Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 3

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 3
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Stigahæstir Stigahæstu leikmenn úrvalsdeildar karla miðað við tölfræði KKÍ þann 19. desember: 1. Dwayne Fontana (KFÍ).................33,7 2. Calvin Davis (Keflavík)..............25,8 3. Brenton Birmingham (Njarðvík)........25,1 4. Mike Bagen (Haukar)..................25,0 5. Alez Sivanovic (KFÍ).................25,0 6. Chris Dade (Hamar)...................24,8 7. Shawn Myers (Tindastól)..............23,6 9. Warren Peebles (Skallagr.)...........23,0 10. Cedrick Holmes (ÍR).................22,0 11. Páll Axel Vilbergsson (Grindavík)...21,9 12. Clifton Bush (Þór Ak.)..............21,8 13. Óðinn Ásgeirsson (Þór Ak.)..........20,5 15. Logi Gunnarsson (Njarðvík)..........19,6 16. Sveinn Blöndal (KFI)................18,8 17. Ólafur Jón Ormsson (KR).............17,8 21. Jón Arnór Stefánsson (KR)...........15,8 25. Kristinn G. Friðriksson (Tindastól)..13,8 31. Herbert Arnarson (Valur/Fjölnir)....12,9 43. Teitur Örlygsson (Njarðvík).........10,3 52. Alexander Ermolinskij (Skallagr.)....9,1 40 mínútna listinn Meðalstigaskor í úrvalsdeiíd karla miðað við að allir leikmenn leiki jafnt eða í 40 mínútur í hverj- um leik. 1. Dwayne Fontana (KFÍ).................34,3 2. Calvin Davis (Keflavík)..............32,0 3. Brenton Birmingham (Njarðvík)........25,1 4. Logi Gunnarsson(Njarðvík)............28,6 5. Páll A Vilbergsson (Grindavík).......28,5 6. Chris Dade (Hamar)...................28,3 7. Bragi Magnússon (Haukar).............26,3 8. Brynjar Karl Sigurðsson (Val/Fjölni).25,4 9. Eiríkur Önundarson (í R).............25,4 10. Shawn Myers (Tindastól).............25,2 15. Pétur M.Sigurðsson (Val/Fjölni).....22,6 16. Jón Arnór Stefánsson (KR)...........22,3 18. Albert Óskarsson (Keflavík).........21,9 26. Gunnar H. Stefánsson (Keflavík).....20,0 27. Guðjón Skúlason (Keflavík)..........20,0 62. Teitur Örlygsson (Njarðvík).........14,0 63. Sævar Garðarsson (Njarðvík).........13,8 Leikið í hálftómum húsum í 1. deildar keppni karla í handknattleik Stokka þarf upp spilin MIKIL fækkun áhorfenda á leikjum í 1. deild karla í handknattleik veldur vaxandi áhyggjum hjá forráðamönnum félaganna og ekki verður annað séð en að menn þurfi að setjast niður og stokka al- gjörlega spilin. Hver leikurinn á fætur öðrum í deildinni hefur farið fram fyrir hálftómum húsum í vetur og stemmningin í kringum íþróttina, sem margir hafa nefnt þjóðaríþróttina, er ekki glæsileg. Þessi þróun er farin að valda forystumönnum félaganna miklum áhyggjum og eftir samtöl við nokkra þeirra er alveg Ijóst að til ein- hverra aðgerða verður að grípa. Umhverfið í íslenskum íþrótta- heimi hefur mikið breyst á undanfömum ámm. Á sama tíma og áhorfendaaukning hefur orðið ár frá ári í efstu deild karla í knattspyrnunni hef- ur þróunin orðið með allt öðmm hætti í tveimur af stærstu vetraríþróttagreinunum, handknattleik og körfuknattleik. Áhorfendum hefur fækkað og aldrei meira en einmitt nú. Menn benda á margt sem hefur valdið þessu en flestir líta þó til sjónvarpsins. Bein- ar útsendingar sjónvarpsstöðvar- innar Sýnar frá leikjum í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu og frá leikjum í meistaradeild Evrópu kvöld eftir kvöld í hverri viku hafa komið illa niður á aðsókn. Þá hefur keppnin í 1. deild í handknattleik í vetur ekki verið beint