Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 4
Verðlaunaheit.
Hérmeð auglýsist, að deild hins íslenzka Bókmenta-
félags í Kaupmannahöfn hefir á fundi sínum 11. okt. 1904
ályktað að heita þrens konar yerðlaunum fyrir 3 liinar
beztu skáldsögur eða leikrit með efni úr íslenzku nútíðar-
lifi eða sögu þjóðarinnar, sein berast stjórn deildarinnar
fyrir 1. jan. 1906 og dæmd eru verð verðlaunanna af 3
manna dómnefnd, er þannig sé skipuð að 2 þeirra séu
kosnir á almennum fundi, en 1 tilkvaddur af stjórn henn-
ai'. Handritin eru eign höfundanna, en deildin áskilur
sér útgáfurétt til þeirra gegn venjulegum ritlaunum. Þeir
einir geta kept um verðlaunin sem hafa verið eða eru
orðir meðlimir félagsins fyrir árslok 1905.
Yerðlaunin eru þessi:
1. verðlaun: 300 kr. (200 kr. í peningum og 100 kr. í
bókum og uppdráttum félagsins, eftir eigin
vali þess, er verðlaunin hlýtur).
2. verðlaun: 200 kr. (100 kr. í peningum og 100 kr. í
bókum og uppdráttum).
3. verðlaun: 150 kr. (50 Kr. í peningum og 100 kr. í
bókum og uppdráttum).
Handritin skulu send forseta deiídarinnar og vera
nafnlaus, en merkt einkunnarorðum. Nöfn höfundanna
skulu fylgja með í lokuðum umslögum, er merkt séu sömu
einkunnarorðum og handritin.
Deild hins íslenzka Bókmentafélags í Kaupmannahöfn
30. okt.'1904.
Valtýr Guðmundsson,
p. t. forseti.
Magnús Benjamínsson
Veltusund 3 Reykjavík
hefir ávalt til sölu: vasaúr, stundaklukkur,
úrfestar, kíkira, loftvogir, hitaniæla
sauinavélar, reiðhjól, vasahníia og fieira
Alt með lágu verði eftir gæðum.
•I_______ _____—iz»i
BÓKA- 0G PAPPÍRSVERZLUN L. S. Tómassonar á Seyðisfirði
hefir jafnan nægar birgðir af allflestum isl. bókum og alls konar rit-
föngum, góðum og ódýrum. Orgelbarmonía, verðlaunuð, bljómfögur,
vönduð og ódýr og ýms önnur hljóðfæri fást pöntuð; sömul. útl. bækur.