Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 3

Skírnir - 01.04.1906, Side 3
Sldrnir. J a i) a n. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að frægð og framfarir Japans eru nú á hvers manns vörum, enda eru þess tæpast dæmi í allri sögu mannkynsins, að þjóð hafi tekið svo miklum þroska og bráðum framförum á örfáum árum sem Japanar. Um miðja síðastliðna öld var landið litt þekt, útlendingum voru bönnuð öll viðskifti og verzlun við það, en sjálfum landsmönnum var ekki leyft að byggja haffær skip eða fara af landi burt. Að vísu var þar forn þjóðmenning og hún á allháu stigi, gamlar bókmentir, skáld og listamenn, en þjóðin var þó orðin aftur úr líkt og Kínverjar og flestar verklegar framfarir vesturþjóðanna voru með öllu ókunnar. Járnbrautir, gufuskip, ritsímar, talsímar, verksmiðjur, almennir skólar og annað því líkt, alt mátti það heita óþekt og ónotað. Iðnaðurinn var gamaldags heimilisiðnaður, þó snildarlegur væi’i hann að ýmsu leyti, og í flestu smíði voru Japanar litlu fróðari þá en vér erum nú. Þeir kunnu t. d. ekki að steypa járn eða vinna það í stærri stíl. Ofan á alt þetta bættist, að landið mátti heita fátækt og vinnulaunin afarlág. Þó ólíku sé saman að jafna, þá svipar þessu ástandi til þess sem verið hefir hjá oss Islendingum. Reyndar höfum vér ekki með lögum einangrað oss frá umheimin- um og framförum mentaþjóðanna, en afstaða landsins, erlend kúgun og vesalmenska sjálfra vor hafa haft rík áhrif í sömu átt og valdið því að vér höfum orðið aftur úr í ótal greinum, einkum verklegum fræðum, þrátt fyrir það, að gömul siðmenning hefir þrifist hér og framleitt margt virðingarvert í skáldskap og bókmentum. 7*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.