Tíminn - 18.12.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. desember 1965
TÍSVIINN
27
Vistaskortur var mikill í borginni. Vistabirgðir voru á þrot-
um, og bæjarmenn sultu og nú höfðu bætzt við um tvö
þúsund arabískir hermenn og tyrkneskir fangar. Borgin var
í rústum, skothríð brezku og frönsku herskipanna hafði
séð fyrir því, senditæki væru engin í bænum, því var ekki
hægt að biðja um birgðir frá Egyptalandi með fjarskipta-
tækjum. Því var ekki um annað að ræða, en Lawrence
færi sjálfur ríðandi á úlfalda til Suez til þess að fá vistir
sendar með skipi, þetta var hundrað og fimmtíu mílna
leið yfir eyðimörk. Þetta voru mögur laun fyrir undan-
gengið erfiði. Það var ekki um annað að ræða, úr því sem
komið var, tuttugu þúsund pundin, sem þeir höfðu flutt
með sér frá Wejh, voru eydd og engir peningar til, sem
nota mátti til þess að múta hermönnunum með til að þeir
yrðu kyrrir. Ef hann fengi hvorki gull né vistir, myndu
Bedúínarnir hverfa smám saman út í eyðimörkina, og hann
myndi að lokum sjá þannig af öllum hernum, og þar með
hefði hann aftur tapað bænum, sem hann hafði haft #vo
mikið fyrir að vinna og auk þess væri þá loku skotið fyrir
frekari herferðir norður á bóginn.
Áður 'en Lawrence lagði af stað var ákveðið að Auda
sk.vldi halda til Guweira til þess að tryggja varnir land-
leiðarinnar til Akaba, einnig skyldi hann skipa setuliði í
Petra, sem var gömul höfuðborg Nabata, tuttugu mílum
fyrir norðan Akaba, hann skyldi skipa tvo aðra staði setu-
liði. Nasir átti að hressa upp á varnarvirki borgarinnar og
gæta fanganna, sem voru að verða uppreisnargjarnir vegna
matvælaskortsins.
Lawrence hélt nú af stað ásamt átta Howeitatmönnum í
það ferðalag, sem mátti teljast til mestu afreka hans, hann
var úrvinda af þreytu strax í upphafi ferðarinnar. Hann
hafði venjulega lagt upp í ferðir nokkurn veginn úthvíldur,
en því var ekki fyrir að fara nú. Þrátt fyrir þetta tókst
honum að fara þessar hundrað og fimmtíu mílur á fjöru-
tíu og níu tímum og aðeins hvílzt einu sinni.
Lawrence náði brezku stöðinni Shatt, Asíumegin við
Suezskurðinn beint á móti Suez, en stöðin var yfirgefin.
Hann fann tíma eftir nokkra leit og bað um aðalstöðvarn-
ar i Suez til þess að biðja um að bátur yrði sendur eftir
þeim yfir skurðinn. Skrifstofumaður svaraði og sagði að
hann hefði ekki umboð til þess að senda bát, Shatt hefði
verið yfirgefinn sökum farsóttarhættu og honum var bent
á aðra skrifstofu. Þar var svarað að enginn bátur væri til-
tækur eins og væri. Þeir skyldu sjá til á morgun. Það var
níðangurslegt að verða að hanga í þessu pestarbæli aðeins
vegna þess að nokkrir skrifárar settu sig á háan hest og
röfluðu um reglur og fyrirmæli, hann hafði hugsað sér
að fá sér gott bað og hrein föt eftir fjögurra mánaða ferð
um auðnirnar, og þegar hann sá hilla undir þessi frum-
stæðustu þægindi varð hann að hanga þarna vegna stirð-
busaháttar nokkurra skrifstofumanna. Hann varð fjúkandi
vondur. Hann reyndi víðar og loksins kom símamaðurinn
honum í sambandi við liðsforingja í aðalstöðvunum sem
reyndist vera gamall vinur Lawrence úr hernum.
