Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 4
• ■=- » - • , -
Mark-
verðir fái
hjálma
DANIR hafa velt upp þeirri
hugmynd að handknatt-
leiksmarkverðir fái leyfi til
þess að leika með hjálm á
höfði. Er honum ætlað að
verja þá fyrir þungfum
lxöggum sem fyigja því er
boltanum er kastað í Iiöfuð
þeirra af stuttu færi. Ætla
Danir að leggja fram þessa
hugmynd sína á vettvangi
Evrópska handknattleiks-
sambandsins. Ekki eru allir
jafn hrifnir af hugmyndum
Dana og eru t.d. markverðir
sjálfír taldir vera á móti
hugmyndinni. í viðtali við
norska dagblaðið Verdens
Gang segjast tveir norskir
mai-kverðir vera hugmynd-
inni mótfallnir. Þeir séu
vanir því að fá knöttinn í
höfuðið og vilja bara halda
því áfram, hjálmlausir.
fatfm
FOLK
■ MATT Elliott, fyrirliði Leicester
City, hefur verið ákærður af enska
knattspyrnusambandinu fyiir oln-
bogaskot sem hann gaf Craig Beil-
amy, leikmanni Coventry, í leik lið-
anna fyrir skömmu. Steve Dunn,
dómari leiksins, sá ekki atvikið en
forráðamenn enska knattspymu-
sambandsins sáu upptöku af þvi og
ákváðu því að kæra hann. Elliott á
yfir höfði sér allt að þriggja leikja
bann.
■ HOLLENSKI miðjumaðui'inn Bri-
an Roy er á förum frá þýska úrvals-
deildarliðinu Herthu Berlin. Roy,
sem er 30 ára gamall, hefur átt erfitt
uppdráttar hjá félaginu, og eftir
fund með forráðamönnum liðsins var
ákveðið að losa hann undan samningi
nú um áramótin en hann hefur verið í
hei-búðum Herthu í þrjú ár.
■ ENSKA 1. deildar liðið Fulham,
sem er á góðri leið með að ti'yggja
sér sæti í úrvalsdeildinni að ári, hef-
ur sett sig í samband við Barcelona
með það í huga að kaupa franska
landsliðsmanninn Emmanuel Petit
fyrir næstu leiktíð. Petit er hund-
óánægður í herbúðum Börsunga
enda hefur hann mátt sætta sig við
að sitja mikið á varamannabekk liðs-
ins í vetur. Fregnir herma að Fulh-
am sé reiðubúið að punga út 900
milljónum króna fyrir leikmanninn.
■ TIM Hankinson verður líklega
næsti þjálfari Colorado Rapids í
bandarísku atvinnumannadeildinni í
knattspyrnu, en honum var sagt upp
hjá Tampa Bay Mutiny fyrir tveimur
mánuðum eftir tveggja og hálfs árs
starf. Hankinson þjálfaði Tindastól
sumaiið 1991 í næstefstu deild ís-
landsmótsins og segir í frétt Reuters
að Hankinson hafi öðlast alþjóðlega
reynslu með því að þjálfa Sauðkræk-
inga. Árangurinn lét þó á sér standa,
Tindastóll féll haustið 1991 niður um
deild, hlaut aðeins fjögur stig í átján
umferðum - vann einn leik og gerði
eitt jafntefli.
■ TOTTENHAM hefur keypt Skot-
ann Steven Ferguson, átján ára
framherja frá skoska liðinu East
Fife fyrir 250.000 pund. Hann hefur
verið atkvæðamikill í skosku 3. deild-
inni og skoraði í sex leikjum í röð og
hefur alls gert níu mörk í fimmtán
leikjum á tímabilinu. Manchester
City og Rangers höfðu einnig borið
víurnar í Ferguson.
Slórieikur Ólafs
Herdís hætl
með landsliðinu
HERDÍS Sigurbergsdóttir, aðstoð-
arlandsliðsþjálfari kvenna í hand-
knattleik, hefur tilkynnt stjórn
Handknattleikssambands Islands
og Agústi Jóhannssyni landsliðs-
þjálfara að hún muni ekki starfa
meira með landsliðinu. Ákvörðun
Herdísar lá fyrir áður en leikirnir
gegn Slóveníu fóru fram nú í byrjun
desember. Herdís segir að persónu-
legar ástæður séu fyrir því að hún
treysti sér ekki lengur að starfa
með landsliðinu en sem kunnugt er
hefur Herdís átt við þrálát meiðsli
að stríða í kjölfar þess að hún sleit
hásin í landsleik gegn Rússum í
upphafi árs 1999. Þau meiðsli eru
aðalástæðan fyrir því að Herdís
sagði starfi sínu sem aðstoðarþjálf-
ari lausu.
