Alþýðublaðið - 09.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.07.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áþ.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaidi Hjálm- •arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Heiman^ert og heimafengið ÍSLENZKUR iðnaður hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og er að ýmsu leyti orðinn samkeppnisfær við erlenda framleiðslu, þó að sitthvað standi enn eðlilega til bóta. Almenn- ingur gerir sér þetta ljóst. Fólk velur-ekki síður íslenzka framleiðslu en erlenda, þó að auðvitað sé ekki úr sögunni sú minnimáttarkennd, að ein- hverjum finnst allt bezt, sem frá útlöndum er komið. En þetta mun nú ekki síður sök framleið- enda en kaupenda. Og við þessa minnimáttar- kennd þurfum við að losna. Sannarlega nær engri átt, þegar getið er í skyn, að íslenzk framleiðsla sé erlend að upp- runa, og slík sölumennska getur varla orðið far- sæl. Hér ber að meta gæði vörunnar ein. Og minnimáttarkenndin er með öllu óþörf eftir að íslenzk framleiðsla hlýtur að teljast samkeppn- isfær. Þá er sjálfsagður hlutur að styrkja ís- lenzka framleiðslu. Og þennan gleðilega árang- ur má ekki veikja með því að setja erlend vöru- merki á íslenzka framleiðslu. Þetta þarf hins vegar ekki að gera að æs- ingamáli. Það, sem úrslitum ræður er, að íslend- ingar kunni að meta íslenzka framleiðslu, ef hún svarar kröfum gæða og tízku. Minnimáttar- kenndin á að víkja fyrir fögnuði þess, sem vel er gert. Utanfarir íslendinga ÍSLENDINGAR eru miklir ferðamenn heima og heiman og hópast til útlanda ár hvert. Slíkt er að ýmsu leyti gleðilegt, þó að kostnaðarsamt sé fyrir samfélagið. Þjóðin verður víðsýnni og menntaðri af þessum ferðalögum auk þess sem þau eru ógleymanleg skemmtun, ef vel tekst til. Hins vegar skortir allmikið á, að íslendingar kunni að skipuleggja utanferðir sínar. Er þá ekki einungis haft í huga, hvert sé farið, þó að miklu máli skipti, heldur einnig og ekki síður hvenær ársins íslendingar fara í siglingar. í því efni gætir of oft handahófs. íslendingum hentar bezt að fara utan á vorin og haustin til að veðráttubreyt- ingin reynist. ekki óþægileg. Þannig verða þeir sér úti um dýrmætan sumarauka, sem er ómet- anlegur fólki í norðlægu landi. Ennfremur ber þess að minnast, að með þessu ’móti njóta íslendingar síns íslenzka sumars, sem .óyíða á sinn líka, þó að stutt sé og stopult. Og því skyldi enginn fórna fyrir óþægindin, sem bíða ■Islenöinga í þeim löndum í suðri, austri og vestri, ;þár sem brennheitt verður í júní, julí og ágúst. L . . : '■ ? Jý ■ Flakarar og pökkunarsfúlkur óskast strax. Hraðfryslihúslð Frosí h.f. Hafnarfirði. — Sími 50165, Reykjavík, 6. júlí 1959. Kæri vinur! SUMARKOSNINGARN- AR eru gengnar um garcS og æfingarnar fyrir lands- leikinn í haust naumast byrjaðar. Ég ætla hér ekki að ræða stjórnmál í venju- legum skilningi, en vík hins vegar nokkrum orð- um að tveimur málum, sem komu við sögu kosn- ingabaráttunnar. Annað er atferli íslenzkra stjórnmála manna, hitt menningarvið- horf dreifbýlisins frá sjón- arhóli kjördæmamálsins. ÞRÓUN í RÉTTA ÁTT. Því er oft haldið fram, að íslenzkjr stjórnmála- menn berjist ekki nógu siðmennilega. Sú