Þjóðólfur - 08.04.1854, Page 1
Þ JÓÐÓLFUR.
1854.
Sendur kaupendum kostnaðarlaust; verð: árg., 18 ark. 1 rbd.; hvert einstakt nr. 8 sk.; söltilaun 8. hver.
6. dr. 8. apríV. 141.
Nokknr íilþíngismálin 3853.
III. Sveitnstjórna'rmú/iök
Síðan 10 ár vom eptir af 18. öldinni og
öðru liverju fram á }Jenna tlag, hafa flestar
hinar menntuðu jtjóðir í Norður-og Vesturálfu
heimsins1 háð stríð með ritum og vopnum fyrir
frelsi sínu og frjálslegri stjórn. Menn hafa
byggt þetta á aiigljósum og náttúrlegum rétt-
induni; menn hafa skýrskotað um þau efni
til óbrjálaðrar skynsemi, t.i 1 mannkynssögunn-
ar, og til margra alda reynslu, og mbnn hafa
einnig studt þessa skoðun sína við dæmi liins
volduga Stórbretalands (Englands) og hinna
niiklu Bandaríkja í Vesturheimi.
Og i hverjum aðalatriðum er nú fólgið
Jietta |)jóðf'relsi, sem náttúrleg réttindi mann-
anna, og heilbrygð skynsemi, óvéluð af vesælli
eigingirni eða eptirvæntíngu um veittu ndð
einveldishöfðíngjanna, segir að oss beri, og
megi verða oss til framfara og heilla? Er
Jietta frelsi fólgiö í sjúlfrœði hvers einstaks
manns, er fiaö fólgið í því, að haiin sé engu
háður neina ímynduðum hagsmunum sjálfs sin,
og hugfiótta sinum? nei enganveginn; slíkt
mundi leiða til hins frekasta ófrelsis og ó-
stjórnar og til eyðileggíngat-hæði hverju þjóð-
félagi og verða öllu mannkyninu til tjóns,
l>ví „með löyum skal land byyyja“.
Ágæti hvers einstaks manns er undir fiví
komrð, að hann setji sjd/fum ser einskorð-
nðar lífsreylur, samkvæmar heilbrygðri skyn-
semi, óvélaðri af eigingirni, lífsreglur sem koini
heiin við hina kristilegu trúarlærdóma, og að
hann hafi svo í heiðri þessar lífsreglur, að
hann álíti sig bundinn við að lifa eptir fieim,
og aldrei að víkja frá boðum fieirra. íþetta
er skilyrðið fyrir ágæti og verulegu frelsi hvers
manns, og fyrir fiví að liann sé nýtur f»jóð-
félagi.
En eins og þetta er verulegt skilyrði fyrir
velfarnan og frelsi hvers manns sér í lagi,
eais er sannarlegt frelsi og verulegar fram-
farir þjóðanna og fijóðfélaganna einkum komið
undir því, að þau eigi kost á að setja sjálf-
um sér lög að mestu eður öllu. Jví eins og
hver einstakur maður, sem kominn er til vits
og ára, hlýtur að vera færastur um það sjálfur,
að setja sjálfum sér lífsreglur, af þvi hann
þekkir betur en aðrir eðli og ástand sjálfs sín,
og eins og hver einstakur maður þannig hlýt-
ur að virða mest og fylgja eindregnast þeiin
lífsreglunum, sem hann hefir sjálfur sett sér,
af því þær eru byggðar á sjálfs-reynslu og
sjálfs-þekkíngu, eins verður hvert þjóðfélag,
bæði hin stærri og smærri, ekki að eins fær-
ast um að kveða upp lögin sem það á að
hreyta eptir, heldur virðir það og þau lögin
meir, og fylgir þeim eindregnar, af því þau
eru grundvölluö á nauðsyn og reynslu og
viðurkenníngu sjálfra þeirra manna, sem eiga
að hlýðnast. þeim. En þar undir er komið á-
lit laganna og afl, og öll sú heill, sem stend-
ur af góðum lögum, að þau séu byggð á
reynslu og sannfæríngu þeirra, sem þau eiga
að ná yfir, því þessi sannfæríng er skilyrði
fyrirþví, að nienn virði lögin og lilýðnist þeim
fúslega. (Framh. síðar).
þjóðólfur.
Vér finnum oss skylt að færa sönnur á
mál vort um þær góðu viötökur, sem 6. ár-
gángur íjoðólfs hefir átt að fagna hjá lands-
mönnum, og skulum vér nú sýna hér, hvað
marga kaupepdur hinn fyrri útgefari hafði í
hverju héraði, ept.ir því sem hann skýrði frá,
og hváð marga vér höfum nú.
Kaupendur jþjóðólfs.
1852 1854
í Skaptafells-sýslunum . . . 4r 'W
- liángárvalla-sýslu . . 54 86
- Vestmanneyja-s. . . . . . 10 10
flyt: 111 164