Þjóðólfur - 01.07.1850, Blaðsíða 5
141
með því mjer er ekki með öllu ókunnugtj
hvernig gengur með prentun bóka hjer á lamli;
en jeg get eigi að mjer gjört, að taka ekki
skýrar fram visbendingu þá til stiptsyfirvald-
anna, sem liggur í orðum útgefanda presta- -
skólaritsins, að brýna nauðsyn beri til, að
þau sjái svo um, að prentsmiðjan komist í það
lag, að eigi þurfi að fresta prentun bóka ár-
um saman, eða sleppa henni með öllu fyrir
það, þó að alþingistíðindin sjeu á ferðinni;
það er hvort sem er ekki svo mikið, sem
prentsmiðjurmi býðst til prentunar, þó að menn
sjeu eigi fældir frá lrenni. Og ef stiptsyfir-
völdin sjá það eigi vinnandi fyrir sig, að
koma prentsmiðjunni | betra horf en svo, að
næstuin beilt ár þurfi til alþingistiðindanna
eingöngu, þá get jeg ekki gefið þeim annað
betra ráð, en selja hana einhverjum þeim,
sem befur dáð í sjer, til að halda henni áfram,
sjer og Islendingum hneisulaust; og það er,
ef til vill, bezta ráðið.
Að jeg nú hverfi aptur til ritsins, þá eru
ritgjörðirnar íþvíþessar: 1, Rœðaviö vif/slu
prestaskólans 2. day októb. 1847, haldin af
herra biskupi II. G. Thordersen, Riddara af
Dbr. — 2, Rœða við setninr/u prestaskól-
ans 2. dar/ októb. mánaðar 1847, haldin af
J)r. theol. P. Peturssyni, forstöðumanni
prestaskólans. — 3, Skirsla um ástand
prestaskólans. — 4, Um kyrkjuh reifmrju á
þýzkalandi. — 5, Sakramentin. — 6, Arjrip
af cefisöt/u Guðbrandar þorlákssonar IlóJa
•p byskvps. — 7, Umburðarbrjef byskups til
allra prófasta á Islandi. Days. 8. day marz
mán. 1850. — 8, Nokkrar helztu yuðfræðis-
bækur, sem komið hafa út í þýzkalandi oy
Danmörku siðan 1842. — 9, Skírsla um pá,
er ritað hafa nöfn sin, sern kaupendur að ár-
riti preslaskólans. jiað er eigi ásetningur
minn, að fara mörgum orðum um ritgjörðir
þessar, eða fella neinn dóm um bvað eina í
ritinu; en þó virðast mjer rítgjörðirnar fróð-
legar og flestar vel valdar, og jeg þykist með
góðri samvizku geta bvatt lauda mina til að
taka vel riti þessu, og er jeg sannfærður uin,
að lesi rnenn það ineð athuga og eptirtekt,
þá bafa þeir þau not af því, sem höfundarn-
ir ætlast til. En þó að mjer finnist, að jeg
geti sagt þetta og það með góðum rökum, þá
er það líka víst, að ritið er eigi svo úr garði
gjört, að ekkert sje ábófavant, og ætla jeg
að taka fram nokkur atriði.
Ritgjörðin eptir Martensen báskólakenn-
ara um sakramentin er jeg hræddur um að
almenningur liafi lítil eða engin not af; því
að bæði er það, að alþýða manna hjer á landi
er óvöii vísindalegum ritgjörðum, og því er eigi
von, að hún skilji þær til hlítar, og lika er
það, að Martensen er engan veginn einn af
þeirn, seni rita banda alþýðu. Ofan á þetta
bætist, að mikið vantar á, að orðfærið á rit-
gjörðinni íslenzku bæti um; því að það er bæði
flókið og óviðkunnanlegt, t. a. m. þegar sakra-
mentin eru kölIuðBminnisvarðar“, oglýsir veik-
leika þess, er snúið hefur, í íslenzkunni; og jeg
get ekki dulizt þess, að ritgjörðin hefði mátt
verða miklu aðgengilegri, ef vel hefði verið
snúið. Útgefendurnir koma, ef til vill, með
þá mótbáru, að ritgjörðin sje einkuin ætluð
prestunum og öðrum vísindamönnum, og í
þessu tíinariti verði visindalegar ritgjörðir að
vera innan um, og þær geti ekki annað en
verið alþýðu ofvaxnar; en þessi mótbára er í
mínum auguin lítils virði; því að menn verða
að gá þess, að eptir þvi sem á stendur hjá
oss Islenijingum', geta timarit eigi staðizí,
nema því að eins, að þau sjeu svo löguð, að
alþýða manna kaupi þau, en bún kaupir þau
því að eins, að hún bafi þeirra full not; vís-
indamennirnir eru hvort sem er ekki svo marg-
ir á Islaudi enn þá, að tíinarit geti haldizt við
fyrir tilstyrk þeirra einna, með því líka að jeg
get ekki búizt við, að þeir kaupi margar bæk-
ur (exemplör) liver. Jeg er reyndar enginn
guðfræðingur, og þekki eigi svo vel erleml-
ar guðfræðisbækur, að jeg þori að fullyrða
neitt um það; en þó trúi jeg því eigi, að
höfundarnir hefðu ekki getað fundið neina
aðra grein til að snúa, sem hefði verið auð-
skildari, bvort sem bún liefði verið um sakra-
mentin eða annað efni.
Æfisaga Guðbrandar Ilóla-biskups er fróð-
leg og vel valin, og það á sannarlega vel
við, og þess væri óskandi, að útgefendurnir
tæku sjer þá reglu, að taka í ritið á hverju
ári æfisögu einhvers merkilegs Islendings
andlegrar stjettar; gæti það bæði afiað ritinu
kaupjfnda, með því íslendingum þykir gaman /ct
að sagnaritum, og væri i sjálfu sjer mjög •
fróðlegt, og fengi mönnum meiri þekkingar