ásökun er síður en svo tilefnislaus. Samt er ljúft og skylt að þakka, að íslenzk stjóm- málabarátta þokast aug- sýnilega á hærra menning- arstig. Persónulegar árásir einkenna hana ekki í lík- ingu við það, sem var í gamla daga. Blöðin eiga sinn þátt í þessari breyt- ingu. Ritstjórarnir líta ekki framar hver á annan sem óþokka eða illmenni. Ég segi ekki, að við gefum andstæðingi iðulega rétt og viðurkennum annars mál- stað, en vopnaburðurinn er orðinn samkvæmt skapleg- um leikreglum, þó að allt- af séu einhverjar leiðin- legar undantekningar. Þró- un þessara mála sígur í rétta átt, en hér skiptir al- menningsálitið sannarlega miklu. íslendingar hneyksl ast á ódrengilegum bar- áttuaðferðum, en þeir verða að koma þeirri af- stöðu sinni á framfæri. Þá munu hvatvísir stjórnmála menn og öfgafullir ritstjór- ar láta fordæminguna sér að kenningu verða. Auðvitað nær engri átt, að stjórnmálabaráttan þurfi að einkennast af níði og brigzlum. Slíkt harð- fylgi er naumast sigur- stranglegt á íslandi lengur. En almenningsálitið ræður þeim . úrslitum, hvort gengi stjórnmálabarátt- unnar hækkar eða lækkar með þjóðinni. Almennur kjósandi hefur mikið vald í þessu efni, ef hann gerir sér það ljóst og beitir því. FORTÍÐIN OG NÚTÍMINN. Kj ördæmabrey tingin varð mesta hitamál kosn- inganna, enda við að búast. Margir létu tilfinningarnar ráða afstöðu sinni í því efni. Rómantíkin virtist meira að segja rísa upp frá dauðum. Kunnur rithöf- undur lét þess til dæmis getið í blaðagrein, að skáld okkar og listamenn reki ættir sínar til fólks, sem byggt hefur útnes og af- dali, og þess vegna ættu gömlu kjördæmin að hald- ast — ella væri íslenzk saga og menning í hættu. Þetta hefur ýmislegt til síns máls frá sjónarmiði fortíðarinnar, en viðhorfin í dag eru allt önnur. Marg- ar þessar sögufrægu byggð ir eru löngu komnar í eyði, en menning þeirra og saga lifir enn í landinu. Fólkið í þéttbýlinu á íslandi á flest rætur sínar að rekja til sveitanna. Og menning og saga glatast ekki við bústaðaskipti. Kennari í Hafnarfirði getur verið ó- líkt meiri Þingeyingur en bóndi norður í Bárðardal. Hér kemur til sögunnar sami sannleikur og felst í þeim orðum, að ísland hafi kannski hvergi verið elsk- að heitar en suður í Kaup- mannahöfn og vestur í Ameríku. Sagan og menn- ingin stækkar iðulega í spegli endurminningarinn- ar eins og skáldskapurinn. En reynum að gera þetta tilfinningamál að stað- reyndatali. Hvernig horfir þá saga okkar og menning við kjördæmabreyting- unni? AB HEIMAN OG HEIMA. Nú elur einn af hverjum fjórum íslendingum aldur sinn í raunverulegu dreif- AFTUR TIL ÚTLANDA. Um miðjan júlí heldur hann til Danmerkur og tekur þá kvik mynd á vegum dönsku norrænu félaganna, en síðár fer hann tíl Noregs, þar .sem hann fullgerir kvikmynd frá Noregi, sem hánn hefur unnið að: undanfarip tvö ár. Um. míðjan ágúst kgmur hann héim áftúr og hyggst þá fára. í sýningarferðalag úin lánS ið með þessa .litkvikmynd. frá Noregi ásamt kvikmvndinni, sem hann tók nú í Breiðafjarð- areyjum. Áður en hann fer til Dan- merkur sýhir hann enn hér heima þaer myndir, sem hann sýndi í fyrra frá Finnlandi og fleiri stöðurii. Fer hann nú þang að, sem horium vánnst ekki tími