MAGDEBURG er í fyrsta skipti
ekki með bestu stöðu allra liða í
þýska handknattleiknum eftir
tap í hörkuleik gegn Kiel á úti-
velli í gærkvöld, 26:22. Uppselt
var á leikinn eins og oftast í
Kiel, 7.100 manns troðfylltu
höllina og sáu sína menn kom-
ast á hæla toppliðanna á nýjan
leik. Flensburg náði á meðan
þriggja stiga forystu með því að
sigra Gummersbach, 29:21, en
hefur leikið einum leik meira en
hin toppliðin. Flensburg ermeð
29 stig en Magdeburg og Wall-
au-Massenheim eru næst með
26 stig hvort.
W
Olafur Stefánsson var besti leik-
maður Magdeburg í gærkvöld
og lék sérlega vel í fyrri hálfleiknum.
Hann skoraði sex af fyrstu átta
mörkum liðsins og hin tvö skoraði
homamaðurinn Göthel eftir góðan
undirbúning Ólafs. Hann skoraði
samtals 8 mörk og lagði upp fimm til
viðbótar fyrir félaga sína og var allt í
öllu í sóknarleik liðsins lengst af, og
sjndi auk þess góð varnartilþrif.
Ólafur skoraði fjögur marka sinna úr
vítaköstum, sem komu öll í kjölfar
sendinga hans.
Magdeburg leiddi nánast allan
fyrri hálfleikinn með einu til tveimur
mörkum en Kiel skoraði tvö mörk á
lokamínútunni og leiddi í hléi, 12:11.
Jafnt var upp að 19:19 en þá skoraði
Kiel þrjú mörk í röð og Magdeburg
átti ekki möguleika eftir það.
. „Við réðum ekki við vamarleik
Kiel þegar leið á leikinn og auk þess
gerðum við of mörg mistök. Þetta
var alls ekki slæmur leikur en til að
sigra í Kiel þarf allt að ganga upp.
Nú einbeitum við okkur að næsta
leik og það verður ekki síður erfitt að
mæta Wallau-Massenheim,“ sagði
Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg,
við Sport 1 eftir leikinn.
Danski homamaðurinn Nikolaj
Jacobsen og norski markvörðurinn
Steinar Ege voru bestu menn Kiel
en Jacobsen skoraði 12 mörk í leikn-
um. Með þessum úrslitum er Kiel á
nýjan leik komið í baráttuna um
toppsætin en meistararnir hafa átt
óvenju köflóttu gengi að fagna í vet-
xjr.
Flensburg var í litlum vandræðum
með Gummersbach og var komið
Ólafur Stefánsson fylgist áhyggjufullur með þegar Svíinn
reyndi, Magnus Wislander, skýtur að marki Magdeburg í leikn-
um í Kiel í gærkvöld.
átta mörkum yfir snemma í síðari
hálfleik. Igor Lavrov var í aðalhlut-
verki hjá Flensburg en mörkin
dreifðust mjög jafnt á leikmenn liðs-
ins.
Dormagen tapaði
Eftir gott gengi í síðustu leikjum
mátti Dormagen sætta sig við tap
gegn Grosswallstadt á útivelli, 26:21.
Eftir slæma byrjun minnkaði
Dormagen muninn í eitt mark
snemma í síðari hálfleik en þá tók
Grosswallstadt öll völd. Róbert Sig-
hvatsson skoraði 2 mörk fyrir
Dormagen. „Við töpuðum leiknum á
slæmri byrjun en það munaði litlu að
við ynnum hana upp og sýndum að
við getum betur en lokatölumar
segja til um,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari Doimagen. Lið
hans er í fjórða neðsta sæti með 11
stig.
Guðmundur Hrafnkelsson og
félagar í Nordhorn töpuðu fyrir
Lemgo, 28:22, eftir 12:12 í hálfleik og
eru í 9. sæti með 18 stig. Risinn
reyndi Volker Zerbe var markvörð-
um Nordhorn erfiður og skoraði 7
mörk.
Alfreð Gíslason, þjálfari
Magdeburg, spáir í spilin.
Union Berlín í undanúrslit
UNION Berlín, sem leikur í 3. deild, tryggði sér í gærkvöld
sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu
með því að sigra 1. deildarlið Bochum, 1:0. Daniel Ernemann
var hetja Berlinarliðsins en hann skoraði sigurmarkið á loka-
mínútu leiksins.
Tvö lið utan 1. deildar eru komin í undanúrslit því hið gam-
alkunna Borussia Mönchengladbach vann annað 2. deildarlið,
Duisburg, 1:0, á útivelli.
Schalke, topplið 1. deildar, vann nauman sigur á 3. deild-
arliði Magdeburg, 1:0, og skoraði Jörg Böhme sigurmarkið úr
vítaspyrnu. Stuttgart vann Freiburg, 2:1, og skoraði Ioan
Viorel Ganea sigurmarkið í framlengingu. Krassimir Balakov
kom Stuttgart yfir en Sebastian Kehl jafnaði fyrir Freiburg.
dugði ekki í Kiel
i