Tíminn - 23.11.1965, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. hóvebmer 1965
TÍMINN
21
úr fangelsi, gátu varla verið dapurlegri. Bandamenn höfðu
hætt við allar áætlanir um landgöngu hjá Alexandrette, en
með því var ætlunin að kljúfa Tyrkjaveldi í tvennt. Land-
gangan við Dardanella hafði mistekizt algerlega og hersveit-
ir Breta hjá Kut voru í þann veginn að gefast upp, en
þar höfðu Bandamenn átt einu fótfestuna á landsvæði Tyrkja.
í Sýrlandi var allur uppreisnarhugur að fjara með mönn-
um, vegna harðstjórnar Jemals.
Feisal vissi af ráðagerðunum um byltingu í Hejaz, sem
faðir hans Hussein og bróðir hans Ali voru að undirbúa
með því að kveðja út her undir því yfirskyni að aðstoða
Tyrki í hinu helga stríði. Vonir hans um farsælar lyktir
þessara ráðagerða dvínuðu dag frá degi. Sem fangi í Damask-
us varð hann að horfa á aftökur vina sinna og hann fór að
efast um að nokkur möguleiki væri á uppreisn í Sýrlandi
og að allar ráðagerðir um uppreisn í Hejaz myndu aðeins
verða til þess að Tyrkir næðu tangarhaldi á þeim fáu leið-
togum Araba, sem þeir höfðu ekki þegar náð á sitt vald.
Hann gerði tilraun til þess að komast til Medína, undir
því yfirskini að hann hefði verið beðinn að kanna herflokka
Araba þar, áður en þeir héldu út í hið helga stríð gegn
Egyptalandi. Þegar þessi ráðagerð var lögð fyrir Jemal,
kvaðst hann ætla að fara með Feisal til Medína ásamt yfir-
hershöfðingja Tyrkja, Enver Pasha.Meðan stóð á heræfing-
unum í Medina var það að einn sheikanna hvíslaði að Feisal
að þeir skyldu drepa þessa tvo Tyrki og hefja upp fána
Husseins og hefja með þvi byltinguna. Feisal gat ekki fallizt
á þessa ráðagerð, hann var of bundinn siðum og gestrisnis
skyldum Arabans. „Við getum ekki drepið þá, þeir eru gest-
ir vorir. ’ ■•-■'i.í'S.--
Sheikarnir mótmæltu og sögðu að hér væri of langt geng-
ið. „Þú vilt vernda þá, sem hafa myrt og kvalið vini þína
að þér ásjáandi.“ En Feisal var ekki hnikað. Hann lét þræla
sína fylgja þeim sem lifvörð og fylgdi þeim sjálfur aftur til
Damaskus.“ Uppreisn Araba verður ekki hafin með því að
svívirða forna arabíska hefð, með morði gestanna,“ sagði
hann við vini sína um leið og hann kvaddi þá við burtför-
ina til Sýlands.
Þegar Jemal og yfirhershöfðinginn voru komnir til Dam-
ascus, ákváðu þeir að fjölga í setuliði Tyrkja í Medína. Þeir
voru ekki allskostar ánægðir með hollustuyfirlýsingar Has-
hemitanna. Feisal hlaut meira frjálsræði, sem var þakklæti
Jemals og hershöfðingjans fyrir þá vernd, sem hann hafði
veitt þeim í Medína. Þrátt fyrir aukið frelsi, hafðist Feisal
ekkert að. Stríðsfréttirnar voru engu betri en áður. Bretar
sleiktu sár sín á Egyptalandi eftir ófarirnar við Dardanella
og Kut. Grúi tyrkneskra hermanna var í Medína undir for-
ustu Fakhri, Pasha, slátarans frá Armeníu og vera hans þar
kom í veg fyrir að uppreisn gæti hafist, þar sem Medína var
eini staðurinn þar sem uppreisn var möguleg við eðlilegar
aðstæður.
Feisal skrifaði föður sínum reglulega og ráðlagði honum
að hrapa ekki að neinu. Hussein svara.ði reglulega bréfum
sonarins og sagðist ekki geta beðið öllu lengur. Dagurinn
sem frændi Feisals var hengdur komu boð frá Mekka. Hussein
gat ekki beðið lengur. Fjórum dögum eftir að hann sendi
boðin skyldi uppreisnin hafin. Feisal átti að flýja þegar í
stað og koma til Hejaz . . . „Insh’allah, brátt öðlumst við
frelsi.“ Feisal vissi að það var þýðingarlaust að reyna að fá
þessu frestað, tónninn í bréfínu var slíkur. Tíminn nálgaðist
og hann varð að fara, en hvernig, það vissi hann ekki, en
eitt vissi hann, að innan fárra daga yrði Damaskus óhollur
dvalarstaður fyrir son Husseins.
Tveimur nóttum síðar hélt Feisal ásamt fámennum hóp
vina og þjóna út í eyðimörkina til möts við Nuri Shaalan,
sem þá var sháik Ruwalla ættflokksins. Síðan hélt hann
áleiðis til Mekka í fýlgd bedúína Nuris undir blaktandi fána
föður síns. Þegar hann var kominn ixt í auðni na hvarf hon-
um allur efi og hik. Teningnum var kastað. Ákvörðunin, sem
skipti máli, sigurinn, samein.ing Arabíu og lausn úr erlendri
áþján. " H'
LeitaS Spámanns.