til að fará í fyrra. Fyrsta sýn- ingin verður- í Vestmannaeyj- um n.k. -fimmtudagskvöld, 9. júlí; • -, KJARTAN Ö. BJARNÁSON er riýkoriiinri heiin úr sýningar- ferð um Nöreg. Þar hefur hariri sýnt kvikmyndina Sofskinsdag- ar á Islandi í allan vetur við frábæra aðsókii. líefur hannt riri sýnt þéssa mynd um öll Norð- urlönd meir eri 2000 sinnum á siðustu -7; árurii. V : ;. Sýndi Kjartan fyrstu áriii á veguiri norrænu félaganna, eri nu síðar á yegum Fölkeakadcmí unriár í Nórégi, én það er nokk- urs konar ungmennafélagasam- band. Strax og hann kom heim brá hann sér vestur til Breiðaf jarð- areyja og þar hefur hann að undanförnu unnið að kvikmynd un bæði af-:dýralífi í eyjurium eg einæhefur hánn myndaðiáU vinnulíf eyjaskeggja, Yar hann mjög heppinn riiéð véður og verður þetta því góð viðbót við Sólskinsdaga á íslandi. - ■í&iMíí* býli. Dettur nokkrum í hug, að sá hhjti þjóðarinn- ar einn varðveiti sögu og menningu íslendinga? Mér kemur ekki slíkt til hugar. Menningin lifir góðu lífi í þéttbýlinu. Skáld okkar og listamenn taka sér ból- festu í Reykjavík, en muna samt átthaga sína og land- ið allt. Unga kynslóðin í bæjunum leggur af mörk- um nýja menningu. Þann- ig heldur íslandssagan á- fram að gerast, og kjör- dæmabreytingin hefur varla háskalegri áhrif á gang hennar en hvert ann- að umdeilt nýmæli líðandi stundar. Ég þekki vel og met mik- ils menn eins og Þórodd Guðmundsson, Indriða Indriðason og Þóri Bald- vinsson, sem allir hafa mælt gegn kjördæmabreyt- ingunni af ræktarsemi við átthaga sína og menningu þeirra. En þeir ættu að vita betur en þeir láta í veðri vaka. Enginn þeirra hefur týnt Þingeyingnum úr fari sínu með búsetu á Suðurnesjum. Og Guð- mundur heitinn á Sandi orti ekki betur en synir hans af því að hann var bóndi norður í Þingeyjar- sýslu. Stephan G. Step- hansson missti ekki skáld- gáfuna við að flytjast úr Þingeyjarsýslunni og Skagafirðinum. Við mörk- um naumast menningu og skáldskap bás eins og að hlaða grjótgarð eða strengja gaddavír milli staura. Þetta ætti að vera óþarft að rökræða við aðra eins menn og Þórodd, Ind- riða og Þóri. Þeir gera sér vafalaust grein fyrir þeirri staðreynd, að þingeysk menning er í dag meiri að heiman en heima. Hún er eins og fjöllin, sem fjar- lægðin gerir blá. Menning- in verður áhrifaríkust og ógleymanlegust ' í endur- minningunni. NÝTT JÁRNTJALD. Ég sendi þér þessa grein- argerð afstöðu minnar af því að við höfum • báðir flutt burt úr átthögum okk- ar og þekkjum þess vegna viðhorfið, sém úm ræðir.. Gg mér eru átthagar mínir og forfeðra minna ,svo- kærir, að ég vil sögu þeirra og menningu sem mesta og • beztá. En Suðurland smækkar sannarlega ekki. 1 þéssum skilningi við kjör* dæmabréytinguna. Það, verðúr eins og það var riema hvað allt fólkið. í þeim blessaða landshluta . nýtur sama réttar við kjör- borðið. Menn annarra hér- áða geta svo svarað fyrir sig. Tilfinningamar eru góðar, ef ríki þeirra liggur. að landi skynseminnar og þar er ekkert járntjald á. milli. En í kjördæmamál- inu hefur nýtt járntjald verið hlíf Framsóknar- ’ flokksins í vonlausu varn-. arstriði. Þinn einlægur i - • Heígi Sæmundsson. - 4 9. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.