Lawrence tók lestina til Ismalía í Suez, meðan hann beið
þar eftir sambandi við Kairó, hitti hann Wemyss aðmírál,
sem var á leiðinni til Súez ásamt fleiri fyrirmönnum. Þarna
fékk hann tækifærið til þess að tryggja það að vistirnar,
sem hann hafði beðið um í Súez urðu örugglega sendar
til Akaba. En það var annað að sjá aðmírálinn eða ná tali
af honum eins og útlit Lawrence var, þrátt, fyrir baðið, leit
hann út eins og betlari, í snjáðum Arabaklæðum og á il-
skóm minnsta kosti í augum aðstoðarmanna Wemyss.
„Ekki troða sér,“ sagði sveittur hávaxinn liðsforingi á
hryllilegri arabísku. Þegar Lawrence mótmælti á ensku,
svaraði hann. „Hver ertu? Ertu ræningi frá Montenegró?
Lawrence svaraði: „Herráðsforingi í her Hússeins af
Mekka,“ þetta svar vakti almennan hlátur.
„Aldrei heyrt um þann her,“ svaraði sá sveitti.
„Þér munuð frétta af honum bráðlega,“ svaraði Lawrence
lágt.
Nú snéri Wemyss sér við og sá gestinn,: Hann .minntist
þess þegar hann neitaði brezkum liðsforíngja að stíga á
skip sitt í Arababúningi, hann þekkti hann strax.
„Þér komnir aftur,“ sagði hann vinsamlega, Lawrence f
gekk til hans og eins og venjulega gleymdi hann að heilsa |
að hermannasið. Fylgdarlið aðmírálsins varð furðu lostið. |
C The New Amerlcan Llbrarv fi
í LEIT AD ÁST
til að ná í áætlunarvagnana sem
stóðu við gangstéttina. Margar
stúlknanna tóku eftir Guy, því
að hann var hinn gjörvulegasti
hvar hann stóð hjá rennilegum
sportbílnum.
Fíóna kom brosandi til hans.
— Ég er alveg undrandi yfir
allri þessari fólksmergð, sagði
hann, — mér datt ekki í hug að
þú ynnir hjá svona stóru fyrir-
tæki.
— Þetta er heill heimur út af
fyrir sig, sagði Fíóna og gekk
að bílnum. Guy tók utan um hana
og í sömu r.iund kom Peter auga
á þau hvar hann sat í bílnum
sínum og beið þess að komast
leiðar sinnar. Fíóna örugg og
glæsileg eins og fyrri daginn, Guy
hávaxinn og útitekinn og horfði á
hana fullur aðdáunar og svo brun
aði bíllinn af stað með ofsahraða.
Þegar þau höfðu snætt hádegis
verð saman fóru Fíóna og Guy af
stað til að ná í Fredu og frú
Healev Fíóna hafði sagt Guy frá
þeim en samt varð hann undr-
andi pegar hann sá litla húsið í
ömurlegri götunni. Hann hjálpaði
ELANORFARNES
frú Healey kurteislega inn í bíl-
inn og ók miklu hægar en hann
var vanur, en að öðru leyti hafði
hann engan áhuga á þeim. Freda
fann það og leið illa.
Þau komu til litla hússins í
glampandi sólskini. Fíónu fannst
fullt eins gott að Guy biði í bíln-
um meðan hún gekk inn með
Fredu og móður hennar. Frú
Brookes bauð þær hjartanlega vel
komnar og vísaði þeim inn í ljóm
andi notalega stofu með fallegu
veggfóðri og blómum í vösum.
Vatnið er alveg við suðu, sagði
frú Brookes. — Ég veit það er
kannski í það fyrsta að drekka
te en hver þiggur ekki tesopa,
hvernig lízt ykkur á það?
Allar vildu gjarnan fá tesopa.
— En hvað segir þá vinur yð-
ar? spurði frú Healey áhyggjufull.
