Tíminn - 05.12.1965, Qupperneq 7

Tíminn - 05.12.1965, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 5. desember 1965 TÍMINN 7 Ungmennafélagi til æviloka. Ýmsum þeim, sem yngri eru og ekki þekkja af eigin raun starf, félagsanda og eldmó'i ís- lenzku ungmennafélaganna á fyrstu tveimur áratugum aldar- innar hættir til að ætla, að meira sé úr gert en efni standa til. Þegar þeir miða við deyfð þá og drunga, sem oftast hvíl- ir nú yfir félagslífi og þjóð- erniskenndum íslendinga, finnst þeim ef til vill með ólík- indum sá áhugi, ættjarðarást, fórnarvilji og félagsandi, sem lýst er. En margir þeir, sem kvnntust Vigfúsi Guðmundssyni, jafnvel eftir að hann fór að reskjast, töldu sig fá þar lifandi sönn- un þess, að ekki væri of mik- ið úr eldmóði og fé’.agsanda fyrstu ungmennafélaganna eða aldamótamannanna gerr, né þeim heillamiklu áhrifum, sem hreyfingin hafði á æskumenn. Vigfús Guðmundsson var sami ungmennafélaginn til hinztu stundar. Þær hugsjónir höfðu mótað hann svo gersam- lega, að þær urðu styrkur hans og æskuþróttur vegferðina á enda. Þær mótuðu viðhorf hans í hverju máli, þar sem íslandi var hætt. Þær nærðu frjálshuga hans og ættjarðarást allt til loka. Heitur æskuhugur hans á efri árum kom til dæmis fram í því, að hann reyndi oft að styðja og styrkja unga og efni- lega menn til þroska, ef hann fann hjá þeim djörfung og bar- áttuhug fyrir íslenzkum mál- stað. Þegnskapur ungmennafé- lagans birtist í því, hvemig hann lagði sig fram af áhuga og ósérhlífni í þvi félagsstarfi, sem hann hugði til þjónytja og ætlaðist ekki til launa. Fram- sóknarflokkurinn og Tíminn nutu ósjaldan góðs af því. Vigfús Guðmundsson átti í ríkum mæli marga þá kosti, sem íslending prýða mest og var þó fáum líkur. „Dagur er upp kominn“ Meðal bóka þeirra, sem út koma- um þessar mundir er rit- gerðasafhið Lýðir og landshag- ir eftir dr. Þorkel Jóhannesson, háskólarektor. Þorkell er látinn fyrir nokkrum árum en hefði orðið sjötugur á morgun, ef hann hefði lifað. Dr. Þorkell var því einn af aldamótamönn- unum, vaxinn upp við hitann af lokaátökum sjálfstæðisbarátt unnar og starfaði síðan í brjóst- fylkingu þeirra, sem mótuðu hið nýja þjóðveldi. Hann vopnaðist ágætri skólamenntun og varð snjall vísindamaður og rifhöf- undur í þeim fræðum, sem ís- lenzkust eru. En þó að sögu- leg fræði væri aðalgrein hans, stóð hugur hans mjög til bar- áttumála dagsins og framsókn- ar þjóðarinnar. Þar brann alda- mótakyndillinn einnig skært og mótaði viðhorf hans til þjóð- mála og fræða. Meðal ritgerða í þessu nýút- komna safni eftir Þorkel er af- ar skemmtileg ritgerð um þjóð- Cundinn 1851 og nefnist „Dag- ir er upp kominn.“ Sú grein Margt góðra bóka Nýjar bækur koma nú á mark aðinn hvern dag. Ýmislegt er þar góðra bóka og gagnlegra. Tvær íslenzkar skáldsögur eft- ir unga höfunda bera af í þeirri grein, Dægurvísa Jakobínu Sig- urðardóttur og Borgarlíf Ingi- mars Erlendar Sigurðssonar. Menn bíða og með nokkurri for vitni eftir nýrri skáldsögu eft- ir Jóhannes Helga þessa daga. Áf nýjum Ijóðabókum má ef til vill helzt nefna bækur eftir Jón úr Vör, Braga Sigurjóns- son og Þorgeir Sveinbjarnarson. Rit Sveins Skorra Höskuldsson- ar um Gest Pálsson ber líklega hæst í flokki um íslenzkar bók- menntir. Ýmsar myndarlegar