áhorfenda- væn. Nú heyrir sögunni til að um- ferð fari fram á sama tíma heldur er umferðin slitin í sundur og leikin á þremur til fimm dögum. Hvað er til ráða? Á að fækka lið- um í efstu deild eða á að leggja nið- ur úrslitakeppnna og leika tvöfalda eða þrefalda umferð. Þessum spurningum og fleiri fékk Morgun- blaðið tvo af forystumönnum félag- anna í 1. deild karla í handknattleik til að velta fyrir sér. FH-ingurinn Geir Hallsteinsson man tímana tvenna í handknatt- leiknum og hann hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Þessi einn okkar fremsti handknattleiksmaður frá upphafi lék ávallt fyrir troðfullu húsi en nú upplifir hann eins og fleiri að sjá ekki nema 100-200 manns á leikjum Nissan-deildarinn- ar og jafnvel færra en það. Geir er framkvæmdastjóri handknattleiks- deildar FH. Hann hefur gegnt því starfi í nokkur ár og hann man ekki eftir jafn lítilli aðsókn. Taka upp fasta leikdaga „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Það er skelfilegt fyrir félögin að halda starfseminni gangandi á meðan litlar sem engar tekjur koma inn af aðgangseyri á sama tíma og þau eru skuldum hlaðin. Það er alveg greinilegt að fólki finnst þessi undankeppni ekki nógu spennandi. Ég tel að við verðum að taka upp fasta leikdaga og þá líst mér best á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldin. Miðvikudagarnir eru orðnir mjög slæmir vegna fótbolt- ans sem er á Sýn og það er greini- legt að fólk kemur ekki á leikina á meðan það fær íþróttaefnið beint inn í stofu. Þarna held ég að mesta vandamálið liggi. Ég get ekki séð að handboltinn sé ekki sama skemmt- unin og áður en auðvitað má ekki gleyma því að toppleikmenn okkar eru að spila erlendis. Það hefur áhrif en ég vil benda á að við erum að koma upp með mikið af stórefni- legum strákum sem eru farnir að fá tækifæri með meistaraflokkunum." Mundir þú vilja fækka liðunum í deildinni og sleppa úrslitakeppn- inni? „Ég hef verið að hugsa um þetta. Það er vitað mál að fólk kemur ekki til að sjá lið eins og Breiðablik spila. Fólk vill fá spennu og ég get vel skilið að menn ræði það sín á milli hvort ekki eigi að fækka í deildinni en ég veit samt ekki alveg í augna- blikinu hvort það hjálpi okkur eitt- hvað. Það eru lið í annari deildinni í dag sem mundu spjara sig í fyrstu deildinni og þar er ég að tala um Selfoss og Víking. Það er spurning hvort ekki sé hægt að breyta þessu í öðru formi. Ég velti fyrir mér hvort eigi að spila þrjár umferðir og það lið sem hefur betur í fyrstu tveimur leikjunum mundi þá fá heimaleikinn í þriðju umferðinni." Geir segir að þessi þróun sem átt hefur sér stað í vetur þar sem mæt- ing á marga leiki sé 100-200 manns sé skelfileg. Hafa tvo leiki á sama kvöldi „Ég er með hugmynd sem gæti hjálpað til að auka áhuga fólks á að mæta. Hún er sú að þetta yrði eins og í gamla daga það er að vera með tvo leiki á sama kvöldi. Þá mundi ég vilja vera með leiki í fyrstu deild kvenna á undan og strax á eftir mundu karlarnir spila. Þarna fengi fólk tvo leiki íyrir peninginn í stað þess að dreifa leikjunum á sitt hvort kvöldið því það kostar þetta 7-800 krónur að fara á leik. Það er ákveð- inn hópur sem eltir stelpurnar og ákveðinn hópur sem eltir strákana. Ég vildi hafa umferðina á sama degi og með því mundi skapast meiri spenna. Þá er spurning hvort ekki eigi að breyta reglunum og gera leikinn meira spennandi fyrir áhorf- endur. Það væri til dæmis hægt að taka upp