Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 3

Skírnir - 01.01.1906, Page 3
Hver seiur bezt og- ódýrast? Eg hef áður prentað samanburð á orgelverði mínu og tveggja aunara orgelsala hér á landi, og sýnt að þeir selja ódjrustu orgel sín ca. 25—40 „prósent“ dýrari en eg sel orgel af sambærilegri tegund, Og het'ir þeim samanburði ekki verið hnekt. Söluverð annara orgelsala á Norðurlöndum er nokkuð svipað verði þessara tveggja ofangreindu. Allir auglýsa þeir þó, að sín orgel séu ódýrust og bezt, og telur einn sér þetta og annar hitt til gildis. Einn segist gefa kaupendunum reikninga frá verksmiðjunni. Þeir reikningar eru samhljóða preutuðu verðlistaverði, en af því verði fær umboðsmaðurinn ca. 40 prósent afslátt hjá verksmiðjunni. Sami telur einnig til, að ekki þurfi að borga hljóðfæri sín fyrri en við móttöku. En er þá ekki kaupendunum betra að taka missiris ián fyrir ca. 3 prósent og kaupa hjá mér, heldur en að fá missiris umlíðun á hljóðfærunum, sem eru minst 25—40 prósent dýrari? Sami kveður sín orgel bezt allra, og segir að þau hafi einu- sinni fengið hæstu verðlaun í Svíþjóð (Svíþjóð er álíka fólksmörg og eitt meðal-ríki í Bandaríkjunum). Nú hafa orgel mín ekki aðeins fengið hæstu verðlaun í fjölda mörgum ríkjum og í stór- veldunum, heldur einnig á alheimssýningunum- Sami segir einnig, að píanó sín séu bezt, og styður þá sögu með 4 vottorðnm — úr Reykjavík. Um mín píanó, sem kosta frá 520—1150 krónur, get eg sagt hið sama sem um orgel mín hér að ofan, en auk þess hafa heimsfrægir snillingar, svo tugum skiftir, lokið miklu lofsorði á þau, t. d. Liszt, Rubin- stein, Fr. Lachnov, Sousa, Pablo de Sarasate, Georg Henschel, Adelina Patti, Jean de Reszke, osfrv. osfrv. Mörgum kaupendum þykir óhæfilegur krókur að senda pöntun norður á Þórshöfn; en tíu mánuði ársins veldur það þó ekki meira en mánaðar drætti að meðaltali. Orgel mín eru betri, stærri, sterkari og úr betri við en sænsk, dönsk og norsk orgel, og miklu ódýrari eftir gæðum en nokkur orgel af sambærilegri tegund, sem seld eru á Norðurlöndum. Píanó mín eru einnig ÓdýrUSt allra eftir gæðum- Prestum og öðrum forráðamönnum kirkna vil eg benda á kirkjuorgel mín. Verðlista með myndum ásamt upplýsingum fær hver Sem óskar ÞORSTEINN ARNLJÓTSS0N Þörshöfn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.