Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 43

Skírnir - 01.04.1906, Page 43
Skírnir. Smáþjóð—stórþjóð. 139 lífsins styrkari og fjölbreyttari með stórþjóðunum, en við það vakna kraftarnir úr mókinu og taka til starfa. Hjá smáþjóðunum haldast oft fágætustu kraftarnir niðri, sofa, eða vanþroskast undir fargi matstritsins. Alt virðist þannig miða að því, að smáþjóðin verði að lúta í lægra haldi, ef hún er einmitt verst sett þar sem mest á reið, verst sett að því er snertir þroskun þeirra krafta sem áttu að gera hana stærri og voldugri. Verði sú skoðun ofan á, að smáþjóðirnar geti á engan hátt veitt börnum sínum jafngóð þroskunar skilyrði og stórþjóðirnar, þá verða dagar þeirra skjótt taldir. Hvað sem mönnunum annars er ætlað, þá er það víst, að æðsta markmið og sæla þeirra virðist í því fólgin að efla, æfa og samstilla þá krafta sem í þeim búa, að framkvæma það sem köllunin býður. Geti einhver þjóð til lengdar «kki veitt börnum sínum þetta, fara kraftarnir forgörð- um, vonarstjörnurnar hverfa af himninum. Börnin verða þjóðinni ónóg, af því hún er þeim ónóg. Þjóðin er dauða- •dæmd. Níðhöggur nagar neðan rótina. Þetta verður hver smáþjóð að skilja, og ekki sízt vér Islendingar, smáþjóð smáþjóðanna. Ef vér ætlum að lifa áfram sem sérstök þjóð, þá verðum vér vel að skilja, hverju vér þurfum til að kosta, því ekki mun oss fremur en öðrum gefinn kostur á því að lifa baráttulaust. Vér verðum að skilja, að því fálið- aðri sem vér erum, því harðari verður baráttan fyrir tilverunni, baráttan við náttúru landsins, eðli sjálfra vor og ágang og kapp annara þjóða. Ef vér ætlum að lifa áfram sem sérstök þjóð, sagði eg. En er það nú í raun og veru ásetningur allra, og gæti ekki hitt komið til mála, að þjóðin hætti smátt og •smátt öllum sérþótta, yrði smám saman dönsk, eða heldur ■ensk, sem sjálfsagt væri til enn meiri frambúðar? Þá gæti hún fengið lausn í náð frá því að berjast fyrir sjálfstæðinu. Og væri það svo mikill skaði, þó þessi litla þjóðarskúta strandaði? Skipshöfninni yrði bjargað á Þið glæsilega drekaskip stórþjóðarinnár og hún gæti

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.