Þjóðólfur - 11.07.1850, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 11.07.1850, Blaðsíða 7
151 f>reifa á ýmsum vandkvæðum og ókjörum í ])vi tilliti; encla má nú kalla svo komið, að hvort mannsbarn meðal þjóðarinnar óskar þess af alhuga, að stjórnin gjöri hið fyrsta einhverja góða og gagnlega breytingu á verzl- unnrlögum landsins; því að það tekur að hljóma fjalls og fjöru á milli: „Fríhöndlan oss drepur Dana, drengja engum lízt á hana“. Og til sannindamerkis um það, þá liefur Carl Franz Siemsen, kaupmaður í lleykja- vík, beðið.mig að byrta fyrir landsmönnum í jþjóðólfi innihald úr brjetí nokkru, er hann liefur fengið frá fjelagsmörmum sínum í Hain- borg. Segja þeir honum svo frá, að þeir ept- ir beiðni hans í vetur hafi boðið verzlunar- mönnum í Barcelona á Spáni saltaðan tisk fyrir 16 rbd. skp. En Spánverjar liafi aptur ritað sjer, að hjá þeim sjeu nú komin ný toll- lög, og eptir þeim löguin hafi nijög hækkað tollur á aðtluttum fiski, svo að það inuni áj rbd. á hverju skp., sem aðflutt er á öðruin skipum, en Spánverja sjálfra; þess vegna geti þeir eigi gefið fyrir hinn íslenzka fisk, sem einurigis má flytja á dönskum skipum til Spánar, eins mikið og að uujfanförnu; og ís- lenzki fiskurinn hljóti því að sitja á hakan- um fyrir norskum fiski, sem flytja má til Spánar á spönskum skipum. Jeir harma sjer því nærst yfir, að þeir eigi geti staðizt við að þiggja þetta tilboð Siemsens ; en vilji hann þar á móti senda þeim hvitan og vel verkaðan íslenzkan saltfisk fyrir 13£ rbd., þá segjast þeir skuli taka á móti 4 eða 500 skp., eða þaðan af minna; og ætti þá fiskur sá að koma sem fyrst. Loksins óska þeir þess innilega, að stjórn Dana leyfi sem allra fyrst, að flytja megi íslenzkan saltfisk til Spánar á spöriskum skipum; því fáist það ekki, þá kvíða þeir því, að annaðhvort seljist þar ekki framvegis nema lítið eitt af íslenzkum fiski, eða enda að sala á lionum liætti þar með öllu. ^etta er aðalinnihald úr brjefi því, er Siemsen hefur fengið frá fjelögum sínum í Hamborg; og vill liann í því skyni, að lands- menn fái að vita það, að þeir þess fastlegar leggi að Dönum að sleppa af oss kverkatak- inu, sem sumir svo kalla. Já, hann skorar á oss, að vjer frá Jjingvallafundinuin í sum- ar sendum stjórniiiiii innilega bænarskrá um það, að hún hið allra fyrsta láti verzlun vora lausa, svo framarlega ''sem hún ekki vill, að vjer missum af allri verzlun á sallfiski vorum. Vjer erum þó enn milli vonar og ótta um það, hvenær, eða livern enda verzlunar- mál vort muni fá: vjer kvíðum þvi annað veifið, að Danir vilji ekki sleppa af þvi hag- ræði, sem þeir sjá sjer við það, að sitja ein- ir að verzlan vorri; og þó að þeir gjöri ein- hverja breytingu eða rýmkun á benni oss til handa, þá liagi þeir öllu svo, að vjer verðum litlu betur farnir eptir en áður. Aptur vænt- urn vjer þess fastlega annað veifið, að Danir sjeu svo göfuglynd þjóð, að þeir ekki vilji vinna það til ábatans, að troða aðra þjóð und- ir fótum sjer, og það þann landslýð, sem lengi hefur verið í sambandi við þá, og of lengi hefur þegjandi tekið við því, sem á hann hefur verið lagt; vjer væntuin þess fastlega, að þeir sjeu svo sanngjarnir, að þeir þó um síðir, þegar vjer erum farnir að bera oss upp, láti oss njóta rjettinda vorra, að minnsta kosti þeirra rjettinda, sem allir skynsamir og sannsýnir menn eru nú farnir að sjá og finna, að sjerhver þjóð á og getur krafizt, sem er, að eiga heimilt, að skipta gnægtuin sínum og gæðum við þá, sem mest vilja gefa fyrir þau, og mega svo aptur kaupa nauðsynj- ar sínar af þeim, sem vilja láta þær afhendi við minnsta verði. En jafnvel þó að jeg ekki geti lýst því fyrir yður að svo stöddu, að verzlunarmál þjóðanna sje komið í svo væn- Iegt og æskilegt liorf, sem þessi allsherjar rjettindi manna áskilja, þá erþaðsamt án efa á góðuin vegi til þess. Og meðan að vjer þá ekki sjáum þess neina staðina á verzlun- arhögum vorum, skulum vjer þó taka eptir þvi, sem talað er og gjört annarstaðar til að ávinna vezlunarfrelsið. Jeg hefi hjer að fram- an í tímariti þessu drepið stuttlega á aðgjörð- ir frelsisvinanna í Englandi i verzlunarmálinu Nú get jeg þá ekki heldur á mjer setið, að lofa yður að heyra kafla úr nokkrum ræðum þeirra, sem þeir hjeldu á ýmsum fundum, meðan þeir voru að berjast fyrir máiinu. (Framhaldið siðar).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.