skotklukku. HSÍ og félög- in þurfa að vera með meiri áróður fyrir handboltanum og gera íþrótt- ina fjölmiðlavænni. Við verðum að lyfta þessu á hærra plan. Forystu- menn félaganna verða að setjast niður strax í vor og fara yfir stöðu mála,“ sagði Geir. KA-menn hafa eins og önnur lið fundið fyrir fækkun á heimaleikjum sínum og í samtali við Árna Þór Freysteinsson, formanns hand- knattleiksdeildar KA, eru menn áhyggjufullir fyrir norðan. Vantar stjörnu i líðið „Ég er opinn íyrir öllum breyt- ingum sem geta stuðlað að því að vegur handboltans getið vaxið. Við héma fyrir norðan höfum auðvitað fundið fyrir minni áhuga en samt höfum við góðan kjarna sem mætir á alla leiki. Þegar við erum að kvarta mundu sjálfsagt mörg lið í bænum fagna. Það sem mestu mun- ar fyrir okkur hjá KA í dag er að í lið okkar vantar afgerandi stjörnu þó svo að við séum mjög ánægðir stoltir af ungu strákunum okkar sem halda uppi liðinu. Það er mikil stjömudýrkun fyrir norðan og á undanförnum ámm hafa leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Patrek- ur Jóhannesson, Róbert Duranona og ég tala nú ekki um sjálfan Alfreð Gíslason fyllt húsið,“ sagði Árni. Stofna úrvalsdeild „Stemmningin á Akureyri fyrir handboltanum er ekki eins og hún var fyrir nokkmm ámm. Hér var troðfullt á hvem einasta leik en nú er eins og fólk bíði bara eftir úr- slitakeppninni. Þetta vekur upp spurningar hvort ekki eigi gera breytingar á mótafyrirkomulaginu og ef ég tala fyrir sjálfan mig þá væri ég mjög hlynntur því að stofn- uð yrði úrvalsdeild með sex til átta liðum. Við gemm okkur alveg grein fyrir því að áreitið í dag er allt ann- að en fyrir nokkmm ámm. Það er margt í boði og bara sjónvarpið með allar þessar beinu útsendingar em að fæla fólk frá leikjunum. Lands- liðið spilar einnig stóra rullu í þessu sambandi. Áhugi fólks á handbolt- anum stendur oft og fellur með gengi landsliðsins og ég er sann- færður um að ef landsliðinu gengur vel á HM í Frakklandi þárnuni það hafa jákvæð áhrif,“ sagði Árni. Siggi Sveins er ekki kátur Sigurður Sveinsson handknatt- leikskappi, sem enn er að spila með HK þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn, lætur skoðun sína í ljós um þessi mál á heimasíðu Fram. Þar segir Sigurður meðal annars: .Áhorfendalega séð er þetta al- gjör skandall. Við emm að tala um frá 50 til 300 áhorfendur í mesta lagi á leik sem er alveg skelfileg þróun fyrir íþróttina og skuldir félaganna em að stóraukast. Þetta er þróun sem verður að breytast. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í að búa til stemningu í kringum íþrótt- ina. Það þarf að hafa leikina á einum föstum leikdegi og svo þurfa félögin að bjóða upp á eitthvað skemmti- legt, t.d. kaffihús þar sem boðið er upp á kaffi, kökur og bjór. Við erum svo aftarlega á merinni að það er grátlegt. Ef við bemm okkur saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar þá emm við staddir 1950 í tímatalinu,“ segir Sigurður. ■ CAMBRIDGE United hefur mik- inn áhuga að kaupa Paul Connor, sóknarmann úr röðum Stoke City, en hann er nú í láni hjá Cambridge. Roy McFarland, knattspymustjóri Cambridge, segist hafa fengið þau skilaboð frá forráðamönnum Stoke að þeir vilji einungis að Connor öðl- ist reynslu og séu ekki reiðubúnir að sejja hann. McFarland vill hins veg- ar ólmur kaupa Connor og ætlar í samningaviðræður við Stoke. ■ CARL Fletcher, kanadískur landsliðsmaður, er til reynslu hjá Stoke þessa dagana. Fletcher er