn „Þegar mamma vaknaði eftir heiia- blæðinguna var erfitt að sætta sig við að þessi kraftmikla og úrræðagóða kona sem alltaf geislaði af fjöri var nú ekki svipur hjá sjón. Hún var búin að missa máttinn í annarri hendinni og að hluta til í báðum fótum. Hún átti erfitt með að tjá sig og gat hvorki les- ið né skrifað. Hún lá bara líívana í rúminu," segir Linda Ingvarsdóttir, dóttir hennar, sem hefur staðið þétt við hlið móður sinnar í veikindunum ásamt bróðumum, Guðmundi Ing- varssyni. Þau þrjú voru vön að vinna saman við veitingareksturinn. „Eftir að hún fór af sjúkrahúsinu dvaldi hún á Heilsuvemdarstöðinni. Þá var hún enn þá mjög langt niðri og vildi ekki reyna að hjálpa sér sjálf. Það var eins og hún væri búin að missa alla lífslöngun," segir Linda Vildi fá viðbrögð „Ég var ekki sátt við dvöl mömmu á Heilsuvemdarstöðinni því þar var mjög veikt fólk og mikil þrengsli," rifjar Linda upp. „En meðan hún sýndi enga framför var erfitt að koma henni á Grensásdeildina. Svo kom að því að það fór að færast í hana meira líf og hún fór að borða sjálf og sýna meiri sjálfsbjargarviðleitni. Ég þakka það ekki síst syni mínum, Hrafnkeli, sem þá var þriggja ára. Hann lét ömmu sína ekki í friði þegar hann kom í heimsókn og veltist um í rúminu hennar og hún þurfti þá stundum að grípa í hann svo hann ylti ekki fram úr. Hann kastaði til hennar hlutum þar sem hún sat í hjólastóln- um og ætlaðist til að hún gripi. Hrafnkell var ekki vanur því að amma sinnti honum ekki og vildi fá viðbrögð og fékk þau smám saman. Þegar mamma fór að sýna framför fékk hún að fara í endurhæfingu á Grensásdeildina sem gekk bærilega og síðan lá leiðin í Sjálfsbjargarhús- ið.“ Þangað flutti Kolbrún árið 1994 og bjó íyrstu fimm árin í sérherbergi og naut góðs stuðnings starfsfólks heim- ilisins. Hún fékk sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun svo og félagslegan stuðn- ing og styrktist dag frá degi. Hún var einnig í Dagvist Sjálfsbjargar þar sem boðið er upp á ýmiss konar fönd- urvinnu og spilamennsku eða annað sem fólk hefur áhuga á. Markmiðið að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi Það kemur fram í máli Erlu Jóns- dóttur félagsráðgjafa, sem situr hjá okkur ásamt Guðrúnu Erlu Gunnars- dóttur, hjúkrunarforstjóra, að þeir sem búa á Sjálfsbjargarheimilinu í herbergjum fá þann stuðning sem þeir þurfa á að halda og þurfa ekki að bera nema mjög takmarkaða ábyrgð. Þar eð Kolbrún er sjálfstæð og dugleg kona kom að því að hana lang- aði til að flytja í séríbúð þar sem hún gæti haft meira með líf sitt að gera og haft hlutina sína í kringum sig. „Það er markmið endurhæfingar- innar að gera einstaklingana eins sjálfstæða og unnt er og að þeir lifi innihaldsríku lífi,“ segir Erla. „Einfaldar daglegar athafnir sem eru ófötluðum einstaklingi auðveldar geta reynst fótluðum manni erfið þraut eins og til dæmis það að klæða sig sjálfur og skrúfa tappa af tann- kremstúpu. Það þarf því að þjálfa fólk í að búa eitt.“ I Sjálfsbjargarhúsinu er endur- hæfingaríbúð og þar hefur hreyfi- hömluðum gefist kostur á að þjálfa sig í að búa sjálfstæðu lífi. íbúðin var tekin í notkun árið 1993 en Sjálfs- björg landssamband fatlaðra safnaði fyrir breytingum á henni. Þar býr fólk sjálfstætt með heimaþjónustu frá borginni og heimahjúkrun auk þjálfunar og stuðnings frá fagaðilum Sjálfsbjargarheimilisins sem eru hjúkrunarft’æðingur, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi." Erla og Guðrún Erla sýndu blaða- manni endurhæfingaríbúðina sem er íúmgóð tveggja herbergja íbúð með öllum þægindum og meira til. Þai’ er til dæmis hægt að stilla hæð borða með því að ýta á rofa og er hentugt fyrir þann sem er í hjólastól. í svefn- herbergi er rafknúin loftlyfta sem gerir hreyfihömluðum mögulegt að flytja sig á milli rúmsins og baðher- bergisins, bæði á salerni og í sturtu. Einnig er hægt að halla handlauginni á baðherberginu fram með einu handtaki svo auðveldara sé að þvo sér um hendumar. „Þegar mamma kom í fyrsta skipti inn í íbúðina," sagði hún; „Þetta er æðislegt og ég fer aldrei aftur þang- að,“ og benti niður á þriðju hæðina þar sem hún hafði búið í einu her- bergi,“ segir Linda. „Mömmu hefur liðið mjög vel alveg frá því hún flutti í Sjálfsbjargarhúsið. Starfsfólkið er mjög hlýtt og gott og nær vel til hennar. En hún er sjálfstæð og lang- ar að takast á við það að búa ein.