Þjóðólfur - 11.07.1850, Blaðsíða 4
I4§
þá fyrst segi jeg, að þjóðlíf vort liafi tekið
hina rjettu stefnu tíl menntunar og framfara.
En jeg spyr yður nú, Islenrlingar! þegar
þjer þó loksins hafið fengið dálitla nasasjón
af þvi, að þjer þurfið að eignast höfuðstað,
eins og aðrar þjóðir, er þá ekki þegar búið
að gjöra svo niikið ab verkum fyrir yður í
því tilliti, að þjer ættuðvarla að þurfa, að vera
í efa um það hjeðan af, hvar hann skuli vera?
Er ekki tíminn, eða rjettara að segja forsjón-
in, sem ræður öllu, er tíminn fram leiðir, er
hún ekki búin að hagræða hyrningarsteininum
undir höfuðstað landsins? Er hún ekki þeg-
ar búin að leggja þann grundvöll, á hverjum
þjer getib sjálfir sjeð, ef þjer viljið að því
gæta, að höfuðstaður vor skal upp byggjast?
Jurfið þjer skýrari bendingu, en forsjónin er
þegar búin að gefa yður, um það, að höfuð-
staður íslands skuli vera í Reykjavík? Eða
hvað hafið þjer á móti því, að höfuðstaður
landsins skuli vera þar, því að í einhverjum
einum fjórðungnum verður bann þó að vera?
Jeg hlýt að segja yður sannleikann, því að
hjer er um mikið mál að gjöra. Sumir amast
við Reykjavík, og tala henni illa til af ein-
tómum tvístrunar og sundrungaranda. Enjeg
get sagt yður það, að hugmyndin um höfuð-
stað er ekki einusinni farin að brjótast um í
þessum mönnum, þar eö þeir eru því að eins
ánægðir, að allt, sem landið á bezt til, sje
sitt á hverju horninu; og hef jeg áður sýnt,
hversu óeðlilegt það er, og þarf jeg því ekki
að fara hjer um það fleiri orðum. Aptur eru
það aðrir, sem amast við Reykjavíkog mæla
henni illa til, ekki af eiginlegum tvístrunar-
anda, heldur af einhverjuin öfundaranda.
Hu gmyndin um höfuðstað er þó farin að brjót-
ast um í þessum mönnum; en þeir líta liorn-
auga til Ileykjavíkur fyrir það, að þessi blett-
ur landsins skuli verða fyrir því, að draga til
sín öll þau öfl, sem landiö á bezt til. Og
svo kemur þá hornauga þetta niður á þjóð-
stofnunum þeim, sem þar eru, og þeim em-
bættismönnum, sem við þær þjóna. jijer
kennið þessum mönnum um það allt, ogsegið,
að þeir sjeu að hnappa sig saman og liggi
á því lúalagi, að eyða fje þjóðarinuar hvor í
kapp við annan. En munduð þjer ekki beita
þessari skoðun eins, og leggja hinn sama kala
á Reykjavík, þó að hún væri flutt norður á
Langanes, eða sett niður i Dritvík? Jeg efa
það eigi, og vjer Sunnlendingar tækjum líka
i þann strenginn með yður, svo lengi sem
vjer ekki værum búnir að fá ljósa hugmynd
um nauðsyn og not höfuðstaðar fyrir landið,
og gætuin eigi látið oss skiljast það, að hann
yrði þó einhverstaöar að vera ; og þá sjálf-
sagt, að embættismennirnir lifðu þar aflaunum
sínum, sem þeir eru settir, og þjóðstofnan-
irnar heimta að þeir sjeu. Jað var sú tíðin,
Islendingar! að þjer tortryggðuð eigi Reykja-
vík án saka, þvi að eptir aldamótin áttum
vjer þar þá embættismenn, sem eigi fóru
drýgilega með fje það, sem þeir höfðu undir
höndum; og gjöri jeg hvorki að nefna þá
menn hjer, nje leggja á þá nokkurn dóm.
En það er nú af, sem áður var; og þess vegna
ætti líka kali yðar á bænum að fara mínkandi
eptir þvi, sem betra lag kemur á alla aðferð
og stjórn embættismanna yðar. Jiað er þess
vegna rangt afyður, að liggja embættismönn-
unum, sem núna eru, á liálsi fyrir það, sem
liðið er, og kenna þeim um það, sem þeir í
rauninni geta ekkert ráðið við! Ekki eru
þeir að safnast saman í Reykjavik af öðru
en því, að þeir berast þangað ósjálfrátt af
straumi timans, og stefnu þeirri, sem þjóðlif
vort hefur tekið, og er ab taka. Jeg veit það
t. a. m. þegar það var komið í kring, að la-
tínuskólinn skyldi flytjast inn í Reykjavík,
þá var gömlu kennurunum engan veginn um,'
að fara þangað; miklu heldur kviðu þeir fyr-
ir vistaskiptunum. Ekki var heldur hinunt
ágæta biskupi Steingrími Jónssyni unt það,
að setja sig niður í Reykjavík, þegar hann
skyldi setjast á biskupsstólinn; og þess vegna
kaus hann Laugarnes fyrir aðseturstað sinn.
En hvernig fór? llann iðraðist eptir því síð-
an, því að hann sá af þeirri stefnu, sem tím-
inn tók, að í Reykjavík átti biskup Islands
að sitja, og hvergi annarstaðar. Eins hafa
dómararnir við yfirrjettinn verið að kotra sjer
niður hingað og þangað kringum Reykjavík;
en hún hefur verið að kippa þeim smátt og
smátt inn fyrir ummerki sín; og er vonandi,
að hún um skamt nái þeím öllum. En þá
prentsmiðjan yðar, Islendingar! Hvílíkum
hrakningi hefur hún ekki sætt? Rekið feril
hennar um landið, fram á annnes ogútíeyar;
eirilægt hefur hún þó verið að þokast nærog