— Hann getur beðið, sagði Fí-
óna léttilega. — Hann er ekkert
gefinn fyrir te svo að honum er
óhætt þangað til við komum
heim til Ingledon. Hún brosti til
frú Brookes. — Mig langar að
sýna Fredu og frú Healey garðinn
og litla lækinn og brúna sem mað
urinn yðar sálugi byggði handa
okkur, þegar við vorum litlar. Við
létum frú Brookes aldrei í friði,
sagði hún við Fredu. Hún hafði
alltaf svo góð jarðarber i garð-
inum sínum, og svo bakaði hún
einhverjar gómsætustu hunangs-
kökur, sem ég hef bragðað.
Hún lét Guy vita af því að hún
yrði nokkra stund og síðan gekk
hún með Fredu um garðinn með-
an frú Healey hvíldi sig. Freda
var stórhrifin af öllu sem fyrir
augun bar og hlakkaði til að
eyða heilli viku á þessum skemmti
lega stað. En hún fann til nokk-
urra sektar gagnvart unga mann-
inum og var því næstum fegin,
þegar Fíóna kvaddi og fór. Þegar
hún kom inn og fór að spjalla
við frú Brookes sagði hún henni
að allir byggjust við að Fíóna
giftist unga manninum.
Guy var -annarlega orðinn óþol
inmóður Fmna rakst á hann þeg
ar hún kom gangandi eftir stígn
um heim að Ingledon. Þau gengu
kringum húsið og út að verönd-
I inni, þar sem f jölskyldan var sam
' ankomin.
i — Það var aldeilis eilífðar-
tími sem þú varst í burtu nöldr-
aði hann.
I — Og hvað með það? Fer ekki
| ágætlega um þig?
— Ég skil ekki hvernig þú
nennir að umgangast svona fólk,
! sagði Guy.
Fíóna svaraði ekki. Það liðu
nokkrar sekúndur áður en hon-
! um var ljóst að hann hafði talað
illiiega af sér. Han leit spyrjandi
, á hana og skildi strax að þetta
hafði verið klaufalega sagt. And-
j lit hennar var svipbrigða-
! laust. Hún hafði lengi verið smeyk
j við að særa Guy en nú var hún
j það ekki lengur, Guy vílaði sann-
j arlega ekki fyrir sér að særa aðra.
j — Fíóna sagði hann biðjandi.
j — Hvens konar fólk, sagði hún
i hvasst.
j — Elskan, ég var bara óþolin-
móður, vegna þess að mig lang-
aði að vera einn með þér. sagði
hann.
— Freda Healey er vinkona
: mín, sggði hún og ég dáist mjög
að henni.
j Svo gengu þau upp á verönd-
ina, þar sem meðlimir fjölskyld-
unnar ræddu brúðkaupsundirbún
: ing af mestu ákefð.
j
9. kafli.
1 Einn mánudagsmorgun kom
,Fíóna á skrifstofuna og sá Fredu
j á sínum stað í móttökunni aftur.
í Freda var hress og blómleg og
j úthvíld eftir leyfið. Hún heilsaði
Fíónuglaðlega.
— Ó, Fíóna, ég hef haft það
; alveg dásamlegt! Og það bezta
j af öllu er, að mamma kunni svo
vel við sig. Hún þreytist ekki á
að tala um það — ég veit að
'þessi vika verður aðalumræðuefni
okkar um langa framtíð. Við fáum
ekkí nógsamlega þakkað þér,
i Fióna.
n
— Þið hafið þegar þakkað mér
nóg.
— Þetta var svo stórkostlegt.
Og gaman að hitta fjölskyldu þína
og sjá þig heima hjá þér. Hvemig
þú ferð að því að koma hingað
og vinna hér, er skilningi mínum
ofvaxið. Ég hef aldrei séð jafn
dásamlegt heimili á ævi minni.
Fíóna hló.