heildarútgáfur ber að nefna, svo sem nýja útgáfu af Bólu- Hjálmari, verk Davíðs Stefáns- sonar, Þóris Bergssonar og fleiri. Ýmsum mun þykja feng- ur að greinasafni Jóhannesar úr Kötlum, Vinaspegli og Loka- sjóði Snæbjarnar Jónssonar, svo er öll rituð af vísindalegri ná- kvæmni og trúrri söguþekkingu en niðurlag hennar bregður með skemmtilegum hætti ljósi á það, hverja samleið heit þjóðernis- kennd og sjálfstæðishugur átti með sagnfræðinni og hve aðdá- un hans á frelsisbaráttu var mikil. Þessi stutti kafli sýnir líka, hve snjall rifhöfundur dr. Þorkell var. Hann segir: „Hundrað ár eru nú liðin, síð- an þjóðfundinum var hleypt upp. Margt hefur síðan á daga drifið. Þjóð vor hefur séð djörf- ustu drauma sína rætazt. Ógleymanlegir atburðir hafa gerzt. En ekkert megnar að skyggja á minninguna um hina fáliðuðu samkomu í fundarsal lærða skólans 1851 og óhvikula andspyrnu hennar gegn kúgun og ofurefli. Ætla má, að Trampe greifa og mönnum hans hafi ekki litizt sigurstrangleg sveit- in, sem lagði leið sína um há- degi hinn 9. ágúst frá dyrum lærða skólans niður skólabrúna. Sviknar vonir, smánarboð og hót anir hafa stundum komið að haldi, þar sem röksemdir og fortölur þraut. Hvað lá fyrir þessum mönnum annað en við- urkenna villu sína og þiggja það, sem að þeim var rétt, er í fullt óefni var komið? En menn, sem stór örlög hafa hrif- ið á vald sitt, verða hvorki með hótunum beygðir né með smán arboðum lækkaðir. Þeir Trampe skildu það ekki, né kom þeim til hugar, að þarna fóru menn, sem báru á herðum sér giftu þjóðar sinnar, frelsi hennar og sjálfstæði á komandi öld. Sjálfa írraði þá ekki fyrir því, hversu löng þraut væri fram undan. Þrjár kynslóðir urðu að þreyta þessa eyðimerkurför, áður en lokamarkinu væri náð.“ Sigurvegari í 4:únri elevmsku“ Og dr. Þorkell heldur áfram: „Svo líða tímar fram, Sviðið breytist, og leikurinn tekur mikl um stakkaskiptum. Hér hefur sagan skipt hlutverkum að nýju, eins og hennar er oft hátt ur. Hinir sigruðu eru orðnir sig urvegarar. Jón Sigurðsson, þessi kappsfulli ofurhugi, sem þrjózk aðist gegn „staðreyndum“ og vildi ekki láta sér skiljast, að hann barðist fyrir „vonlausum“ málstað, er fyrir löngu orðinn þjóð sinni tákn alls hin bezta og göfugasta, sem kynstofninn hefur afrekað á liðnum tíma, og glæsilegasta fyrirheit hennar á nýrri öld. En sigurvegarinn frá 1851, Trampe stiftamtamað- ur, hefur sætt svo djúpri gleymsku, að nafn hans, sem sumir kjósendur til þjóðfund- arins gáfu rökkum sínum, hon- um til óvirðingar, var í vitund þriðju kynslóðar orðið að hvers dagslegu hundsnafni, án allra tengsla við sögulega atburði eða persónur. Slík er gráglettni ör- laganna — og líkn þeirra um leið.“ Nv reisn Það á vel við að rifja upp þessi orð dr. Þorkels Jóhannes- sonar þessa daga. Hann féll fyr- ir aldur fram í miðju verki. mik ilhæfur sagnfræðingur og sterk ur, þjóðlegur baráttumaður. Honum hefði vafalaust fallið það allvel i geð að heyra ræðu Sigurðar Líndal í Háskólanum 1. des. Hvort sem hann hefði verið nákvæmlega sammála hverju orði, sem ræðumaðurinn sagði, eða ekki, mundi hann hafa kunnað að meta þá reisn, sem fólst í málflutningnum. hið skýra og vægðarlausa mat á menningar- og þjóðernismálum íslendinga þessi misseri. Með þessari ræðu hlaut