Fréttunum af byltingunni í Hejas og flótta Feisals frá N
Damaskus var tekið tómlega í aðalherstöðvum Breta á Egypta
landi. í fyrstu hafði Aröbum tekizt að ná Mekka, Jidda,
C The New American Library
boðstólum í dag. Eg ætla að fá
steikta lifur.
Fíóna fór í huganum yfir allar
■kjólabirgðir Elísabetar. Freda
Healey var mjög áþekk systur-
inni og þeir mundu sjálfsagt
kiæða hana ljómandi vel. Sér-
staklega sá ferskjuliti með víða
pilsinu eða sá græni með tjulli
í pilsinu.
- Peter leit inn á skrifstofuna
seinna um daginn og brosti til
hennar.
Jæja, töluðuð þér við kokkinn
fyrir mig?
— Já, ég held að ég hafi
gétað talið hana á að hafa dálítið
fjölbreyttari matseðil. Hún afsak-
áði sig með því, að hún væri til-
tölulega nýbyrjuð og hefði ekki
algerlega sett sig inn í óskir
starfsfólksins um mataræði. Og
hvað Waller snertir, þá held ég
honum og yfirmanninum komi illa
saman. Það er ástæðan fyrir því,
að hann vill skipta um vinnu.
— Ég er hræddur um, að þessi
yfirmaður sé erfiður, sagði Peter.
Við höfum áður fengið kvartanir
varðandi hann. Ég veit ekki al-
mennilega, hvað við getum gert í
því.
— Ég gat talið hann á að
reyna enn um tíma og sjá, hvern-
ig gengi í framtíðinni, sagði Fíóna
Hvar er að frétta af yðar málum?
— Ég vona það bezta, við verð-
um að sjá til hvað gerist. Nú er
víst bezt að reyna að koma bréfa-
skriftunum af.
Hann ias henni fyrir og Fíóna
hraðritaði í blokkina sína. Síðan
hreinritaði hún bréfin og fór
skömmu síðar heimleiðis.
Þegar hún kom heim fann hún
Elísabetu uppi í herberginu sínu.
— Halló, Fíóna, þú kemur
snemma heim í dag. Við höfum
ekkert sérstakt að gera. Ég ætla
að borða kvöldverð hjá Georg
og mamma fór til London og kem-
ur heim með pabba.
— Elísabet, ætlarðu að nota
græna kvöldkjólinn þinn oftar?
— Ég veit það ekki. Hvers
vagna spyrðu? Kannski fer ég í
hann nokkrum sinnum enn, þótt
1 ég sé orðin hálfleið á honum.
— Viltu leyfa mér að fá hann
og gefa stúlku hann?
Elísabet fylltist strax vinsam-
legum áhuga og Fíóna útskýrði
málið fyrir henni.
— Auðvitað má hún fá hann.
Það fylgir honum perlusaumað
sjal og samkvæmistaska. Hún get-
ur fengið hvíta kjólinn líka.
— Við megum ekki fara of
geyst af stað, sagði Fíóna. Ég veit
ekki einu sinni, hvort hún vill
taka við kjólnum. En þakka þér
kærlega fyrir, Elísabet.
Fíöna vafði sjalinu og veskinu
inn í öskju ásamt aðgöngumiða að
dansleiknum og morguninn eftir
skildi hún þetta eftir á borði ung-
frú Healey í móttökuklefanum.
Tíu mínútum síðar kom ungfrú
Healey þjótandi upp til hennar
með tárin í augunum. Án þess að
hirða um Peter gekk hún rakleið-
is til Fíónu.
— Þér þurftuð ekki að vera
svona hugulsamar og hræddar um
að ég tæki ekki við þessu, sagði
hún og reyndi að brosa. Ég er
alltof fátæk til að hafa snefil af
stolti í þessa átt. Ég hef aldrei
séð neitt jafn dásamlegt á ævi
minni. Hjartans þakkir og skilið
innileg? kveði ti' systv- y*. ‘»
sem bezt út, en hún vildi
síður vekja athygli. Að lok-
um ákvað hún að fara í bláan,
hlýralausan kjól, sem var þröngur
í mittið og með víðu pilsi. Lítill
bolerojakki fylgdi, sem hún þurfti
ekki að fara í frekar en henni
sýndist. Um hálsinn hafði hún ein
falt demantshálsband, sem fað
ir hennar hafði gefið henni í af-
mælisgjöf, þegar hún var átján
ára. Engum myndi detta í hug að
steinarnir væru ekta, hugsaði hún.
Hún átti í nokkrum brös-
um með að finna götuna, þar sem
ungfrú Healey bjó, og þegar hún
barði að dyrum, varð henni næst-
um hverft við að sjá hversu heim-
ilið var fátæklegt, þótt allt væri
hreint og fágað. En ungfrú Hea-
ley ljómaði eins og sól í heiði.
