Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 7

Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 2000 D 7 og var þá í mMli niðurmðslu. Á þess- um tíma lét Reykjavíkurborg Torfu- samtokin hafa húsin til umsjónar. Samtökin endurleigðu svo mömmu húsnæðið og Emi Baldurssyni mat- reiðslumanni sem rak Torfuna með henni. Pau öfluðu hlutafjár til rekst- ursins og borguðu leiguna fyrir fram. Hófst þá endumýjun á húsinu undir stjóm þeirra Knúts Jeppesens arki- tekts og Halldórs Bachman húsa- smíðameistara. Það tók átta mánuði að endurbyggja húsið en húsið er friðað og giltu strangar reglur um endurbyggingu þess. Að því loknu gátu þau hafið reksturinn sem gekk vel. Fastagestirnirfylgdu henni - þó einkum karlmennimir Að ári liðnu seldu þau veitingahús- ið því mamma vildi takast ein á við ný verkefni. Hún leigði húsnæðið í Bankastræti 2 og opnaði þar Veit- ingahúsið Lækjarbrekku. Það var eins með þetta hús og Torfuna að endumýja þurfti það frá gmnni. „Það er kaldhæðnislegt að segja frá því en það stóð í stappi að fá veit- ingaleyfið vegna þess að vantaði sal- emi fyrir fatlaða á staðinn. Þá var nýbúið að samþykkja lögin um mál- efni fatlaðra sem kváðu á um gott að- gengi fatlaðra að salemum á veit- ingahúsum," segir Linda. „Fastagestir hennar bæði af Hressó og Torfunni fylgdu henni yfir á Lækjarbrekku - þó sérstaklega karlmennirnir," segir Linda stríðnis- lega og gjóar augum á móður sína sem brosir. Reksturinn gekk vel lengi framan af en árið 1992 fór að halla undan fæti eins og áður segir. „Þá gekk veitinga- húsarekstur almennt ekki vel í borg- inni, svo endaði þetta með ósköpum, “segir Linda. „Mamma var þannig að hún vildi helst alltaf vera í vinnunni. Meira að segja á aðfangadagskvöldi vildi hún borða á Lækjarbrekku en við systk- inin neituðum því og við borðuðum heima. Hún hafði mjög gaman af því að ganga á milli borða og ræða við gestina. Hún kunni að segja skemmtilega frá og það var alltaf fjör í kringum hana.“ Hundrað manns í sextugsafmæli Kolbrúnu fmnst enn þá mjög gam- an að fara á veitinga- og kaffihús og hún vill eingöngu fara á kaffihús í miðbænum. „Hún hefur alltaf verið félagslynd," segir Linda og hún eign- aðist marga vini á þeim tíma sem hún var í veitingarekstrinum. Eftir að hún varð veik og á erfiðara með að tjá sig er eins og fólkið sem hún þekkir forðist hana. Þegar við hittum fólk á fomum vegi í bænum verða sumir eins og óöruggir og vita ekki hvað þeir eiga að segja eða fólkið talar í belg og biðu. Svo verður það dauð- uppgefið og gefst upp á samskiptun- um. Aðrir láta sem þeir sjái hana ekki og færa sig yfir á gagnstéttina hinum megin til að þurfa ekki að mæta henni. Fyrir þann sem tapar valdi á máli sínu leiðir það oft til einangrunar sem ætti að vera óþarfi ef fólk tekur þessu skynsamlega. Mamma er mjög jákvæð og hefur góða lund og hefur auk þess mikið að gefa. Þegar hún varð sextug hélt hún upp á afmælið sitt með pomp og pragt. Við systkinin ætluðum að hafa fyrir hana matarboð þar sem aðeins nánustu ættingjum var boðið. En án þess að við vissum af var hún búin að ákveða að hafa opið