Þjóðólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.01.1855, Blaðsíða 4
— 28 — •líkum töflum, einkum þeir, sein litið eða ekki kunna í reikníngi, verða að kynna sér þær áður i næði, og gjöra sér tamt að lesa þær og skilja; er þetta því nauðsynlegra, sem þær eru ekki eins greinilega og gisið prentaðar, eins og þörf hcfði verið á, og eins og t. d. er i „Vasakverinu" gamla; einkum á þetta heima um vaxtatöflurnar, sem eru mjög illar og ógreinilegar aflesturs, og væri merkilegt, ef sá, sem prófarkirnar las, hefir ekki getað fengið þetta lagað fyrir óheyrðri stífni prentarans, eða J)á viðbarinni fátækt prentsmiðjunnar á tölustöfum. Rcglur fylgja hverri töflunni til þess að skilja þær og geta heimfært. F.ins er uin hinar fróðlegu og mikíð greinilegu utskýrfngar á pen- íngum vigt og mæli útlendra þjóða, bls. 15—54, að menn verða að kynna sér þetta fyrifrain nákvæfnlega, og læra til hálfs utanbókar, til þess að liafa full not af í viðlögum. 1 þessum útskýríngum söknum vér útlistunar um „Ham- burger-Bankomark“ eða „Banko- Ma'rk“- („B #“) penínga- reiknfnginn, sem er við hafður víða uin heim, líkt og „Pund Sterling“ („£ st.“) ; vér söknum og meðal verðlags- taflanna, einnar: um kornverð, eður þá vöruna, sein optar •r talin og mæld í skeffum en kútum. Bókin er, að öðru leyti en töflunum, vel vönduð að prentuu og pappír, en víst miður að prófarkalestri; bls. 80, 5. línu að neðan, er t. d. slæin prentvilla; — „er deilt i annan miðlið“; bls. 18 „1 fjórð. á landsvísu eru 5 fisk- ar“, er rángt. En þó vér hófum getið þessara galla, álitum vér kverfð í mörgu tilliti hentugt og gagnlegt fyrir almennfng, og vel kaupandi með því væga verði, sem á því er, í samanburði við tilkostnaðinn til þess, eins og það er nú. Fréttir. — Mannalát og slisfarir. — Eggert Jónsson sem lengi hafði búið í Grímstúngiim, hóf ferð sína að beiman 26. sept. f. ár, og ætlaði „fyrir gafl“, sem kallað er, vestur í Víðidal eður Miðfjörð; hriðaveður var, en bann vildi ekki þyggja, að fylgdarmaður færi með sér til bæja; villtist svo Eggert, og fannst liann eptír mikla leit öreudur undir steini hjá ánni „Kornsá“ vesturundan Ási í Vatnsdal; Eggert heitinn var 82 ára þegar hann dó, hafði verið gyptur sömu konunni, er liann missti í suuiar, ,í óS ár. — 6. okt. f. ár andaðist á bezta aldri húsfrúKatrín Jakobína, dóttir lýiels Havsteins, kaup- manns í Hofsós, seinni kvinna séra Björns þorlákssonar á Höskuldsstöðum, og í öndverðum novbr. f. ár húsfrú Sigríður Pálsdóttir, einnig á bezta aldri, seinni kvinna séra þorvarðar Jónssonar í Holti undir Eyja- fjöllum. — Nálægt 17. oct. f. ár fórst skip undir Jökli »ieð 5 manns; fyrir því var G uð m undur bóndi Jóns- son í Máfahlíð, fyrrum hreppstjóri, sómamaður að inörgu. — l.'tn miðbik næstl. nóveinhermánaðar andaðist merkis- maðurinn Haldór Haldórsson á Grund á Akranesi; liinar stórkostlegu jarðabætur á Nýjabæ og Grund eptir sjálfan hann, og þær, er að hans hvötum og fyrir rik- uglega umbun hans hafa gjörzt á þyrli, síðan hann eign- aðist þá jörð, eru veglegur minnisvarði iiin dugnað lians «g verulegu framkvæmd, og vottur þess, livað iniklu • óðu liændur vorir geta komið til leiiðar með