varnarmaður og hefur leikið 27 landsleiki fyrir Kanada. ■ HECTOR Cuper, þjálfari Val- encia, ætlar ekki að endumýja samning sinn við félagið og hættir því við lok leiktíðar. Ekki er vitað hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur en talið er sennilegt að Hect- or gangi ekki lengi um atvinnulaus því bæði Barcelona og Lazio er sögð hafa sýnt honum áhuga. Javier Ir- ureta, þjálfari Deportivo, er talinn líklegur eftirmaður Hectos hjá Val- encia. ■ LEEDS United fékk í gær hinn efnilega írska sóknarmann Robbie Keane lánaðan frá Inter Milano út tímabilið. Leeds á jafnframt for- kaupsrétt á hinum tvítuga Keane sem fór til Inter frá Coventry í sum- ar fyrir 1.600 miHjónir króna en hef- ur fengið fá tækifæri með ítalska félaginu. ■ JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn með RKC Waalwijk sem tapaði, 2:1, fyrir Utrecht í hoi'- lensku úrvalsdeildinni í knattspymu í gærkvöld. RKC er í 9. sæti deild- arinnar. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék ekki með Las Palmas þegar liðið sigraði Osasuna, 3:2, í spænsku knattspym- unni í gærkvöld. Las Palmas er í 11. sæti deildarinnar. ■ JOHN Carew kom Valencia að nýju á toppinn á Spáni þegar hann jafnaði, 1:1, í Bilbao, fimm mínútum fyrir leikslok. Carew gleymdi sér í fögnuðinum, fékk sitt annað gula spjald fyrir að fara úr treyjunni og var rekinn af velli. ■ RTVALDO skoraði tvívegis fyrir Barcelona sem sigraði Alaves, 3:2. Engu munaði að Barcelona missti niður 3:0 forystu en mark var dæmt af Alaves undir lok leiksins. ■ GEORGE Weah skoraði bæði mörk Marseille sem sigraði Mónakó, 2:1, í frönsku deildakeppninni í gær- kvöld. Marseille er smám saman að rétta úr kútnum eftir að Spánverjinn Javier Clemente tók við stjóm liðs- ins fyrir nokkrum vikum. ■ GUÐNI Guðnason úr SH setti „garpamet" í 100 metra skriðsundi á jólasundmóti SH í Hafnarfirði í gær- kvöld. Hann synti á 1:00,88 mín. í KVÖLP HANDKNATTLEIKUR ( Nissandeildin 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - Haukar.20 Hans vantaði Nafn Hans Hreinssonar, markvarðar KA, vantaði inn í upptalningu á leikmönnum 20 ára landsliðsins í handknattleik sem greint var frá í blaðinu gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dino Zoff þjálfari ársins DINO Zoff, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari Italíu, var útnefndur þjálfari ársins af lesendum enska knattspymu- tímaritsins World Soccer. Zoff, sem náði mjög góðum árangri með ftalska landsliðið á EM í Belgíu og Hollandi, fékk 17,56% atkvæða. Hann sagði starfi -4- sínu ipjög óvænt lausu eftir EM, eftir að deildt var á leikskipulag ítalska liðsins í keppninni. Sven Göran Eriksson, þjálfari ítal- íumeistara Lazio og næsti iandsliðs- þjálfari Englands, var í öðra sæti með 15,25% atkvæða og íþriðja sæti kom Roger Lemerre, þjálfari Evrópu- meistara Frakka, með 14,02% atkvæða. Evrópumeistaralið Frakka var út- nefnt lið ársins - fékk 32,55% atkvæða. Þá kom Kamerún með 13,25% atkvæða og Evrópumeistarar Real Madrid urðu í þriðja sæti með 10,16% atkvæða. ■:-------------——| Islandsmet hjá Berglind BERGLIND Ósk Bárðardóttir setti nýtt íslandsmet í 400 metra bringusundi á jólasundmóti SH i Hafnarfirði í gær- kvöld. Hún synti á 5:38,66 mínútum og bætti þriggja ára gam- alt met Ragnheiðar Möller úr Njarðvík um tæplega fimm sek- úndur, og um leið þriggja ára gamalt stúlknamet írisar Eddu Heimisdóttur úr Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.