Þjóðólfur - 10.02.1852, Blaðsíða 6
302
ekki til sctunnar boðiö. 5<iö tóku þegar allt
í einu aö heyrast dunur miklar og dynkir,
og stór brestur varð. 5<iö var Frakkland,
sem kenndi f>á enn umbrota þjóðfrelsisins,
j>aö var liásæti Loövíks Filippusar, sem
Frakkar brutu niður, báru á eld og brenndu.
Jessi stjórnarbilting náði fljótt til nágrennis-
laudanna, f>ví að frelsisandinn fór á frain
land úr landi, eins og logi yfir akur, svo að
j>ess var ekki langt að bíða, að mest allt
meginland álfu vorrar færi í bál og loga.
Páfinn stökk úr landi, keisarinn flúði höll
sína, konungar fóru huldu höfði; allt varð í
einuuppnámi, f>ví að allar máttarstoöir mann-
legs fjelags ljeku sem á reiðiskjálfi.
(Framhaldið síðar).
(.\ ýj ar Hiiffvekjiir”.
Árið 1844 kom út í Danmörku bók, og
hljóðar titill heiinar á íslenzku máli fiannig:
Guörœknisbóh lianda kristnum mi'mnum til
lcsturs í heimahúsum. Bók fiessa gáfu f>eir
út biskup Tage Muller, og prestarnir Kalkar
og Westengaarð; og segja f>eir í formálan-
um, að f>að hafi verið tilgangur sinn „að selja
mönnum í hendur Guðræknisbók til lesturs í
heimahúsum, sem innihjeldi úrval ágætustu
og beztu liugleiðinga, þeirra sem til eru í
bókum eptir danska og norska rithöfunda frá
16 öld til þessara tíina“.
Bók þessi barst mjerí höndur eptirþjóð-
fundinn í sumar; og þegar jeg fór að lesa
hana, þóktist jeg sjá, að þar gætum vjer Is-
lendingar fengið „nýjar hugvekjur“ efeinhver
vildi snúa þeim; því það vissi jeg gjörla, að
þörf á nýjuin hugvekjum var orðin almenn.
Jeg rjeðist þá í það, þó með hálfum huga,
því jeg fann það fljótt, að verkið var yfrið
vandasamt, og enda of' vaxið gáfum mínum
og þekkingu. En jeg hef beðið um andann,
og lagt það frarn, sem í mínu valdi stóð; og
fyrir það er nú svo komið, að jeg er búinn
að leggja út úr bókinni hugvekjur til kvöld-
testra frá vclurnóttum til langaföstu, því
að sinni hef jeg einungis hugsað fyrir þessu
tímabili; og mun jeg láta fylgja hugvekjur
við missiraskipti og aðra merkisdaga, sem
fyrir koma á þessum kafla vetrarins. Efjeg
lifi, hef jeg von um að verða búinn aðganga
frá handritinu, eins og mjer er unnt, um
sumarmái. llugvekjur þessar eru að lengd-
inni til viðlíka og hugvekjur Sturms, sumar,
ef til vill, nokkuð lengri. Efnið í þeim er
mjög margbreytt, og gripur yfir öll atriði'
kristindómsins. ;þó að jeg nú sem stendur,
ekki sjái neinn veg til að geta kostað prent-
un á þessum mínum útlögðu hugvekjum, þá er
það samt ríkt í liuga mínum, að reyna til að
gefa þær út fyrir næstu haustlestir. Og þess
vegna birti jeg þetta bjer, og gef löndum
mínum von uin bókina, að jeg hugsaði það
skyldi vera hvöt fyrir mig til að gefast ekki
upp við hana, eða útgáfu hennar; oglíkavildi
jeg gefa tækifæri og kost á því, ef einhver
kynni að finna hjá sjer köllun til að styrkja
mig, til að gefa út bókina, með því móti, að
hann fengi það fje aptur endurgojdið með
fullum ágóða. Kaupendum safna jeg engum
fyrir fram, heldur ætla jeg bókinni og þeim
anda, sem í henni er, smátt og smátt að
vinna þá.
Svb. IJallgrímsson.
F r j e t t i r.
Jeg skal halda, það er ekki ónýtt, að lála pjóð-
ólf biðja fyrir sjer; því það stóð lieiina, þegar prent-
ararnir voru að Ijúka við að setja fyrirbænir bans fyr-
ir póstskipinu að kveldi 17. dags janúarm., þá sigldi
það i jómfrúleiði hingað inn á höfn eptir 13 daga úti-
vist. Fátt koin af frjettum, en það er bótin, að nokk-
uð kveður að þeim fáu. er eiahver undaetegur
ókvrrleyki itm allan lieiin, ekki einúngis í þjóðlifimi,
heldur eru höfuðskepnurnar teknar ti-l líka. í vetur t.
a. in. gjörði þann hvirfilhil í Skotlandi, að skógar-
eikurnar rifnuðu upp með rótum, og fuku uin eins og
fífuhnappar. I Grikklandi varð jarðskjálfti, ^vo á »in-
um stað hrundn 500 hús. Ekki er þess getið, að
neinum óróaseggjum sje kennt um þetta. En öðru
tnáli er að gegna með ósköpin, sem ágengu í París-
arborg. Jú> ófriðlega tóku Parísartnenn jólaföstunni í
vetur. í>egar í byrjun liennar sleit Ludvík IVapóleon,
bróðursonur hans, sem feður vorir kölluðu. NafIaj ón
og Baunapardus, þjóðþingi Frakka; hann var for-
seti þíngsins, svo margan forseta á Guð sjer góðan.
Hann Ijet taka fulltrúana höndum og setja í svarthol,
því hann gat ráðið- niðurlögúta þeirra, er hann hafði
lierinn allan með sjer. Út úr þessu varð uppnám í
borginni, sem stóð fyrstú dagana af desember; barðist
borgarlýðurinn á strætunum, og fjell hátt á þriðja þús-