Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 35

Skírnir - 01.04.1906, Page 35
Sldrnir. Japan. 131 mann. Ef miðað er við gjaldþolið, þá bera Japanar senni- lega þyngri byrðar en vér. Af eiginlegum sköttum og tollum koma í Japan 7—8 kr., en á Islandi 6—7 kr. Af þvi sem hér er sagt má sjá, að ríkissjóðsgjöld Japana hafa lengst af verið mjög lítil og eru en stórum lægri en tiðkast í Norðurálfulöndunum — þrátt fyrir allar framfarirnar. Þegar endurbótaöldin hófst og keisari tók við völd- unum voru ríkissjóðstekjunnar bæði litlar og óvissar. Tekjurnar hrukku að eins til þess að borga ljxo af nauðsynlegum útgjöldum og fyrir 9/10 voru gefnir út óinnleysanlegir seðlar. Það var því undinn að því bráður bugur að auka tekjur ríkissjóðs og koma þeim í fast horf. Sama verkefnið lá og fyrir oss. þegar fjár- hagur íslands og Danmerkur var aðskilinn og vér urðum að bæta úr flestum nauðsynjum vorum sjalflr. Fróðlegt er það að sjá liversu Japanar hafa aukið tekjur ríkissjóðs- ins og hver er helzti munur á þeirra aðferð og vorri. Yfirleitt er munurinn lítill. Framan af var að vísu ábúðarskatturinn miklu þýðingarmeiri tekjugrein í Japan en hér, enda er hann ennþá miklu hærri, en annars varð vín- og tóbakstollur fljótlega með beztu tekjugreinum þar eins og hér, en kaffltollur er þar enginn, því kaffl er víst lítið eða ekki notað þar. Nokkur atriði eru sett hér til samanburðar. A hvern mann í landinu komu hér um bil: Á íslandi (1900): í Japan (1903): Ábúðar (og lausafjárskattur) . 0,50 kr. Ábúðarsk. 1,90 kr. Tekjuskattur................0,18 » Tekjusk. . 0,16 » Vínfangagjald................. . 1,42 » Vínf.t.. . . 2,80 » (Kaffi og) sykurtollur......2,70 » Sykurtoll. 0,16 » Tóbakstollur................1,23 » Tbt.(1901). 0,70 » Tekjur af fasteignum landssjóðs 0,21 » Fast.(1896). 0,71 » I Japanjiefir ríkið einkaverzlun með alt tóbak, en eigi að síður eru tekjurnar af því engan veginn svo miklar sem ætla mætti. ^Útflutningsgjöld af innlendum varningi eru nú engin í Japan nú orðið, en hér eru þau ein af helztu tekjugreinum landssjóðs. Aftur eru ýmsir skattar í 9*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.