Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.06.1855, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 02.06.1855, Qupperneq 4
faðma bili, milli garðsins og fremri enda netsins, sem taugin er við fest; þá skal liafa til mjóa spítu, eður skapt, að lengd 3’/z áln., og binda sínum enda skaptsins við hvorn efri teinanna á netinu, spennist netið fyrir þetta svo i sundur, að úr því myndast kloíi, en í þeim klofa lendir laxinn, þegar hann mætir fyrirstöðunni við garðinn, snýr apturfrá honum og leitar fram með honum og ætlar sér fram úr lögninni; vel má hafa þverspitur þessar tvær, en sé svo, þá á hin fremri spítan að vera styttri en sú, sem nær er garðinum, svo að klofi netsins víkki eðlilega eptir því sem nær er garðinuiní‘. (Niðurl. í næsta bl.). Fréttir. þó að skip hafi komið hér næstliðna viku, hvert á fætur öðru, og eitt þeirra væri ekki á leiðinni nema 8 daga, þá hafa samt ekki borizt útlend blöð með þeim nýrri, en til 5. f. mán., og er þar getið fárra frétta annara, en fyr voru komnar, og áður er frá skýrt. I sögum er það haft eptir scinasta skipinu, að rúgur hafi verið hækk- aður i verði, jafnvel að 8rdd. 80sk., en um mánaðamótin apríl—mai segja blöðin, að þurkaður rúgur hafi verið seldur f Höfn á 8 rdd. (óþurkaður á 7—7y2rdd.), en þess er þar getið með fram, að kornverzlunin hafi verið að lifna og eptirsóknin eptir því meiri, en fyr var í vor. — það barst og með seinasta skipinu, að sambandsmenn gengi fast að Svíum, að þeir gengi í lið með öðrum hvorum, þeim eða Rússum. — Blöðin geta nýs áhlaups sambandsinanna á Sebastopol 1. f. mán., og að þar hafi þeim vel unnizt á, því 200 Rússa hafi verið teknir höndum, og 8fallskot- vopn („mörsere") náðzt frá þeim, ett'nokkur vígi þeirra i utanverðum staðnum skotin niður; fregnin hér um var ekki nema eptir hraðfrétt, og hún því óljós, og þess ekki getið þar, hvað mikið mannfallið hafði orðið. — 28. apr. laust fyrir miðaptan var Loðvík keisari Napoleon á reið með 2 hershöfðíngjum sínum; nálægðist þá keisarann vel búinn maður, svo, að ekki voru nema fáein fet í milli, og hleypti af pistólu á hann, en keisarann sakaði ekki par. Morðínginn nefndist Livraní eða Laverfnf, var skósmiður 30 ára, Italskur að kyni; var hann óðar handtekinn og játaði, að hann hefði svarið þann eið 1849, daginn sem Frakkar tóku Rómaborg herskildi, að hann skyldi drepa yfirmann hinnar frönsku stjórnar, sem hefði ráðið herför- inni til Rómar. — það var í orði, að Loðvík keisari hefði staðráðið, að fara til sambandshersins á Krim f öndverð- um f. mán. — Fyrir brezka flotanum f Eystrasalti ræður nú ekki Carl Napier, cins ogífyrra, heldur Dundas admíráli og lávarður. — Einn kaupmaður hér í bænum hefir beðið oss gcta þess, og sýnt oss fyrir þvi bréf til sín frá einum kaup- manni í Höfn, dags. 24. apr. þ. á., að bæði hafi nokkuð af hvítri ull héðan verið seld á 100 rdd. skp. (hvert pund á 30 sk.), og að ekki hafi þá (í apr.) gengið út tólk fyrir meira en 23 sk. hvert pund. þetta getur nú vel staðizt með skýrslu þeirri, sem vér auglýstum eptir „Berl. Tíð.“, — og sem vér ábyrgjumst að er rétt til færð, — því fyrst nær sú skýrsla ekki lengra en fram í öndverðan marz-m., og svo er þar tilgreint verðlagið, eins og það var al- mennast. — þar sem það er allalmennt haft hér eptir kaupmönn- um, að Iöggð sé fjegra ríkisdala tollhækkun á norsk skip, — og það er sagt, að einn kaupmanna liafi skrifajð þetta bændum, — þá er þetta öldúngis tilh æ ful a us t; vér höfum tdfærtrétt, að tollhækkunin eru einir tveir ríkis- dalir á lest, bæði við Norðmenn og aðra útlenda, nema við enska ; vér vitum heldur ekki ncinn fót fyrir hinu, sem haft er eptir suinum kaupmönnum hér, að Norðtnenn hafi sjálfir laggt útflntníngstoll á timbur sitt. — Skrifað er frá Iíhöfn, að Mýra - og Hnappadals-sýsla sé veitt hr. B o g a Thorarensen 1 Snæfellsnes-s., — og S t r a n d a-sýsla lögffæðíngi hr. JóhannesiGuðmunds- syni á Enni í Skagafirði. , — Vér getum ekki synjað ýmsum staftarbú- um um, aft vekja atliygli herra lögreglustjórans hér að fjóshaug einum, hér á Austurstræti, þar sem leið svo ótal margra liggur um, rétt fram hjá haugnum, einkum þeirra, er eiga er- indi á fógeta - og stiptamtsskrifstofuna; haugur jtessi hefir legið svona opinn og oltinn fram á ræsisbarminn framan í öllum, meir en í viku allt til 31. f. m., og ftað er óneitanlega satt, sem bæjarmenn segja, að að honunt hafi verið litil hvítasunnuprýði eða staðarsómi; þar sem nú höfðað var opinbert mál í fyrra út af haug fram á stakkstæði, sem þó bar miklú minna á, þá er vonandi, að þeim, sem hlut eiga að máli, verði uppálaggt sem fyrst, að hafa í burtu eða byrgja iyrir manna sjónum þenna haug á Aust- urstræti.1 ’) Haugur þessi var byrgður til hálls f gær. Auglýsingar. Mánudaginn, 18. júnim. og dagana þar á eptir, verð- ur haldið hið munnlega aðalpróf, f Reykjavíkur lærða skóla. F'oreldrum skólapilta og fjárhaldsmönnum, og hverj- um einum, sem annt er um skólann og kennsluna f hon- um, er boðið að hlýða á próf þetta. Inntökupróf nýsveina er ályktað, að haldið verði 25. júním.; verða þeir að hafa með sér skírnarattest og bólu- setningarattest og nákvæma skýrslu frá kennara þeirra, yfir það, sem þeir hafa yfir farið. Reykjavík 31. maf 1855 f fjærveru Rektors B. Johnsens J. Sigurðsson. — þareð eg hef afhent prentsmiðjunni f Reykjavík útsölu á þvf, sem eptir er óselt af „Nýjum Hugvekjum“ og af hinni nýprentuðu Föstulestrabók, þá vísa cg hér með öllum þeim, sem framvegis kynnu að vilja eignast bækur þessar, til forstöðumanns prentsmiðjunnar, herra Einars prentara þórðarsonar; og verða menn svo að eiga við hann öll viðskipti út af þeim bókuni, sem hann lætur úti. Reykjavik 20. d. maímán. 1855. Svb. Hallgrímsson. Ábyrgðarmaður: Jón Guðmundsson. Prentafcur í prentsmifcju Islands, hjá E. þórfcarsyni.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.