“ Fékk sjálf straustið í Danmörku Kolbrún er áttundi íbúi endurhæf- ingaríbúðarinnar. Þar hefur dvalið fólk sem hefur fatlast vegna sjúk- dóma eða slysa eða er hreyfihamlað frá fæðingu. Hefur fólkið hafið sjálf- stæða búsetu eftir þjálfunina með góðum árangri. Erla segir að það sé mjög einstak- lingsbundið hvernig störfum með hverjum og einum íbúa íbúðarinnar er háttað en sett eru fram ákveðin markmið með endurhæfingunni og taka þau mið af þörfum og getu ein- staklingsins. „Það sem hafði áhrif á það að mamma fékk aukið sjálfstraust til að takast á við lífið var að sumarið 1998 fór hún ásamt öðrum íbúum og starfsmönnum heimilisins til Dan- merkur og dvaldi þar í sumarhúsi. Tilefnið var að Sjálfsbjargarheimilið varð 25 ára. Þarna skemmti fólkið sé saman í eina viku. Heppnaðist ferðin mjög vel. Það var eins og kviknaði á mömmu aftur eftir ferðina. Hún dró mig með sér þar sem leiguíbúðirnar eru í Sjálfsbjargarhúsinu og sagði mér að þangað ætlaði hún.“ Kolbrún kinkar kolli til samþykkis. Hrædd um að mistakast í endurhæfingaríbúðinni lærði Kolbrún aftur að bera ábyrgð á dag- legum störfum. Hún fékk þjálfun við eigin umsjá og heimilisstörf eins og til dæmis þjálfun í að hella upp á kaffi, útbúa morgunmat og kaupa inn en það gerði hún með stuðningi Val- borgar Kristjánsdóttur, iðjuþjálfa. „Kolbrún lærði að skammta sér lyfin sjálf,“ segir Guðrún Erla. „Áður kom hjúkrunarfræðingur með lyfin til hennar en nú fær hún þau heimsend og skammtar sér lyfin sjálf í box og gerir það með mikilli prýði.“ Spari- sjóður vélstjóra býður bankaþjón- ustu í húsinu og nýtir Kolbrún sér hana. Hádegismatinn fær hún sér í matsal hússins og stund- um kvöldmatinn líka. Ætli hún hafi ekki ver- ið neitt einmana eftir að hún flutti í endurhæfing- aríbúðina? „Nei,“ segir Kolbrún og hristir höfúðið. „Hún var ekki einmana en hún var eðlilega kvíðin yfii' því að búa ein af því að hún á erfitt með að tjá sig. Svo var hún hrædd um að henni mistækist að búa ein,“ segir Linda. Dugleg að bjarga sér I október síðastliðnum flutti Kolbiún svo í leigu- íbúðina sem er í einni álmu Sjálfsbjargarhúss- ins, þar sem eru 12 slíkar íbúðir. „Brosið hefur ekki farið af henni síðan hún flutti inn,“ segir Linda. „Þetta er góð íbúð með fallegu útsýni og svölum. Erla segir að það hafi orðið mikil framför hjá Kolbrúnu og hún sé farin að finna sig örugga ein í íbúð. Ef hún á til dæmis í vandræðum með hlutina þá nær hún í einhvern til að hjálpa sér. Ef eitthvað alvarlegt bregður út af hjá Kolbrúnu er hún með öryggis- hnapp um hálsinn og ef hún þrýstir á hann koma starfsmenn öryggisþjón- ustu henni til hjálpar. Hnappinn hef- ur hún reyndar aldrei þurft að nota.“ Torf an og Lækjarbrekka Kolbrún starfaði lengi við veitinga- rekstur í miðbænum. Fyrst á Hress- ingarskálanum en þar byrjaði hún ár- iðl963 og vann við matseld. Þá voru ekki mörg veitingahús í Reykjavík og Hressó fjölsóttur staður og því þekktu margir Kolbrúnu. Það kemur fram hjá Lindu að mamma hennar hafði lengi haft áhuga á að setja á laggimar sitt eigið veitingahús í Reykjavík. Árið 1980 varð sú hugsýn að veruleika. „Mamma sótti um það hjá Reykjavík- urborg að fá að leigja Amtmannsstíg 1 sem er hluti af Bernhöftstorfunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.