hús. Hafði hún ásamt vini komið því í kring að tekin var mynd af henni þegar hún var í hárgreiðslu í Salon Veh í Húsi versl- unarinnar. Myndin birtist í Morgun- blaðinu þar sem var tilkynnt um að hún ætti afmæli og það væri opið hús heima hjá henni. Þegar við komumst að þessu ráðbruggi voru aðeins þrír dagar til afmælisins. Það var því drif- ið í því að baka. Við vissum ekki hvað við ættum að gera ráð fyrir mörgum gestum en í afmælið komu um eitt hundrað manns. „Þetta er dæmigert fyrir mömmu, hún lætur ekki segja sér að hafa bara nokkra í afmælinu sínu þegar hún vill hafa hundrað gesti.“ TALIÐ er að hellisbúar hafi fyrir tilviljun upp- götvað að bráð, sem þeir geymdu, tók í sig bragð af ýmsu sem við hana lá, svo sem laufblöðum, berjum, grösum, rótum og jafnvel berki. Þetta varð upphafið að kryddnotkun mannsins í árdaga sem hefur fylgt honum allt fram á okkar dag og sífellt eykst áhugi fólks á nýstárlegum kryddjurtum. Þráinn Lárusson matreiðslumað- ur, sem nú er búsettur í Mexíkó, hefur sent frá sér bókina „Krydd, uppruni, saga og notkun" þar sem fjallað er um allar algeng- ustu kryddtegundir sem notaðar eru víðs vegar um heiminn. „Þegar ég fór að þvælast um hciminn og kynna mér mat- armenningu hinna ýmsu þjóða gerði ég mér grein fyrir hversu takmarkaður ég var í mat- argerð," sagði Þráinn aðspurður um tilurð bókarinnar. „Ég vissi að ég gat eldað en mér fannst skilningi mínum á hráefninu ábótavant. Þó að fslenskt hráefni sé f fiestum tilfellum í háum gæðaflokki hefur til skamms tíma skort nokkuð á fjölbreytnina, sem hefur staðið fslenskum mat- argerðarmönnum fyrir þrifum. Þetta hefur að vísu lagast mikið á sfðustu árum. I matargerð skiptir þekking á hráefninu afar miklu máli og eftir ferð um Aust- urlönd 1996 fékk ég þá hugmynd að miðla upplýsingum, sem ég hafði aflað mér um mat og mat- argerð, með því að skrifa bók. Kryddið varð fyrir valinu því að þar fannst mér úrbóta einna mest þörf,“ sagði Þráinn. Hann kvaðst hafa farið til Mexíkó um páskana 1999 tjl að afla efnis í kryddbókina. „í Mexíkó kynntist ég hjónum sem ráku veitingahús og síðar sama ár fékk ég þau til að koma sem gestakokkar til Noregs, á eld- paprikuhátfð sem haldin er ár hvert á veitingastaðnum þar sem ég starfaði. Eftir hátfðina spurðu hjónin hvort ég og kona mín vild- um koma til Mexíkó og opna með þeim veitingastað. Eftir að hafa litið á aðstæður slógum við til og opnuðum tvo veitingastaði. Fram- tíðin mun svo skera úr um hvern- ig til tekst og hversu lengi við verðum hérna,“ sagði Þráinn. Kanill f bókinni „Krydd, uppruni, saga og notkun“ kennir margra grasa í orðsins fyllstu merkingu. Bókin er vel myndskreytt og inni- heldur mikinn fróðleik um hveija kryddjurt sem tekin er fyrir. Við grípum hér niður í henni þar sem fjallað er um „kanil“ sem er ein þeirra kryddtegunda sem mikið eru notaðar um jólin: „Kanill gegndi miklu hlutverki hjá Rómverjum. Þeir voru fljótir að tileinka sér notkun hans, bæði við kryddun drykkja, þar á meðal ástardryklqa, og við gerð ilm- vatna sem vellauðugir Rómverjar notuðu. Ekki er vitað til að þeir hafi notað hann í matargerð