Þjóðólfur - 05.11.1853, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.11.1853, Blaðsíða 2
152 svo, aÖ ekki faest prentuö af honuoi nema sj örk á mánuði, á meöan stendur á prentun al- þingistíðindanna; þess vegna verftur pjóhólf- úr veittur meö skornum skammti í skamm- deginu, en um þaö skal veröa bætt þegar kemur fram á ^orrann. $ví ekki treystist eg til aö hafa blaöiö minna en 18 arkir, með sömu stefnu, og svo mikið sem að því herst, og verður því enn hvert expl, pessa árgángs á 1 rbd. J>eim sem eg sendi nú byrjun þessa árgángs, og ekki afsegja liann með miðsvetrarpóstferðunuin eða fyrri, þá hina sömu álit eg bundna við að kaupa hann allan. ./, Gvðmundsson. Útlendar fréttir. Með póstskipinu bárust engar fregnir um málefni íslands, eða hvernig stjórnin 'tekur í þau. Dönsku þýðínguna af þingbókinni frá alþíngí þótti vanta, til þess að stjórnin gæti farið að að gjöra nokkuð við alþíngismálin í sumar. Má þetta sýnast nokkuð merkileg viðbára, úr því til hennar voru komin álits- skjöl þíngsins í málunum, bæði á dönsku og íslenzku, svo ognefndarálitin sér i lagi og þíng- bókin öll á íslenzku, eníslenzkirmenn í stjórnar- deildinni, til þess að útlista málin, eptir þess- um skjölum, fyrir stjórnarherranum. En það er ekki að búast við, að Örsteð gamli hraði þess- um málum, fyrst að hann leyfir sér að fresta svo óforsvaranlega verzlunarfrelsismálinu ís- lendínga, eins og hann nú gjörir, málinu, sem hann lagði sjálfur fyrir Ríkisþíngið í sumar óbreytt, eins og Bang var búinn að gánga frá því og leggja það fram áður1, málinu, sem Örsteð sagði sjálfur um, á Ríkisþinginu í sumar, „að undir þvi áliti menn komna vel- ferð íslands, að verzlunarfrelsi kæmist þar á hið allra bráðasta, eins og stjórnarfrumvarpið færi fram, og, að stjórnin hefði pví álitið sér s/cylt, að gjöra allt, sem hún megnaði, til pess að hafa þetta fram“. Nú heíir þessi sanú ráðgjafi sett nefnd (Kommission) til að undirbúa það undir Ríkisþ., málið, sein stjórn- in var búin að undirbúa fyrir 3 ráðgjafa hvern eptir annan, Rósenörn, Bang, Örsteð, en áður búin 4 sinnum að heyra um það álit alþingis, og tvisvar að leggja það óbreytt fyrir Ríkis- þíng Dana. Eptir allan þennan drátt og mikla ‘Sjá 5. ár. pjóðólfs 117. undirbúning setur nú örsteð nefnd í máli þessu, til þess að íslnndingar, ef mögulegt er, geti lifað upp aptur aðílutuíngsleysis og harð- réttisárin eptir næstu aldamót, og svo fyrri, Og það veit hamingjan, að þessir góðu reið- arar landsins láta ekki sitt eptir lrggja, að slrk sældarár geti færzt yfir oss sem fyrst, og held- ur ekki ýms fásinna sjálfra vor Íslendínga í verzlunarefnurn, og samtakaleysi. jþað mæla sumir, að konúngur vor hafi af tekið að setja þessá nefnd~i' VerzhTnarmálinu og fresta því svo, og er það honum likt. Oss er skrifað, að í nefndinni séu settir þessir menn: Andr. Ilansen, Bardenfleth, sem hér var, Clausen, reiðari og bjargvættur vestfirðínga, Garlieb, og Oddgeir Stephensen. Bardenfleth kvað vera lúnn mótsnúnasti, eins og hans von og vísa er, Islandi til handa ; en góðs eins mun mega vænta af herra Oddgeiri, bæði í þessu ináli voru og öðrum, eptir Jiví sem hann fremst megnar. — Nógir bárust með póstskipinu spádómar og getgátur uin, að dragast myndi til almenn- rar styrjaldar í Norðurálfiinni, út af ágreiiúngn- um milli Soldáns í Miklagarði og Nikulásar Rússakeisara; því ekki vill jafnast ágrein- íngur þessi, og rís hann útafþví, að Nikulás vill einn vera verndarmaður og æðsti yfirráð- andi allra kristinna, sem eru í löndum Sol- dáns og játast undir hin grísk-katólsku trúar- brögð; en Soldáni þykir Nikulás fara þar fram óþolandi ráðríki yfir löglegum þegnuin sinum; aptur ber Nikulás fyrir, að kristnir menn liafi helzt til léttvæga vernd og athvarf, þar sem hinn heiðni Tyrkja-Soldán á hlut að. Uppá- stúngur þær, sem hinir volilugn stjórnendur gjörðu i sumar, í Winarborg, til þess aðjafna þetta mál, líka hvorugum; Soldán vill með engu móti gánga að þeiin sáttakostum óhreytt- um, en það heimtar þó Nikulás, og vill ekki með öðrum kosti færa hinn óviga her sinn heim í leið, norður yfir Dóuá- elfnna og Pruth. En bæði er það, að Soldáni mun ekki Ijúft sjálfum, að slá undan Rússa-Lása, enda spana hann og upp og stæla til ófriðar herforíngjar hans og aðrir gæðíngar; vilja þeir ekki að stór-Soldáninn slaki til í neinu, og lá því við upphlaupi í Miklagarði þegar svo sýndist, sem hann vildi slá undan. j>á lögðu Frakkar og Engilsmenn 6 herskipum sinum inn að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.