þjóðfrelsis- dagur stúdenta nýja reisn og vakti nýjar vonir um það, að takast megi að vekja þjóðina og valdhafa landsins af óminni því, sem horfir til nýrrar áþjánar. Alltaf einhver Trampe Fátt er nauðsynlegra en muna það í orði og verki, að sjálf- stæðisbarátta íslendinga er ævarandi. Hve traustir, sem hornsteinar hins ytra sjálfstæð- is virðast vera, mun ætíð verða til einhver Trampe, sem þörf er að mótmæla eða reka af hönd- um. Ef til vill er hann erlend sjónvarpshetja þessa stundina og sækir að íslendingum í nýju gervi, með nýjum vopnum og á nýjum vígvelli. ísland er svo berskjaldað, að hann mun að líkindum sækja að þjóðinni í einhverri mynd um langa framtíð. Þá ríður á að þekkja hann og skilja, hvenær og hvar þörf er að rísa upp og segja: Við mótmælum allir. Ræðan í Háskólanum var í ætt við þá gerð, og því var hún fagnað- arefni. Hins er rétt að minnast, að þegar menn skera upp herör gegn hættu er ekki réttmætt að setja alla í sama bát und- anhaldsmanna. Það var ekki réttmætt af ræðumanni að leggja alla þingmenn að jöfnu og kalla þá undanhaldmenn í sjónvarpsmálinu. Hann hefði átt að unna málstaðnum þess sann- mælis að hafa í huga, að það var ráðherra Framsóknarflokks ins, sem setti þau höft á er- lenda hermannasjónvarpið, að það næði ekki út fyrir herstöð- ina, en núverandi ríkisstjórn, sem afnam þær hömlur og opn- aði allar gáttir þess. Framsókn- armenn báru þá fram þing- tillögu um að lokað yrði fyrir það aftur, en því var hafnað. Menntamennirnir sextíu, sem síðar tóku myndarlega á mál- inu, urðu þá of síðbúnir til liðs, en vel hefði það getað dugað til sigurs í málinu, ef þeir hefðu þá þegar lagzt á sveifina með þeim þunga, sem síðar varð, þeg ar allt var örðugra viðfangs. og nýju bindi af Merkum íslend ingum. Margt bóka kemur út um dulræn efni að venju. og munu flestir staðnæmast fjmst við bók Jónasar Þorbergssonar. Þá er og ýmislegt girnilegra bóka úr sögusjóði þjóðarinnar, svo sem bók Björn Þorsteins- sonar um Marcellus hinn en- demafræga Skálholtsbiskup, sem aldrei leit ísland, bók Her- manns Pálssonar um annálana og Ferðabók Ólavíusar, þess gamla merkisrits. Endurminn- ingabækur munu vera með færra móti, en framarlega eða fremst í þeim flokki eru end- urminningar Sveins Víkings. Þá má nefna bók Sigríðar Thorla- cius um Maríu Markan. Útgáfa Almenna bókafélagsins á vís- indaritum í myndum og máli er mikils háttar. Ýmsir munu fagna því að fá í hendur kver með áður óbirtum minninga- brotum eftir Huldu. Bók Kvöldvökuútgáfunnar um Davíð Stefánsson er verð sérstakrar athygli. Þar leggja nánir vinir og samtíðarmenn minningabrot sín um hann sam an í sjóð til geymdar og lær- dóms óbornum. Er sú bók í senn mjög skemmtileg og fær- ir hina mörgu aðdáendur skálds . ins, sem ekki höfðu af honum persónuleg kynni, nær því og ljóðum þess og leiðir til aukins skilnings. Bók Jóns á Yztafelli um Sig- urð Jónsson, föður sinn, er og hið merkasta rit og varpar í senn Ijósi á merkilega persónu- sögu, gróskumikið félagsstarf og fyrstu stjórnarhætti í því flokkakerfi, sem við búum nú við. barf gerbreytta *“fnu. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að Framsóknarflokkurinn ber nú við aðra umræðu fjár- Fr&mhald á bls. 1L

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.