Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 2

Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 2
II Skýrslnr og reikningar. starfsemi og bóka-útgáfu félagsdeildarinnar á hinu umliðna ári, og gat þess, hver rit yrði gefin út af deildinni þetta ár. Þá gat hann þess, að engin ný rittilboð hefði komið til stjórnarinnar, en hún ætlaði sér að auka alþýðuritiu, þegar saga Jóns Indíafara væri búin. Þá var koai* stjórn og endurskoðendur deildarinnar, og voru kosnir: forseti prófessor Þorvaldur Thoroddsen, féhirðir læknir Gísli Brynjólfssou, skrifari kand. mag. Sigfús Blöndal, bóka- vörður stud. med. Pétur Bogason; vaiaforseti mag. Bogi Th. Mel- steð, varafóhirðir stórkaupmaðar Þórarinn Tulinius, varaskrifari kan. júr. Stefán Stefánsson, varabókavörður stud. mag. Jónas Ein- arsson; endurskoðunarmenn: kand. Þorkell Þorkelsson og læknir Sigurður Jónsson. Þá var kjörinn heiðursfélagi prófessor W. C. Ker í Lundúnum. Þá mintist forseti látinna félagsmanna þriggja, læknis Guðna Guðmundssonar, kaupmanns Jóns Magnússonar og dr. Solone Ambrosoli’o. Þá voru kjörnir 40 nyir fólagar. Að lok- um gerði einn fólagsmaður fyrirspurn um heimflutningsmálið, og urðu um það nokkrar umræður. Síðari ársfundur Keykjavíkurdeildarinnar var haldinn 8. júlí 1908. Forseti skýrði frá athöfnum og bóka- útgáfu deildarinnar þetta ár. Þá lagði hann fram reikning Hafn- ardeildarinnar fyrir síðastliðið ár, og skýrði frá bókaútgáfum henn- ar þetta ár. Þá voru kosnir embættismenn, varaembættismenn og endurskoðunarmenn fyrir deildina, og voru þessir kosnir: forseti háyfiidómari Kristján Jónsson, fóhirðir bankagjaldkeri Halldór Jónsson, skrifari kand. theol. Haraldur Níelsson; bókavörður skóla- stjóri Morten Hansen; varaforseti rektor Steingrímur Thorsteinsson, varaféhirðir læknir Sæmundur Bjainhéðinsson, varaskrifari presta- skólakennari Jón Helgasou; varabókavörður bóksali Sigurður Krist- jánsson; endurskoðunarmenn: augnlæknir Björn Olafsson og banka- stjóri Sigh v’atur Bjarnason. Þá voru kjörnir 9 nýir fólagar, er beiðst höfðu inntöku í fólagið. Þá las forseti upp bróf frá 5 fó- lagsmönnum i Höfn um heimflutningsmálið, og las upp og lagði fyrir fundinn tillögu stjórnarnefndarinnar um það mál, og var til- lagan þannig hljóðandi: að kosin sé nefnd, 4 fólagsmenn með forseta sjálfkjörnum, til að endurskoða lög félagsins, og sérstaklega segja álit sitt um og gera tillögu um, hvort nú sé ráðlegt að sameina báðar deildir félagsins í eina deild.

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.