Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 41

Skírnir - 01.04.1906, Page 41
Skírnir. Smáþjóö—stórþjóð. 137 í ljómannm, sem stendur af valdi auðmannsins, rausn hans og ríkilæti. Eða hann fyllist öfund og gremju yfir þvi að vera þannig' olhogabarn við hið ríka horð tilverunnar. Og að sama skapi lamast kraftar hans og viðreisnarvon. íbúafjöldi stórþjóðanna, herstyrkur þeirra, auðmagn, skraut og stórvirki ganga þannig í augun á smáþjóðun- um og blinda þeim sýn. En að sama skapi missa þær trúna á mátt sinn og megin, og óðar en varir fer makráða syni þeirra að dreyma rólegt líf á roðum og uggum af borðum ríkari og voldugri þjóða. En feig er þjóð, ef slíkt dreymir. Og hún er ekki feig af því hún er fámenn, heldur af því hún er fávís og skilur ekki lögmál lífsins. Hún lætur sér miklast stærð og fjölda, en gáir ekki að því, hvað skapar stærð og fjölda. Hún horfir á það, hvað hún og aðrar þjóðir eiga, en ekki hvað þær eru og hvað hún gæti orðið. Það sem nú er stórt og margt getur minkað og fækkað, það sem nú er lítið og fátt getur stækkað og fjölgað. Hvort verður, er ekki komið undir stærðinni og fjöldanum, heldur hinu, hvað það er í sjálfu sér. Gamall og feyskinn stórskógur horfir ef til vill með fyrirlitningu á nýgræðingsrunninn í grendinni, og nýgræðingnum miklast stórskógurinn. Ald- irnar líða, fauskarnir falla og nýgræðingurinn vex og hreykir kolli við himin þar sem fauskarnir forðum reigðust. Og hvað segir sagan'? Á kletti drembinn sjóli sat: frá Salamis til meginlands lá þengils her sem þéttast gat á þúsund skipum — alt var hans. Hann horfði á þau um hæstan dag, en hvar var alt um sólarlag? Smáþjóðin gríska hafði séð fyrir því. — Styrkurinn er ekki fyrst og fremst stærðin eða fjöldinn, heldur lífs- magnið, andinn sem í þeim býr.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.