eindreginni reglusemi, ráðdeild, yðjusemi. — Kvennmaður drukknaði i Kángá, eptir vetiirnæturnar, og únglingsmaður í Holt- fcinum stakk sig til ólifls, er hann var að brytja kjöt. — .N'úna um hátíðarnar varð kvenninaður einn úti á Álpta- nesi, á heimleið innan úr Hafnarfirði; hún slógst i sam- fylgd með öðrum manni þar af Nesinu, en sá var að sögn talsvert drukkinn, týndi af sér stúlkunni í bilnuiu og þegar diiniiia tók; gat liann þess að visu á bæjum þar í grennd, og er sagt menn liafi eitthvað myndazt við að leita hennar þá þegar, en daginn eptir fannst hún örend norðan i Garðaholti skammt eitt frá bæjum. jáað er vonandi, að ylirvaldið láti ekki það mál ó- rannsakað. — Málið, sem stiptsyfirvölilin létu liöfða á höndur prentsiniðjiiiiefndiiini á Akureyri, út af þvi, að hún lét prenta í fyrra 2000 af barnalærdómsbókinni, var dæmt í héraði 20. oct. f. ár, og „pre n t sm i ð j u n e fn d i n áAk- ureyri dæmd sý k n a f á k j ær u m s tj ó r n e n d a p r en t- smiðjunnariReykjaví k“. — Korn var nóg á Sliaga- strönd, og var látið falt á 9—10 rdd. tunnan þegar sið- ast fréttist. — Hæstur hausthlutur hér á Seltjarnarnesi er rúin 800, minnstur hiutur iim 300; á Álptanesi Akra- nesi og í Garðinum er haustaflinn áþekkur þessu; en -rniklu ininni i Hölniinuin, Vogum og iiui Vatnsleysuströnd. — Gleðileikir í S t ip t a m ts ga rð i n u m. — Næst undanfarin 5 kvöld hefir herra greifi Trampe gefið 2 leiki heimaihúsi sínu, og boðið til öllum hinum heldri staðar- búum að sjá þá ókeypis. Leikirnir eru: „Tro Ingen for vel“, cptir Kozeboe, og „ll e cen s e n t eu og Dyret“, eptir L. Ileiberg; þeir fóru fram á dönsku máli; herra greifinn lék sjálfur og 4 börn hans og húsjúngfrúin, þar að auki nokkrir karlmenn og konur utanhúss. Leiksviðið hafði listamaðurinn herra Nielsen tilbúið, og af mestu prýði. Yfir höfuð að tala voru leikirnir sjálfir leystir mikið vel af hendi, og veittu staðarbúuin góða og sjaldgæfa skemaitun. Auglýsíngar. — Skoljarpur hestur, nálægt 17 vetra, stór, heldur taglstuttur, en faxmikill, feitur og aljárnaður, mark: týlt hægra, livarf mér um næstliðnar veturnætur; bið jeg þá, sem hitta hestinn að hirða hann, og hjúkra lionurn til vordaga gegn sanngjarnri þóknun, ef í fjarska finnst, og gjöra mér visbendíng af, en færa mér hestinn ef hana finnst nærlendis. Kirkjuvogi, 15. des. 1854. Marteinn Olafsson. — Bleikstjörnótt hryssa, mjó og rennileg, affext og ójárnuð, mark: sýlt hægra gat vmstra, hefir horfið mér, og híð eg að koma henni til niin eða láta mig frétta af hcnni svo fljótt, sem unnt er, gegn sanngjarnri þóknun. Stóruvatnsleysn, 25. des. 1854. Jón Jónsson ýngri. — Jörp liryssa, nálægt 5 vetra, affext með járna- myndum undir framfótuin, mark: blaðstýft áptan vinstra, kom hér til min á áliðnum slætti i súmar, og má eigand- inn vitja hennar hér gegn sanngjarnri borgun fyrir hirð-» ingu á henní og fyrir þessa auglýsíngn. , Selparti i Flóa, 20. nóvbr. 1854. Friðrik Bergsson. — Næsta blað kemur út 3 dögum eptir að póstskip ér komið; — að öðrutn kosti 27. þ. m. Ábyrgðarmaftnr: ,/ón Guðmundison. Prsutabur í preutsmibju íslauds, hjá £. þórbarsyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.