Tíminn - 12.12.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 12. desember 1965
TIMINN
Áhrifaleysi Alþyðu-
flokksins.
Enn er mikiö rætt og ritað
um veitingu bæjarfógetaemb-
ættisins í Hafnarfirði. Nær
undantekningarlaust öllum
kemur saman um, að það sé
hneykslanlegasta embættisveit-
ing, sem átt hafi sér stað á
íslandi síðan íslendingar sjálf-
ir fengu veitingarvaldið í hend-
ur sínar. En málið rifjar jafn-
framt fleira upp. Eitt af því
er áhrifaleysi Alþýðuflokksins
í ríkisstjórninni. Um það efni
farast Degi nýlega svo orð í
forustugrein:
„Alþjóð hefur orðið vitni að
ranglátari embættisveitingu í
Hafnarfirði en dæmi eru til og
hefur meira verið um það
rætt og ritað en flest annað
af því tagi. Mótmælin hafa
dunið yfir úr öllum áttum og
sýslu, Barðastrandarsýslu, Húna
vatnssýslu, Norður-Múlasýslu og
Seyðisfirði, Suður-Múlasýslu,
Neskaupstað, Skaftafellssýslu,
Vestmannaeyjum, Kópavogi,
Keflavík og nú síðast í Hafnar
firði og Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Um næstu áramót verð-
ur skipaður nýr bæjarfógeti á
Siglufirði. Flestir af nefndum
skjaldborgar-sýslumönnum eru
þegar kornnir í framboð fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og sumir
varaþingmenn en aðrir framar-
legá í flokkssamtökum Sjálf-
stæðismanna í umdæmum sín-
um. Engum dettur í hug, að
hér sé um tilviljun að ræða
og enn síður að aðrir hafi ekki
fundizt hæfir til starfanna. Hér
er vitandi vits unnið að settu
marki. Fyrrum treysti danska
stjórnin mjög á embættismenn
sína hér á landi í pólitískum
átökum. Hin nýja sýslumanna-
skjaldborg íhaldsins hér á
sem orðinn er fullra 65 ára
gamall, lausn frá embætti, en
eigi skal hann missa neins í
af launum sínum.“
Á þessum tíma voru dóm-
endur í Hæstarétti einu dóm-
ararnir, sem ekki sinntu um-
boðsstörfum. Löggjafamir hafa
talið hlutverk hæstaréttardóm
ara svo mikilvægt, að þeir hafa
sett aldursákvæði varðandi þá
eina allra embættismanna lands
ins, og til að hafa það sem
tryggilegast, er það sett í
sjálfa stjórnarskrána, en ekki
almenn lög.
Um þetta ákvæði stjórnar-
skrárinnar fórust Pétri Magn-
ússyni ráðherra þannig orð:
„Dómarar í hæstarétti gegná
einhverjum allra ábyrgðar-
mestu stöðum í landinu og þvi
hefur þótt rétt að gæta hinnar
ítrustu varúðar um það, að
starfskraftar þeirra séu ekki
á nokkurn hátt farnir að þreyt
Þessi afstaða Hermanns Jón
assonar þótti svo eðlileg, að
stjórnarandstaðan gerði þetta
ekki að neinu teljandi deilu-
efni, og hefur þó sjaldan eða
aldrei verið óvægnari stjórn
arandstaða á íslandi.
Þess má geta, að Lárus H.
Bjarnason og Einar Arnórsson
óskuðu báðir að láta af störf-
um eftir að þeir voru orðnir
65 ára. Hið sama hefur Þórður
Eyjólfsson nýlega gert.
Ólíkar embætta-
veitingar.
Það má telja víst, að það
hefði orðið stjórnarandstöðunni
mikið árásarefni 1935, ef Her-
manni Jónassyni hefði mis-
tekizt val þeirra dómara, sem
hann skipaði í Hæstarétt í stað
hinna gömlu dómara, sem viku
þaðan. Þetta val tókst hins
,'o
dómsmálaráðherra flúði, sem
frægt er, af fundi á Alþingi,
þegar málið var þar til um-
ræðu. Það vekur sérstaka at-
hygli, að ráðherrar Alþýðu-
flokksins skuli hafa verið svo
freklega óvirtir af samráðherr-
um sínum, sem hér er raun á.
Nærri má geta, að Guðm. í.
Guðmundssyni, fyrrv utanrík-
isráðherra, hafi hlotið að vera
það áhugamál, að ekki yrði
niðzt á þeim manni, sem gegnt
hafði fyrir hann embætti í nál.
heilan áratug og á þann hátt að
bæði embættinu og ráðherran
nm var sæmd að, og að
hann hafi ætlað flokksmönnum
sínum í ríkisstjórninni að sjá
um að hlutur hins setta emb-
ættismanns yrði ekki fyrir borð
borinn. En eftir því sem þeir
segja sjálfir voru orð þeirra
að engu höfð í þessu máli, og
það láta þeir sér lynda.“
Nýja sk jaldborgin.
