Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 40

Skírnir - 01.04.1906, Page 40
Skírnir* Smáþjóð—stórþjöð. Smáþjóðirnar hefir um skeið dreymt drauma stóra og hættliga um líf sitt. Stórþjóðirnar hafa vaxið þeirn yfir höfuð, vofa yfir eins og voldugir ernir. Smáþjóðirnar horfa kvíðandi á ofureflið, sem við er að etja, hvenær sem í deilu slær; þær finna ósjálfrátt vanmátt sjálfra sín, er þær bera herstyrk sinn og önnur varnargögn saman við stórþjóðanna. Og sumir fara jafnvel að hugsa umr hvort smáþjóðunum væri ekki réttast að gefa upp sjálf- stæðismetnað sinn og reyna að lifa í skjóli stórþjóöanna, sem sambandsþjóðir þeirra. Dúfurnar fer að dreyma nýtt frelsi undir verndarvæng fálkans. Smáþjóðunum liggur við að trúa því, að rétturinn sé sama sem aflið, og standa með hneigðu höfði frammi fyrir ofjarlinum með stál- hanzkana og fallbyssuaugun. Vitneskjan um lítilleik sjálfra þeirra í samanburði við mikilleik stórþjóðanna hvílir á huganum eins og mara, eins og ósýnilegt, fjand- samlegt farg, sem hindrar frjálsar hreyfingar og djúpan og rólegan andardrátt. Þetta er gömul saga, jafnt í lífi einstakra manna sem heilla þjóða. Fátæklingurinn, einyrkinn, sem vinnur baki brotnu fyrir fjölskyldu sinni og berst í bökkum fyrir efna- legu og andlegu sjálfstæði sínu, telur sig löngum minni mann en auðmanninn með allsnægtirnar, þó hann standi honum ekki að baki að mannkostum né gáfum. Hann stendur niðurlútur með liúfuna í hendinni frammi fyrir auðmanninum, er vegir þeirra mætast; metnaður hans, tilfinningin fyrir rétti og gildi sjálfs sín hjaðnar og visnar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.