— Lítið á mig, hrópaði hún.
— Ég er Öskubuska. Ég vona,
að þér akið mér heim fyrir klukk-
an tólf, annars gerist eitthvað
óttalegt. Þetta er móðir mín,
kynnti hún, mamma þetta er ung-
frú Chard, sem fékk systur sína
til að gefa mér kjólinn.
Þær röbbuðu saman nokkra
stund. Frú Healey var mögur og
föi og sat í hjólastól. en hún
ÚTVARPIÐ
J
mér. Þér megið reiða yður á, að
ég kem á dansleikinn.
Svo hvarf hún Fiónu til léttis
og Peter var eitt spurningarmerki.
— Hvað í ósköpunum átti þetta
að þýða? spurði hann.
— Það var bara smávegis á
milli okkar ungfrú Healey, svar-
aði hún.
Þegar þær snæddu hádegisverð,
var ungfrú Healey með allan hug-
ann við það, hvort systir Fíónu
mætti í rauninni missa kjólinn.
— Get ég ekki bara haft hann
að láni og skilað honum eftir ball-
ið? spurði hún.
— Nei, það er alveg óþarfi, hún
, sagðist hafa notað hann svo oft,
1 að hún væri orðin leið á honum.
| — Mér finnst hann líta út eins
' og nýr. Ég hlakka til að koma
í heim og máta hann. Ég er alltaf
að gægjast niður í kassann.
Mamma og ég komum til með að
skemmta okkur vel í kvöld — ég
er viss um að hún gleðst mín
vegna.
— Ég kem og sæki yður, sagði
Fíóna. Við skulum fara saman á
' dansleikinn. Eins og þér skiljið,
I þá hef ég engan til að fara með
1 svo að ég yrði mjög fegin.
Kvöldið, sem dansleikurinn
skyldi haldinn, notfærði Fíóna sér
ekki hið vinsamlega boð frú
! Webbers um að hafa fataskipti þar
heldur fór hún beina leið heim,
gleypti í sig matinn og fór af
stað til að sækja ungfrú Healey.
Kjóllinn, sem faðir hennar hafði
gefið henni fyrir dansleikinn hjá
Heffners var alltof íburðarmikill,
og Fíóna braut heilann um, hverju
húr ætti að klæðazt. Auð-
vi* l’ hú gjarnar lít?
Þriðjudagur 23. nóvember.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútrarp.
13.00 Við
vinnuna.
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
sitjum. Dagrún Kristjánsdóttir
húsmæðrakennari talar um
hreinsun á skóm. 15.00 Miðdegis
útvarp. 16.00 Siðdegisútvarp. 17.
20 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku. 17.40 Þingfréttir. Tón-
leikar. 18,00 Tónlistartími bam
anna. Guðrún Sveinsdóttir
stjórnar tímanum. 19.30 Fréttir
20.00 Uppeldishlutverk mæðra
Pálína Jónsdóttir flytur erindi.
20.25 Gestur í útvarpssal: Greg-
ory Danto frá Bandaríkjunum
syngur við undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur. 20.50 Þriðjudags
leikrtið: „Vesalingamir" Gunnar
Róbertsson samdi eftir sam-
nefndri skáldsögu Victors Hugo.
Leikstjóri Baldvin Halldórsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.
10 Minningar um Henrik Ibsen
eftir Bergljótu Ibsen. Gylfi Grön
dal ritstjóri les. 22.30 „Þú ert
mér allt“: Hljómsveit Mantovan
is leikur. 23.00 Á hljóðbergi: Er
lent efni á erlendum málum.
Bjöm Th. Bjömsson listfraeðiug
ur velur og kynnir. 23.50 Dag-
skrárlok.
Miðvikudagur 24. nóv.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp 13.00 Við vinnuna: Tón
leikar. 14.40
Við, sem
heima sitjum.
Þóra Borg les framhaldssöguna
„Fylgikona Hinriks VHI.“ eftir
Noru Lofts í þýðingu Kolbrúnar
Friðþjófsdóttur. 15.00 Miðdegisút
varp. 16.00 Siðdegisútvarp. 17.20
Framburðarkennsla 1 esperanto
og spænsku. 17.40 Þingfréttir.
18.00 Útvarpssaga barnana: „Úlf
hundurinn“ eftir Ken Anderson.
Benedikt Amkelsson Ies. 18.20
Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar.
Tilkyningar. 19.30 Fréttir. 20.00
Daglegt mál. Árni Böðvarsson
flytur þáttinn. 20.25 Efst á baugi.
20.35 Raddir lækna. Magnús Ól-
afsson talar um lyf og bóluefni
gegn smitsjúkdómum. 21.00 Löjr
unga fólksins. Gerður Guðmunds
dóttir kynnir. 21.50 íþróttaspjall
Sigurðar Sigurðssonar. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
,,Dúfurnar“, smásaga eftir Micha
el Mclaverty. Málfríður Einars
dóttir þýddi. Margrét Jónsdótt
ír les. 22.35 Kammertónlist frá
þýzka útvarpinu. 23.30 Dagskrár
lok.
Á morgun