Þjóðólfur - 15.02.1851, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.02.1851, Blaðsíða 3
239 in sjeð augliti til auglitis, og álitið hann að vera hógværan og lítilátan. Vjer viljum nú sæta lagi og biðja einmitt þennan konung, að sýna oss þann sóma að heimsækja oss aptur, þar vjer viljum ráðfæra oss við liann um það efni, sem engin þjóð í heiminum hefur enn leitað um ráða til nokkurs konungs, en það er, hvort hann eigi vilji gefa oss Islending- um líka stjórnarskipun og Svíar hafa gefið Norðmönnum, þar vjer þykjumst nú vera orðn- ir svo mentaðir, að vjer sjeum sjálífærir um að stjórna málefnurn vorum með leiðbeiningu stjórnarráðs hans, og liöfum þar að auki feng- ið þá ást á ættjörðu vorri, að vjer eigi getum unnt öðrum en sjálfum oss að hafa umráðin yfir henni. 5jer megið lofa konunginum því, að vjer skulum taka á móti honum með allri þeirri virðingu, sem vjer getum, og viljum bera upp fyrir honum málefni vort með allri auðmýkt, en hvergi nema á hinum fræga forn- aldarstað landsins. Vjer lofum því að strá blómstrum á leið hans þangað, og breiða klæði vor á veginn fyrir hann. Svo viljum vjer í einu hljóði æskja þess, að hann úrskurði oss sjálfræði um málefni vor; því að svo sem forfeður vorir hafa áður fyrri bundið sáttmál- ann við konung, svo viljum vjer nú líka niðj- ar þeirra hafa konung til að leysa oss við hann aptur, og laga hann eptir ásigkomulagi. Vjer getum varla ímyndað oss annað, en að slík orðsending muni vekja athygli Friðriks; því að ef hann hefur konunglegt hjarta, þá getur hann eigi annað, en álitið slíkt eyrindi samboðið sinui konunglegu tign, þarsemheil þjóð vill falla fyrir fætur honum, og leita úr- skurðar hans í svo alþýðlegu málefni; og ef liann hefttr föðurlegt hjarta til vor, þá getur hann eigi annað, en glaðst af þeim þjóöaranda og þeirri ættjarðarást, sem vjer þegnar hans láturn í ljósi með þessu tiltæki, og það á svo auðmjúkan og sonarlegan hátt. Ef slíkur dagur skyldi þá upprenna ættjöröu vorri, að vjer ættum að fagna konungi vorum á j>ing- velli, ef hann skyldi standa þar sjálfur á lög- l*ergi, og styðjast við gullsprota, en allur þorri þjó&arinnar .stæði umhverfis hann, fullur ept- irvænt;„gar a& lieyra hinn konunglega úrskurð, þangaö til hann mælti í heyranda hljóði: frelsi viljeg sæma fvamf/jarnau lýð, ættstóv- an kynstaf Isafoldav! hversu mundi þá ekki bergkastali hinnar frjálsu þjóðar bergmála af fagnaðarópi voru, þá er vjer gagnteknir af þakklæti við hinn góða konung, fjellum fyrir fætur honum og lýstum því, að vjer skyldum kenna niðjum vorum fram eptir öllum öldum, að blessa nafn Friðriks konungs 7., hans, sem stóð á lögbergi, og lýsti því yfir, að ís- lendingar væru einráðir og sjálfráðir um mál- efni sin. Grátglaðir mundum vjer á þeim dejgi horfa til himins og segja; blessuð, marg- blessuð ó blíða sól, blessaður margfalt þinn beztur skapari fyrir gott allt, sem gjörthann liefur uppgöngu frá og að enda dags! En vera má, bræður góðir, að yður þyki þessi ósk vor heldur mikilfeng og of vaxin veikleika vorum og vankunnáttu. Segið oss þá sjálfir, hversu stórhuga vjer megum vera í frelsismáli voru, því að þjerþekkið oss svo, að þjer vitið hjer um bil, hversu mikið frelsi vjer þolum. En það segjum vjer yður, aö vjer viljum fá svo mikið frelsi, sem vjer er- um færir um að bera, og liugsum eigi til að sleppa neinu af þeim rjettindnm, sem vjer sjáum oss veg til að hagnýta, nema þau með ofbeldi og afismun verði slitin oss úr hönd- urn; og verði það skuiu jöklar íslands nötra af andvarpan vorri, og fjöllin bergriiála aí þeirri hugsun og spá þjóðarinnar, að seinna komi sumir dagar, en komi þó. Nú höfum vjer þá drepið lítið eitt á það, sem hreifir sjer íþjóðlifi voru, og gengur það nokkurn veginn jafnt yfirgjörvalt land; nema ménn kynnu að segja, að hreifingin ætti sjer einna lielzt aðsetur í höfuðstað vorum, og verður þvi ekki neitað, að fjörugra er þar lifið, en annarstaðar, þegar á allt er litið. Kveður þó einna mest að dansleikunum inni og hesta- látunum úti. Dansleikirnir eru þar fernslags: höfðingjaböll, handverksmannaböll, barnaböll og píuböllin; en ekki koma aðrir karlmenn á þau, en þeir sem ganga hvundag á trjeskóm. Já er eptirtakanlegt fjörið, sem er í hestum bæarins; þegar þeir koma út á strætin, flenna þeir út rjúkandi nasirnar, hringa hnarreistan makkann og reisa hrynjandi faxið; kemur helzt fram á þessum gráskjóttu gæðingum fjörið sem er í verzlan vorri, svo að vjer segjum yður ekki neitt frekar af henni, en viljum heldur minnast lítið eitt ástjórnvora. Hin veraldlega stjórn situr í skut, og þylur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.