Þjóðólfur - 16.09.1849, Side 1

Þjóðólfur - 16.09.1849, Side 1
1§4». 1. Ár. 16. September. 31. * Um T'egabætur. Gróftir vegir og kunniítta í sjóforum er þaft,sein mest hjálpar til að efla samlifí og samgöngur manna, og Jiaðer kunngra en fráfmrfí að segja, að af því hvorutveggju hafa þjóðirnar tekið mestum framforum i menntun og atgjgrfí, að ó- töldum öllum þeim hagnaði öðrum, sem góðir vegir og sjókunnátta veitir. En að þessu sinni viljum vjer að eins fara fáurn orðum um vegina á'Islaucli eða þó heldur vegabæturnar. Jví meiri velfarnan og liægð sem góðir vegir veita landsbúum sjálfum, því herfilegra er til þess að hugsa, að land vort skuli vera svo vanræktaf börnumsjálfs sín,að áfáumstöð- um verður farið harðara, en klifjagangur, og víða ekki einu sinni fært að fara með hesta,nemaþar sem náttúran sjálf hefur búið oss svo landið í hendurnar, að það getur ekki orðið öðruvísi, en greitt yfirferðar. Jað var um tíma, að manndómur kom að IslendinguVn með vega- hætur, meðan Fjallvegaljelagið var uppi, enda voru þá menn uppi, sem veittu fjelaginu for- stöðu með dáð og dug, en það voru þeir amt- maður B. Thorarensen og gullsmiður Jor- grimur Tómásson, og margir fleiri merkis- mennj en þvi nafngreinum vjer þessa, að þeir voru frumkvöðlar fjelagsins. Margir urðu og til að styrkja fjelag þetta, og sumir gáfu því stórgjafir, sem sjá má af skvrslum fjelagsins i Skirni 1833 og 1834, og Sunnanpóstinum 1835, bls. 92. Fjelag þetta afrekaði mikið með fjallvegina milli Norðurlands og Suður- urlands, eins og skýrslurnar bera vott um; en siðan fjelagið hætti starfa sínum, hefur líka náttúran verið látin ráða, og ekki verið tekinn éinn steinn úr vegum þessum, enda eru þeir nú farnir að ganga mjög úr sjer, og þurfa víða lagfæringar talsverðrar, og ef þessu afskiptaleysi fer enn fram, verða veg- ir þessir litlu betri yfirferðar, en þeir voru, áður en Fjallvegafjelagið Ijet fara að ryðja þá fyrir 17 árum síðan, en sá er munurinn, að sjást munu um aldur ummerki til ruðnings- ins, þar sem engin sáust áður. Höldum vjer þó, að hjer eigi fullkomlega við, „að hægra sje að styðja, en reisa*, helzt ef menn tækju sig til í tíma að gjöra vegbótina. Vjer get- uin því ekki minnzt svo á fjullvegina, að vjer látum ekki þá von vora í ljósi, að menn fari að taka sig saman og skjóta saman Qe til að endurbæta þessa vegu; því að öllum er kunnugt, hversu mikið á því ríður fyrir lands- búa sjálfa; en að öðrum kosti er það ekki alllitil vanvirða, að trassa svo góða vegi fyr- ir latmennsku sakir og hirðuleysis. En svo illa sem út líturmeð fjallvegina, er þó engu betur ástatt með vegina innan um hjeruðin; því að víða er það, sem aldrei hef- ur verið við þeim hreift, og sumstaðar eru þeir eingir til í lijeruðunum, jafnvel þó þjóð- brautir liggi um þau. Svo er t. a. m í FIó- anuin i Árnessýslu, Holtasveit í Rángárvalla- sýslu og viðar, sem of langt er upp að telja. Jar eru allstaðar slóðar, og þó hvergi vegur, það vegur megi heita, að jeg nú ekki tali um brýr eða aðra vegabót; fer svo hver lestin, þar sem hún ætlar sjer og komizt verður, hvað sem fyrir er, hvort heldur eru hagar eða engjar, þar eð hvorki eru vörður rije aunað til leiðbeiningar fyrir lítt kunnuga ferðamenn. Verður þetta bæði sveitarbúum og ferðamönnum til stórbaga: lestirnar troða niður engjar hjeraðsmanna bótalaust, sem von er, þar sem ekki er öðrum uin að kenna, en sveitarbúum sjálfum, eða þó heldur þeim, sem stjórna eiga í sveitinni, að þeirhafaekki haft dáð til að láta gjöra þá vegabót í hjer- aði sinu, sem bæði afstýri átroðningi ferða-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.