Þjóðólfur - 10.10.1850, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.10.1850, Blaðsíða 2
lftO eins og einmitt ísland? Ekki verður þóguði um það kennt, eins og hann hafi sett landið svo önuglega fyrir Dani, til þess að geta komið þar við stjórnspeki sinni, efhún hefði annars nokkur verið; eða svo óhaganlega á hnettinum, að eigi hefíiu vel mátt komazt þar að framfarir og endurbætur hins siðaða heims, ef vel hefði verið á lialdið. 3>ví að hvorki stjóraði guð landið niður fyrir norðan Gand- vik í grend við siðlausa Rússa, nje fyrir sunnan Svartahaf í nánd við trúlausa Tyrkja. Nei, hann ljet eykonuna ísland gnæfa við himinn norðurljósa sinna mitt á milli þeirra þjóða, sem eiga að hrósa mestum framförum í öllum greinum, þar sem eru Englendingar annars vegar, en hins vegar Yesturheims- menn. Og er það sannarleg ráðgáta, hvers vegna forsjónin hagarþví svo, að vjer Islend- ingar skulum ekki geta átt samband og fje- lagsstjórn við þessar þjóðir, sem liggja þó svo vel við oss, heldur skulum þurfa að krækja fyrir Jótlandsskaga og inní Kattargat, gegnum það og útúr því, til þess að sækja alla stjórn á málefnum vorum, og hana þá ekki merkilegri fyrir land og lýð, en raun gefur vitni. $ví þegar jeg nú virði fyrirmjer ásigkomulag helztu og mestumvarðandi mál- efna fslands, eins og þau sýna sig sjálf ept- ir einveldisstjórn Dana, þá dettur mjer nokk- uð í hug svipað því, sem jeg lærði í spurn- ingakverinu. ,Sjáið, laun verkamannanna, bændanna, sem hafa unnið fyrir yður til sjós og sveita, sem hafa verið af yður innihaldin með verzlunarokinu, hrópa í himininn"! Og spítelskra manna mikla kvein er komið til drottins Sebaots eyrna! Sje þáorsök til, að vjer fslendingar tökum oss þessi orð í munn, þegar vjer lítum yfir liðna tíma, og ihugum hversu Dönum hefur farizt að stjórna fyrir oss og annast um ntálefni vor, meðan vjer ljetum þá öllu ráða, og tókum við öllu af þeim þegjandi, þá þurfunt vjer víst ekki að syrgja einveldisstjórn þeirra, nje sakkna mikillrar stjórnvizku oss til handa frá dögum hennar. Og vjer höfum ekki neina ástæðu til, að vantreysta svo sjálfum oss að öllu ó- reyndu, að vjer gjörum gyllingar til að kom- ast nú líka undir þjóðstjórn Dana, með því að leyfa konungi þeirra ótakmarkað neitun- arvald gegn öllum uppástungum vorum; því sú mun raunin á verða konungsstjórninni í Danmörku lijeðan í frá, að hún samþykkir og neitar því einu, sem ríkisfundurinn ræður til. Jað getur að vísu verið, að stjórnfræð- isleg mentun sje enn nafesta litil hjá oss, svo að vjer megum vara oss á, að ætla henni ekki of mikið; en of lítil væri hún að vöxtunum, og þó enn minni að ávöxtunum, ef hún eigi gæti unnið þjóðinni annað eins gagn, eins og stjórnspeki Dana hefur gjört. Og sama er segja um lagavizkuna. 5ó að það geti yerið, að vjer Islendingar engir lögfræðingar sjeum, eins og vjer líka eruin öllum lagasetnuigum lítt vanir, þá trúi jeg því samt valla, að þess konar starfi geti ekki með viðleitni og vana farið oss eins laglega úr hendi og lögfræð- ingum Dana. Að minnsta kosti efa jeg í engan ínáta, að aðrir eins menn og Jórður á tánga og Jórður í vík, og hver veit, hve góða Jórða guð kann að gefa oss? geti eins vel og haganlega skipað lögum fyrir land vort, eins og Theodorarnir dönsku, eða hvað þeir kunna að heita löggjafarnir þar. Danir eru til þrauta búnir að reyna sig á stjórn- spekinui og lagavizkunni oss til handa; og vjer höfum sagt já og amen til alls, semþeir hafa viljað íá frain; en jeg lield þó, að þeim enda sjálfum þyki land vort hafa tekið af því litlum bótum. Hvað er þá annað, en að vjer að minnsta kosti bjóðum þeim, að reyna oss sjáltir á þessum kostum fyrir þeirra hönd? en áskiljum, að þeir segi líka já ogamen til þess, sem vjer viljum fá fram. Eigum þá að tii leiðbeinandi ráðaneytis, en eigum ekki undir þeiin algjört neitunarvald. Og vjer skulum vita, hvort þeir ekki geta hal't eins mikin sóma af sambandi við oss eptir, eins og áður! Frjettir. jjaft er livorttveggja, aft l'átt ber til líðinda í landi voru, er að nokkru sje getandi, enda kemur jijóðólfur optast svo á bæi manna, að bann verst allra innlendra frjetla. En það er þá ekki lieldur því að heilsa, að hann segi mönnum útlendar frjettir, og getur hann þó ekki baft sjer það til afsökunar, að lífið sje svo tið- indalaust hjá öðrum þjóðum. Nei, margt ber að vísu til tíðinda í öðrum löndum, er oss Islendinga mnndl fýsa að heyra jafnóðum og það kemur fram; en bæði er það, að tímarit vor eru enn of litil vexti til þess, aðgeta ilutt lesendum sínuui útlendar frjettir, svo nokk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.