Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 83

Skírnir - 01.04.1906, Side 83
Skírnir. Ritdúmar. 179 Ijósa hugmynd um afstöðu nýdönskunnar við aðrar norrænar tungur og yfirlit yfir dönsku mállýzkurnar. I síðari hluta bókarinnar lýsir höf. þeim afbrigðum hljóða og orðmyuda, er sérkeuna hverja mállýzku um sig. Þessi hluti hefir auðvitað verið höfundi miklu erfiðari viðfangs, þar sem hann hefir orðið að byggja mikið af honum á eigin athugunum; bækur um þetta efni eru ekki margar. Eu það yrði alt of langt mál, ef ég færi nánara út í það. Eg verð að láta mér nægja að minnast of- urlítið á fyrri hluta bókarinnar, um afstöðu nj'dönskunnar við önn- ur norræn mál. Höf. skiftir hinum norrænu ríkis-málum í tvo flokka, vest-nor- ræna og aust-norræna flokkinn. Til fyrri flokksins teljast íslenzka, færeyska og hið norska »landsmál<í:; til hins síðara finsk-srenska, sænska, norsk-danska og datiska. Vestnorrænu málin halda ennþá hinum gömlu hækkandi tvíhljóðum (o: tvíhljóðar þar sem fyrri hlutinn er lægri, opnari en síðari hlutinn), hafa þrjú málfræðisleg kyn í nafnorða- og fornafna-beygingunni og hafa i-hljóðvarp í fram- söguhætti nútíðar af sterkum og nokkrum veikum sögnum. Aust- norrænu málin hafa mist tvíkljóðana, hafa aðeins tvö kyn, og hafa ekkert hljóðvarp í framsöguhætti nútíðar. Til að skýra þetta betur tilfærir höf. nokkur dæmi: IslenzJca N. landsm. Sœnska Danska bein bein ben ben heyra h0yra höra h0re laun laun lön l0n gesturinn gjesten gásten gæsten ferðin ferdi fárden færden húsið huse huset huset dregur dreg drager drager (af draga) (af draga) (af draga) (af drage) sefur 80 V sofver sover (af sofa) (af sova) (af sofva) (af sove) blæs blæs bláser blæser (af blása) (af blása) (at' blása) (af blæse) býður byd bjuder byder (af bjóða) (af bjoda) (af bjuda) (af byde) Þá lýsir höf. í fáum orðum aðaleinkennum hvers um sig af þessum málum. í kaflanum um íslenzkuna tekur höf. það fram, að hún hafi haldið hér um bil óbreyttum hinum gömlu beygingum og hinni gömlu stafsetningu. Þetta samræmi milli ný-fslenzku og 12*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.