Hafnarfjarðarhneykslið hef-
ur vakið athygli á fleiru. Eitt
er það, að það hefur gert mönn
um ljósara en áður, hvernig
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
hafa misnotað veitingavaldið til
að velja menn í dómarastöður
eftir því hve líklegir þeir væru
til að verða forustumenn Sjálf
stæðisflokkins í viðkomandi hér
uðum. Um þetta segir Dagur í
áðurnefndri forustugrein:
„Sjálfstæðismennirnir í rík
isstjórninni vita vel, að emb-
ættisveitingin í Hafnarfirði
mælist illa fyrir. En þeim er
það að skapi að láta sjá hver
völdin hefur á stjórnarheimil-
inu. Embættisveitingin er lið
ur í áður gerðri áætlun um
einskonar sýslumannaskjald-
borg Sjálfstæðisflokksins. Sú
skjaldborg hefur stækkað ört
í dómsmálaráðherratíð Bjarna
Ben. og Jóh. Hafsteins. Frá
embættistíð þessara ráðherra
sitja nú Sjálfstæðismenn sem
bæjarfógetar og sýslumenn í
þessum umdæmum: Mýra- og
Borearfjarðarsýslu, Snæfells-
ness- og Hnappadalssýslu, Dala
landi á eflaust að gegna svip-
uðu hlutverki.“
Lítið samræmi.
Ein höfuðrök Jóhanns Haf-
steins og Bjarna Benediktsson-
ar í Hafnarfjarðarmálinu hafa
verið þau, að ekki hafi verið
hægt að veita Jóhanni Gunnari
Ólafssyni embættið vegna þess,
að hann hafi verið orðinn 62
ára gamall. í sömu andránni
og þeir Jóhann og Bjarni héldu
þessu fram, reyndi Bjarni
Benediktsson að ráðast á Her-
mann Jónasson fyrir það, að
hann hafi ekki viljað 1935
veita tveimur hæstaréttardóm
urum undanþágu til að starfa
áfram eftir að þeir voru orðnir
67 og 68 ára gamlir! Þessu til
áréttingar hefur Bjarni nú
skrifað heila blaðagrein um
þetta mál í Mbl. Verður því
ekki hjá því komizt að rifja
þetta mál upp nokkuð, enda
þótt það væri nægileg af-
greiðsla á þessum málflutningi
Bjarna að sýna ósamræmið, sem
í því felst, að hann telur vafa-
samt að fela 62 ára gömlum
manni bæjarfógetaembætti, en
alveg sjálfsagt, að hæstaréttar
dómarar séu eldri en 68 ára
Akhirsákvæði í
stiórnarskránni.
Fram til ársins 1934 voru
ekki til nein almenn laga-
ákvæði um aldurstakmark emb
ættismanna. Eina undantekning
in var eftirfarandi ákvæði stjórn
arskrárinnar, sem hafði verið
alllengi í gildi:
„Dómendur skulu í embætt
isverkum sínum fara einung-
is eftir lögunum. Þeim dóm-
endum sem ekki hafa að auk
umboðsstörf á hendi, verður
ekki vikið úr embætti. nema
með dómi og ekki verða þeir
heldur fluttir í annað embætti
á móti vilja þeirra, nema þeg-
ar svo stendur á að verið er að
koma nýrri skipun á dómstól-
ana. Þó má veita þeim dómara,
Bjarni Benediktsson
— hver var glámskyggni hæstarétt
ardómarinn?
ast eða sljóvgast áður en þeir
láta af embætti.“
Afstaða Hermanns
lónassonar.
Árið 1934 voru í fyrsta sinn
sett almenn lög um aldurshá-
mark opinberra starfsmanna.
Samkvæmt nýjustu erlendum
fyrirmyndum var það bundið við
65 ára aldur, en ráðherra veitt-
ur réttur til að veita undanþág-
ur. Síðar var þetta hámark
hækkað í 70 ár, enda eldast
menn nú orðið betur en áður.
Um það leyti, sem lög þessi
gengu í gildi, stóð svo á, að
tveir af dómurum Hæstaréttar
voru komnir talsvert yfir
þetta aldurstakmark eða orðn-
ir 67 og 68 ára gamlir. Þegar
höfð eru í huga framangreind
ákvæði stjórnarskrárinnar, á-
samt skýringu Péturs Magnús
sonar, og því til viðbótar hin
nýja lagasetning, getur hver
og einn skilið þá afstöðu Her-
manns Jónassonar, að hann
treysti sér ekki til að veita
þessum dómurum undanþágu
til að starfa áfram. í því sam-
bandi ber þess ekki sízt að
gæta, að dómarar voru þá
þrír í Hæstarétti og hefðu und-
anþágurnar verið veittar, hefði
meirihluti dómara þar verið
eldri en 67 ára.
vegar svo vel, að það hlaut
strax almenna viðurkensingu.
