Þjóðólfur - 30.07.1850, Qupperneq 5
165
arlögun, sem hjer hlýtur aft komast á, því
hún hlýtur j)ó að fara svo nærri f»eirri stjórn-
arlögun, sem í Danmörku er, sem eftli og á-
sigkomulag lands þessa leyfir. Vjer vitum að
útgefendunum og höfundum BSvarsins“ þyk-
ir líka þetta „tröllaukin heljarályktun og ekki
mennsk“: að þeim þykir furða, að sá skuli
voga sjer að segja þetta um uppástungu —,
er jafn miklir menn hafa unnið að —, sem
„hvorki er þjóðkjörinn nje konungkjörinn þjóð-
fundarmaður“. En það er sannfæring vor, að
ályktanir vorarhjer að framan sjeu rjettar, og
að þessar athugasemdir sjeu nauðsynlegar; og
þess biðjum vjer, að þær sjeu yfirvegaðar og
þeim sje svarað, ef svars þykja verðar, með
eins köldu blóði og af eins hreinni sannfær-
ingu, og vjer höfuin kastað þeim fram. Og
vjer skulum þá verða manna fyrstir til að
láta sannfærast, ef skynsanilega er svarað og
ineð rökum, og ef oss er ekki einungis bent
með hjer um bil þessuin orðum: „þegiðu, það
eruin vjer, sem liöfuin sagt það og fundið
það gott*! Jví slíkt er ekki „mennskt“ ekki
heldur „tröllaukið“ en svo ógnarlega skelfing
lítilfjörlegt, að vjer látum aldrei sannfærast
af þeim rökum. 36 + 7.
Uinburöarbrjef.
í vetur, sera leið, var það umburðarbrjef,
sem bjer kemur á eptir og hljóðar um stofn-
un nýrrar prentsmiðju á Norðurlandi, sent
suður í því skyni, að það yrði prentað í 5jóð-
óltí. flonuin var þá ekki um það leyti bægt
um vik, bvorki með það nje annað. En fyrst
liann hefur nú fengið fæturna aptur, þá finn-
ur liann sjer skylt að veita brjefinu móttöku
og bera það milli góðbúanna. Jeg veit að
allir, sem unna góðu og gagnlegu máli, muni
Vilja styrkja þetta fyrirtæki Norðlendinga,
sem með því sýna, hversu þeir láta sjerannt
uin framför fjórðungs síns. Og svo getur
farið, Islendingar! að oss, sem búum i bin-
um fjórðunguuum, þyki ekki vanþörf á að
viðar sje prentsmiðjj, en í Iíeykjavík einni.
Að minnsta kosti hefði mjer ekki þókkt ami
í því í vetur 20. dag febrúarm., ef þá liefði
verið í aðra siniðju að venda fyrir mig bjer í
landi, þegar liinar „sjerlegu kringumstæður“
stiptsyfirvaldanna fyrirmunuðu mjer prentsmið-
jugarm landsins. Og svo mun fleirum hafa
fundizt. Enginn má vita bvað verður; en
það sem hefur einu sinni að borið, geturopt-
ar komið fyrir. Og við því er að búast, þeg-
ar miunst vonum varir, að frjálslyndi og ber-
mælgi blaðamanna yðar kunni að komazt
í krappan dans við „kringumstæður“ og „á-
stæður“ og einar og aðrar sjerlegar - stæður,
sem standa upp úr jörðunni eins og staurar.
Jeg óska þess vegna að landar mínir allir
líti sem bezt á þetta mál, og láti það ásann-
ast í verkinu, að þeir hafi bæði heyrtogsjeð
þetta umburðarbrjef.
Háttvirtu orj heiðruðu landar!
Jegar vjer Norðlendingar rifjum upp fyr-
ir oss umliðna tíma, og ininnumst þess, að
vjer áttum í fjórðúngi vorum biskupsstól og
skóla í nærfelt 700 ár, og prentsmiðju í fulla
250 vetur, og vjer sjáum nú, að þetta allt er
oss borfið, að öfugstreyini tímans hefur llutt
dýrgripi þessa burt frá oss, og borið þá þar
að landi, er vjer vegna fjarlægðar, fjalla og
fyrninda eigum næsta örðugt með að hafa
þeirra nokkur not; þá er öll von til þó oss
renni til rifja, og vjer söknum gæða þeirra,
sem vjer þannig erum sviptir. En vjermeg-
um vera komnir að raun um, að tölur einar
tjá ekki til að ráða bót á slíkuin vankvæð-
uin vorum. Vjer hljótum sjálfir að skerast í
leikinn, og reyna til með binuin orkuríka
fjelagsskap og bróðurlegum samtökum að
reisa aptur á fætur í byggð vorri eitthvað af
mentunarineðölum þeim, sem gengið hafa
oss úr greipum ; og teljum vjer þá fyrst til
þess p r en tsm i ðj una, sem er stólpi alirar
mentunar, og vissasta undirstaða allra alþjóð-
legra framfara.
Jess vegna skorum vjer á alla í norður-
og austur - umdæminu, sem unna frainförum
ættjarðar sinnar, að þeir rísi nú upp að nýu,
og styrki til þess eptir efnuin og kriíig-
umstæðuin, að norður- og austur-umdæmi
vort geti eignast prentsiniðju út af fyrir sig.
Og hefur oss hugkvæinst stofnun hennar og
fyrirkomulag á þá leið:
1) að prentsmiðjan verði almenn eign norð-
ur - og austur- umdæmisins.
2) að hún verði undir umsjón manna þeirra,
sem kjörnir verða til þess, og semjafn-