enda hefur hann sjálfsagt verið of dýr- mætur í slíkt. Uppruni: Kanill sá sem við þekkjum og er bestur, C. zeyl- anicum, kemur upprunalega frá Ceylon sem nú heitir Sri Lanka. Nú er hann ræktaður í mörgum hitabeltislöndum en Sri Lanka er þó enn mesta útfiutningsland hans. Indónesfskur kanill, C. bur- mannii, kcmur núorðið mest frá eyjunni Súmötru. I I I I I I lp§8j tIÍætP^ il Frábær í bakstur \ | ogmatargerð(180°) | Ekkert aukabragð \. (j0rfóajMMtaeiningar4 ■ NÓVUS- | Þráinn Lárusson matreiðslumaður á kryddjurl amarkaði í Mexíkó. áheyrn keisarans yrðu þeir að hafa negul f munni sér svo and- ardráttur þeirra væri vellyktandi og boðlegur hans hátign. Kínverjar kölluðu negul „hi she kiang“ sem þýða má „fuglatun- gukrydd". Þeir fluttu hann inn tiP eigin nota og umframbirgðir seldu þeir Indverjum. Hjá Kín- verjum hvfldi alla tíð mikil leynd yfir því hvaðan þetta krydd kom enda héldu Indverjar að það kæmi frá Kfna. Fimm öldum síðar kemur neg- ull til Evrópu en Arabar kynntu hann fyrir rómverska keis- aranum, Konstantfn mikla (274- 337), og varð negull vinsæll í Evrópu á tfmum Rómverja en hvarf úr álfunni við hrun Róma- veldis. Ekki er með fullu vitað hvað veldur þvf að negull fer aftur að berast til Evrópu eða hvenær en árið 1228 er hans getið á listum yfir tollskyldar vörur í borgunum Barcelona á Spáni og Marseille í Suður-Frakklandi. Á þessum tíma einokuðu Feneyingar öll krydd- viðskipti Araba. Uppruni: Á eyjunni Tarnate í Indónesfu. Notkun: Útbreiðsla neguls er svo víðtæk að það er hvorki hægt að afmarka hvar hann er notaður né í hvað. Kfnveijar nota hann töluvert og þar á meðal í fimm- kryddablönduna. Á Indlandi og Sri Lanka er hann mjög algeng- ur. I Arabalöndunum er hann notaður í kjöt- og hrísgrjónarétti. Evrópubúar nota negul í alls kyns brauð og kökugerð en einn- ig í sætindi, eftirrétti og pikl. I Evrópu og Bandarfkjunum var siður að nota negul sem krydd í hakkaða kjötrétti yfir jólahátfð- ina og í Mexíkó er negull notaður í „mole“. Sv.G. Notkun: Á miðöldum var kanilnotkun mikil f Evrópu. Á 16. öld var hann nánast í öllum mat á Italíu og um svipað leyti naut kanill mikilla vinsælda á Englandi. Kanill átti nánast eft- ir að hverfa úr mat- argerð í Evrópu, að Spáni undanskildum en þar kemur hann enn fyrir í mörgum réttum. Nú er kan- ilgerð Evrópubúa mest bundin við kökugerð, kryddun drykkja og í eft- irrétti. Þegar kanill var hvað mest notaður í evr- ópskri matargerð voru fslend- ingar ekki farnir að tileinka sér svo flókna matargerð að hún gerði kröfur til hans. Hér á landi hefur því notkun hans nær ein- göngu verið bundin við bakstur og sykurblöndu út á graut. I austurlenskri og afrískri mat- argerð er kanill mjög algengur, til dæmis í karrí og ýmiss konar pottrétti, sérstaklega með lambakjöti." Negull „Fyrir um tvö þúsund og eitt hundrað árum var þess krafist af þegnum Kína að fengju þeir MorgunbiaðiÆ'Kristinn Negull og kanill eru meðal þeirra kryddtegunda sem fs- lendingar nota mikið í köku- bakstur fyrir jólin. * RAYMOND WEIL GENEVE www.raymond-weil.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.