Þjóðólfur - 24.07.1852, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.07.1852, Blaðsíða 4
Iifir sálin með sælum öndum. Dáið er því ekki utan dupt og mseða. Sálir rjettlátra eru f licndi drottins, og pínan snertir þær ekki. Spek. b. 3, 1. Astkjærum trigða vin setti Guðm. 3>orsteinsson. F r j e t t i r. Nú í langan tíina hefur enginn hlutur frjezt nein- staðar að úr hjeröðum landsins, og síðan Páll Eyfirð- ingur var á ferð f vetur f mikla snjónum, hefur ekki, svo talið verði, sjest skrifaður bókstafur úr Eyjafirði. Laglegar eru samgöngurnar milli helztu bæja landsins! og von er þó þjóðiíkami vor sje styrður f snúningum! — þrjú skip hal'a komið hingað f sumar frá Englandi til að kaupa hesta, og hafa flutt hjeðan 140; þó kvað enn vera von á einu. Meðalverð segja menn að sje á hcstum þessum 16rbdd. Og viljuin vjer taka það fram við landa vora, að spilla ekki þessari verzlun fyrir sjálfum sjer, hvorki með því að selja drógarnar of dýrt, nje gefa kost á þeim jafnvel fyrir ininna verð, en við- gengst meðal innlendra; og sýnist vel mega vera, að hinir útlendu gcfi dalnum meir en innlendir menn. Is- lendingar hafa lengi fengið orð fyrir það hjá útlendum, að þeir væru gestrisnir og greiðasamir; þess vegna er bágt til þess að vita, ef það er satt sem sagt er, að hestamangararnir liafi neyðst til að draga í dagbók sinni kolsvart strik undir nafn merkilegs bónda í grend við Búahellir, sakir svíðingsskapar hans; og hafa hestamenn haft við orð, að birta nafn þessa manns f blöðum á Englandi, til þess að vara landa sina við búa þessum framvegis. — Föstudagskvöldið 16. þ. m. ráku nokkrir menn á land upp hjer um bil 65 marsvín; það var á Kleppsfjörum fyrir innan Laugarnes. Höfum vjer heyrt viðbrúgðið „hinum bróðurlega kærleika", sem átti sjer stað innan um svínin, milli upprekstursmanna og ná- unganna, sem komu á fjörurnar til að lofa guð fyrir veiðina. — Nú eru dátarnir dönsku sigldir í haf með herskipinu; hefur bærinn, ef til vill, nokkurs í misst því þeir voru ætíð þjenustureiðubúnifelskandi, en landið má minna sakna. Um blessað árferðið þurfum vjer varla að tala, því flcstir taka til þcss. þó er það ætlun vor, að eigi sje tíðin og veðráttan jafn æskileg um allt land. Ileyrst hefur kvartað um of mikla þyrringa að norðan, og of miklar vætur sumstaðar í Skaptafellssýslu. En það mun mega fullyrða, að eigi verði kosið á hagstæðari tíð en verið hefur víðast hvar f öllum Sunnlendinga- fjórðungi; er það eitt til merkis, að búið er að tvlslá blett hjer f bænum fyrir byrjun Ilundadaga. það má þó altjend kannast við þetta og kalla mikla bót i máli, að eigi hefur „Auglýsingin frá dönsku stjórninni“, sem dæmir oss til að deyja út af í eyðimörku gamlahorfsins, haft minnstu áhrif á loptslagið; og vjer vonum að hún kæli ekki heldur þjóðarandann, heldur örfi hann til ein- drægni og samheldis. Og það skyldi ekki eiga að koma fram við oss, sem kom fram við Israelslýð í eyðimörk- inni, að þá rigndi niður himnabrauði, og rjúpurnar flugu sjálfkrafa inn í tjöldin! En víst er um það, að þvf betur sein árar í landinu, þess þolinmóðari getum vjcr beðið hins góða dags, og þess fjörugri verðum vjer til að pólitfsjera. Póstskipið kom hingað í nótt eptir 3 vikna útivist. Tíðin og ár- ferði cr sagt gott f Danmörliu; korn kvað vera fallið i verði, því út lítur fyrir góða kornskeru. Englendingar hafa haft 1 ráði að leggja frjettaflegir á mararbotni inilli írlands og Vesturheiius; nú kvað þeim hafa snúizt hugur, og segja menn að þcir hafi í ráði að leggja frjettaflegirinn frá Englandi, yfir Færeyjar, ísland, Grænland og svo til Vesturheiins. þetta eru mikil tíð- indi, ef sönn eru; en eigi seljum vjer þau dýrara, cn vjer keyptum. Reykjavík 21 júlím. 1852. Framhald ávarpsins góða. Ef þú vilt glata fje þínu, án þess að vita, hvernig? þá skaltu verða drykkjumaður, og mun það eyðast fyr- ir þjer óafvitandi. Ef þig langar til að komast f tugthúsið eða á hús- gang, af því þú nennir ckki af sjálfsdáðum neitt að starfa, þá skaltu verða drykkjumaður, og mun bæði skömmin og skorturinn hrinda þjer í hvorltveggja. Ef þú vilt reka allan frið burt af heimyli þínu, þá skaltu verða drykkjumaður, og ófriðurinn með öllu sínu föruneyti mun brátt setjast að á bæ þfnum. Ef þú vilt allstaðar og allajafna vera álitinn tor- tryggilegur, þá skaltu verða drykkjumaður, því, þó þú ekki hugsir það, þá halða samt allir, að þeir sem geta rænt sjálfa sig og nánustu vini sína því, sem bezt er, þeir sjeu- manna vísastir til að ræna frá öðrum. Ef þú vilt komast f þær kröggnr, að þurfa að forð- akt skuldaheimtumenn þfna, þá skaltu verða drykkju- maður, og muntu bráðum verða að fara hulðu höfði. Ef þú vilt verða sv'eitarbyrði og smán mannlegs fje- Iags,þá skaltu verða drykkjumaður, ogmuntuvonumbráð- ara verða dáðlaus og hjálparlaus,' sannur vandræðamaðnr og sökkva f svívirðíng. Abi/ryðarmaðnr: Svfj, Ilallyrímsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.