Hinir nýju hæstaréttardómarar
voru þeir Gizur Bergsteinsson
og Þórður Eyjólfsson. Þeir
hafa sem dómarar unnið sér
mikla viðurkenningu og eiga
öðrum fremur þátt í því trausti,
sem Hæstiréttur nýtur nú.
Bjarni Benediktsson hefur
líka sjaldan orðið eins miður
sín á Alþingi og þegar það
var borið saman, hvernig hon-
um og Hermanni Jónassyni
hefði tekizt val á hæstaréttar-
dómurum. Bjarni hefur skipað
einn hæstaréttardómara. Hann
valdi flokksbróður sinn, Lárus
Jóhannesson. Óþarft er að
rekja þá sögu frekara.
Sæmd íslands.
Til þess að draga athyglina
frá því, hvernig Bjarna tókst
valið á hæstaréttardómaranum,
segir hann nú í öðru orðinu,
að Hermanni Jónassyni hafi
mistekizt, er hann skipaði Giz-
ur Bergsteinsson í Hæstarétt.
Bjarni endurtekur það í
Reykjavíkurbréfinu, sem hann
hefur áður sagt á Alþingi, að
það hefði verið og væri sitt
álit, að það hefði verið betra
fyrir Hæstarétt og betra fyrir
sæmd fslands, að Hermann
hefði ekki skipað Gizur Berg-
steinsson í Hæstarétt árið 1935,
heldur Magnús Guðmundsson,
sem einnig sótti um embættið.
Til þess að geta haldið þessu
fram, verður Bjarni að gera
sjálfan sig að ómerkingi, sem
ekkert skeyti um sæmd fs-
lands. Bjarni átti nefnilega
sæti í þeirri dómnefnd, sem
fjallaði um hæfni þeirra, er
sóttu um hæstaréttarembættin
1935. Néfndin mælti einróma
með því, að Þórður Eyjólfsson
fengi annað embættið, en lagði
þá Gizur Bergsteinsson og
Magnús Guðmundsson að jöfnu,
þ. e. taldi þá báða hæfa, en
gerði ekki upp á milli þeirra.
Hafi Bjarni álitið þá, eins og
hann heldur fram nú, að það
_________________________7
væri betra fyrir sæmd ís-
lands að skipa Magnús, átti hann
vissulega ekki að skila slíku
áliti. Það sýnir, að hann er
lélegur varðmaður, þegar
sæmd íslands er annars vegar.
Glámskyggni hæsta
réttardómarinn.
Það hefur að vonum vakið
mikla furðu, að forsætisráð-
herra skuli taka svo sterkt til
orða um hæstaréttardómara, að
það hefði verið betra fyrir
sæmd íslands, að annar hefði
hlotið embættið. Enginn ann
ar forsætisráðherra í sið-
menntuðu landi myndi haga
orðum sínum á þann veg. Það
er ekki ofsagt, að Bjarni Ben-
diktsson sé að verða frægur
fyrir það með hvaða hætti hann
kynnir Hæstarétt bæði innan-
lands og utan. Síðastliðið sum-
ar var haldin hér stúdentaráð-
stefna á vegum Atlantshafs-
bandalagsins og sóttu hana
stúdentar víða að. Á þessari
ráðstefnu flutti Bjarni Bene-
diktsson erindi um alþjóðleg
lög og notaði það tækifæri til
að kynna Hæstarétt með alveg
sérstökum hætti. Hann komst m.
a. svo að orði, að einn ágætur
vinur sinn, sem væri dómari í
Hæstarétti íslands, hefði verið
svo glámskyggn, að hann hefði
talið á þeim tíma, þegar réttar
höldin gegn andstæðingum Stal
íns stóðu sem hæst, að mann
réttindi og lýðræði stæðu orð-
ið á traustum grunni í Sovét
ríkjunum!
Enski textinn.
Umrædd ræða Bjarna Bene-
diktssonar var flutt á ensku.
Svo að eigi verði haldið fram,
að hann sé rangtúlkaður, þykir
rétt að birta hér umræddan
kafla úr ræðu Bjarna, eins og
hann flutti hann á enskri
tungu:
„It is unvoidable that people
should ask what use and for
what good it is when States
sign high-flown declarations of
human rights which they have
little will and less means of
fulfilling in their home countr
ies. I recall when an old and
venerable friend of mine, an
Icelandic Supreme Court
Judge, said to me about Stalin's
constitution for the Sovét Un-
ion just about the time when
the infamous Moscow trials
were in their climax, that it
seemed to him that human
rights and democracy had be-
come pretty well established in
the Soviet Union. I understood
these wprds of my excellent
friend as a sign of the fact
that he was no longer in suffic-
iently close touch with real-
ity. But since this happened to
an experienced, highly intelli-
gent and benevolent judge,
then what would happen to
those less qualified for factu-
al evaluation“.
Finstæð slúðursaga
Flestar líkur benda til þess,
að Bjarni hafi búið til söguna
um hinn glámskyggna hæsta-
réttardómara til þess að gera
mál sitt áhrifameira í eyrum
hinna erlendu áheyrenda. Þeir
Framhald á bls. 1L