— Þú mátt vera viss um að þú
ert alltaf velkomin, sagði hún.
Þær borðuðu saman hádegisverð
á matstofunni og Freda hélt
áfram að spjalla glaðlega um
ýmsa viðburði vikunnar.
— Þú ert kannski orðin hund-
leið á þessu tali í mér, sagði hún
afsakandi, en ég er svo glöð hvað
vel þetta tókst vegna mömmu. Og
hún og frú Brookes urðu þessar
perluvinkonur! Frú Brookes sagði
að hún væri líka dálítið einmana
og yfirgefin, þótt hún hefði út-
varpið. Sérstaklega á veturna. Svo
spurði hún, hvort við vildum ekki
heimsækja hana um jólin og þótt
það séu margir mánuðir þangað
til er mamma strax farin að
hlakka til.
Freda hélt áfram að skrifa. Og
meira að segja meðan hún vann
þennan dag leituðu hugsanir
hennar aftur til sumarleyfisins.
Hún hafði heldur aldrei getað
ímvndað séT, að fólk, sem bjó við
slíkar allsnægtir sem Chard fjöl-
skyldan, gæti verið svona blátt
áfram og teprulaust fólk. Það
var reglulega gott að uppgötva að
svona fólk var til.
Áður en hún fór heim gekk hún
inn á snyrtiherbergið til að þvo
sér og snyrta sig eins og flestar
skrifstofustúlkurnar gerðu. Þar
var hópur fyrir, mas og hlátur
alls staðar. Hún ruddi sér braut
að vaskinum með handklæði sitt
og brosti til stúlkunnar, sem næst
stóð. Skyndilega heyrði hún á
tal nokkurra stúlkna og ^in af
éldid vélriturunum jsagði:
11 — MAr hof.i-' {„ndizt
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 18. oesember
Morgunútvarp 12.00 Hádegisút-
varp 13.00 Óskalög sjúklinga
Kristin Anna Þórarinsdóttir
114.30 1 viku-
lokin. þáttur
undir stj Jónasar Jónassonar.
16.00 Veðurfregnir 17.00 Fréttir
Fónninn gengur Ragnheiður Heið
reksdóttir kynnir nýjustu dægur
lögin. 1735 Tómstundaþáttur
barna og unglinga. Jón Pálsson
flytur 1800 Barnatimi: Upplestur
úr tveim nýjum bókum 18.20
Veðurfregnir. 18.30 Söngvar í
léttum tón 18.45 Tilkynningar
19.30 Fréttir 20.00 Bókakvöld
Lesið úr nýjum bókum, og leikin
lög þess á milli a. Vilhjálmur Þ.
Gíslason les úr Reykjavíkurbréf
um, í útgáfu Finns Sigmundsson
ar. b. Lárus Pálsson les úr ljóða
bók Þorgeirs Sveinbjarnarsonar.
Vísum um drauminn. c. Andrés
Björnsson les úr sjálfsævisögu
Vilhjálms Stefánssonarv d. Gunn
ar M. Magnúss les úr bók sinni:
Árin, sem aldrei gleymast e-
Guðbjörg Jónsdóttir les úr skáld
sögunni „Leik örlaganna" eftir
Sigrid Undset. f. Jónas St Lúð
víksson les úr bókinni „Hafrót og
holskeflur". sem hann hefur þýtt
og endursagt g. Sveinn Einars
son les úr formála sínum að
Tveimur leikritum eftir Jökul
Jakobsson. h. Vilhjálmur Þ.
Gíslason les úr Kvæðakveri Sig
hvats skálds Þórðarsonar i.
Andrés Björnsson les úr for
mála Björns Th. Björnssonar
fyrir bókinni „Steinar og sterkir
litir“ j. Stefán Jónsson les úr
Syrpu Halldórs Péturssonar. 22.
00 Fréttir og veðurfregnir 22.10
Danslög. 24.00 Dagskrárlok.