Þjóðólfur - 29.09.1852, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.09.1852, Blaðsíða 2
r 366 STohfeur o j* ð um kosningarskrá fyrir Reykjavíkurbæ árið 1852. Við Reykvíkinsar höfum nú fengið nýjan bæjarfógeta, og Islendingar nýjan landfógeta. Allir, sem þekkja þenna mann, vita'að hann er vandaður maður í hVersdagslegri breytni sinni; vona {>eir {>ví, að liann muni verða eins í embætti sínu, og væri gott fyrir land og lýð, að eiga sem flest af slíkum mönpuin. Vilhjálmur Firisen er nú búinn að vera hjer í tvo mánuöi, og höfum við ekki heyrt annað af bonum en gott,, en á prenti höfum við ekki sjeð hann síðan liann kom, fyr en nú á: Kosnivf/arskrá fyrir llri/hjavikurbœ- árið 18’52. Á {lessari kosningarskrá stendur Vilhjálmur með tveimur öðrum, mönnum hjer úr kjördæminu, og getum við ekki neitað {>vr, að {iegar við sáum {»ar nöfn þessara Jiriggja manna saman, þá þókti okkur Villi jálmur vera kominn þar í meðallagi fýsilegan fjelagsskap. Við segjum þetta ekki í því skyni, að við viljum lýta hina mennina, þeir eru meiri sómamenn en svo, en þegar við sáum nöfn þessara jnanna á kqsníngarskránrú, datt okk- ur í hug, hvort það m.undi rætast á henrii, er gamall maður sagði einhvern tíma um annan af aðstoðarmönnum kjörstjórans; maöurinn sagði um hann, „að sjer þækti lrann lieldur „hálsliðanijúkur í hugsan sinni, og æöi já- „andalegur í tali“; okkur datt og í hug, það sem við heyrðuin sama mann segja hjerna um árið, þegar verið var að rita um fundar- hald á jþingvelli í Tíðindunum sálitgu, og dæma um, hve hollt það mundi vera o. s. frv.; þá sagði hann: „mjer dettur opt í hug, þegar „jeg er að lesa þau, Tíðindin þau arna, það „sem hann afi minn heitinn sagði einlivern „tínia, að: diminir, þegardökkvir dæma“. Við fóruin nú að líta þetur á kosningar- skrána, og getunr við þá ekki neitað þvi, að okkur þótti liún vera nokkuð skyndileg. Fyrsti maðurinn, sem á kosningarskránni stendur, er prófastur Ásmundur Jónsson. í kjörgengis- dálkinum stendur já við liann, og eru kosn- ingarrjettur lians og kjörgengi sönnuð með þvi, að Iiann eigi Landakot, en í næsta dálki á eptir stendur, að dýrleiki á Landakoti sje ókunnur, og liver veit þá, livort hann er eins mikill, og vera þarf, eða lOcr? í Jarðatali Jóns Jónssonar stendur, að Landakot sje hjá- leiga með 90 álna landskuld og 1 kúgildi, og likist þetta afgjald valla meir afgjaldi af 10cí“ jörð, en 5cr koti? enda er og þaö athugandi, að þó að súmum þurrabúðármönnunum kunni að þykja túnin prófastsins nógu stór, þá mun þó varla néirin nraður get.a farið þvi frarn, að Landakot sje fiinmti partur úr allri jörðinni Reykjavik fornu, sem var 50 cr að dýrleika. Fjórði mað’irinn á kosningarskránni er yf- irdómari Jon Pjetursson; við liann stendur og já i kjörgengisdálkinum, en í þeirn dálkunum, þar sem talaö er um kosningarstofninn og kjörstofninn, er nefnt hús, sem Jón hefur keyptrfyrra. Nú lítur svo út, sem kjörstjórnar- mennirnir liafi einhvern veginn fundið á sjer, að þetta mundi vera vel stut.tur eignartimit.il þess, að maðurinn gæti verið kjörgengur, því þeir hafa sett fyri aptan í atlnigasemdir, að hann ætti jarðir utankjördæmis, en þar er hvorki getið urn, livort þær jarðir sjéu hjer í suðuraintinu, eða lrvort þær eru 10 ar að dýr- leika. 5flð er alkunnugt, að Jón Pjetursson er ættaður að noröan, en koria lians að vest- an, ,og því eigi ólíklegt, að jarðir þær, er hann annaðhvort kynni að hafa tekið i arf eptir foreldra sína, eða fengið með konusinni, liggi heldur í iiorðuramtinu eða vesturamtinu, en lijerí suðuramtinu; okkur er og eigi kunn- ugt, að yfirdómarinn hafi keypt neinar jarðir hjer syðra, og vræri því eigi ófýsilegt að vita, hvar jarðir lians liggja, livort þær liggja í þessu amti eða eigi, því ef þær liggja í hin- um ömtunum, þá geta þær ekki veitt honum kjörgengi í þessu arnti, en liitt getur varla átt sjer stað, að eignartími lians á þeim jörð- um geti tengst frarnan við eignartíma hans á liúsi þvi, er liann hefur átt hjer í rúmlega 1 ár, og þannig sama eignin veitt honum undir eius kjörgengi í tveimur ömtum- Sjötti maðurinn á kosningarskránni er kaupmaður M. W. Biering; við hann stendur einnig já í kjörgengisdálkinum, en til þess að sanna kjörgengi hans, stendur í jarðeign- ardálkinum, að eign lians sje: óskipt jarðalóð vestangarða, og að dýrleikinn sje ókunnur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.