Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.12.1855, Qupperneq 5

Þjóðólfur - 08.12.1855, Qupperneq 5
— 21 — að hufða mál í réttvísinnar nafni gegn kaupmanni ogbæjar- fnlltrúa D. Thomsen í Reykjavík, fyrir meiðyrði, er hann hefði brúkað og eptir bonum verið bókuð, við kansellfráð land- og bæjarfógeta V. Finsen fyrir fjárnámsrétti 1. des. 1852, þegar fógetinn tók lögtaki hjá honum sekt, erhann hafði dæmt Thomsen f, í máli milli hans og kaupmanns Carl Siemsens. Hín ákærðu orð, sem Thoinsen er gefið að sök að hann hafi haft í frammi fyrir fógetaréttinum voru, eptir hinni fram iögðu útskript af fjárnámsgjörðinni, á dönsku máli, og á þessa leið: „að hann (Thomsen) því siður gæti fengið af sér að greiða sektina sem hún, með þessa fógeta vitund sem dómara, styddist við ráng- an („f al sk“), vilhalian („i n ter es s ere t“) vi tnis- burð S. Sivertsens, hvers vegna hann yrði að geyma sér rétt gegn öllum hlutaðeig- e n'd u in fyrir þetta sig meiðanda fjárná m“. Hinn setti undírdómari, sýslumaður Baumann, lagði þann dóm á mál þetta f fj ó r ð a sinn, með tilkvöddum með- dómsmönnum (— því fyrir héraðsdóminum hafði yfirvaldið skipað og sett sækjanda i mátið, — tilsk. 24. jan. 1838, 15. gr., — og hann krafðist ærumissishegníngar yfir hinum ákærba fyrir orðin —), og dæmdi Thomsen sýknan af á- kærum sækjanda, en allan málskostnað úr opinberum sjóði. Yfirdómurinn fann nú að vísu töluverða formgalla við þessa hina síðustu (fjórðu) ineðferð málsins i héraði, en að það mundi olla hinum ákærða óþolandi biðar, ef þvi væri enn heim vísað, enda inundu gallar þessir ekki held- ur nema því, og áleit því, að nú bæri hér að leggja dóm á sjálfa sökina. Yfirdómurinn gjörði þá fyrst og fremst að álitum, hvað hinn ákærði hefði einkum borið fyrir sig sér til málbóta, (— hann hafði sjálfur og einsamall hald- ið vörn uppi fyrir sig við undirréttinn, og að nokkru leyti einnig fyrir yfirdóminum —), cn það var einkum þetta: að en þótthann hefði brúkaft hin ákærðu orð fyrir fjárnámsrétt- inum, sem hann þó enganveginn áleit sannað, þar eð hinum framlögðu útskriptum Finsens lógeta ekki bæri saman og þessvegna mætti ekki reiða sig á þær, þá hcfði hann alls ekki haft þann hug að meiða fógetann sjálfan eða sóma hans ineð hinum ákærðu orðum, heldur hefði hann ineð þcim að eins viljað benda til, hvcrsvegua hann áliti dóm- inn rángan, þann er gerði honum að greiða sektina, og hversvegna hann áskildi sér rétt gegn hlutaðeigendum, út af fjárnáminu er á dómi þessum byggðist. Yfirdóinurinn áleit, að ósamkvæmni sú, er hinn ákærði hafði borið fyrir að væri i hinum fram lögðu útskriptum væru að mestu leyti einúngis litilfjörlegar ritvillur er iæst- ar snerti útskriptina af fógetagjörðinni, og mundi þvi mega fara eptir henni. Mál það, sem var milli þeirra Carl Siemsens og hins ákærða Thomsens og sem hann var sektaður í með dómi, rcis út af ágreiníugí um lóðarsplldu mitt i milli húseigna- lóðar þeirra hér í bænum. Hafði kaupmaður S. Sivertsen selt Thomsen búðarhús hans með tilheyrandí lóð; en son- ur Sivertsens seldi Siemsen þá húseign og Ióð, er hann hafðikeyptaf föður sínum (Sivertsen), og liggja húseignir þessar og lóðirnar saman. í þessu máli var Sfvertsen kaupmaður leiddur sem vitni, og áleit nú yfirdómurinn bæði að þessa vegna hefði hinn ákærði mátt hafa ástæðu til að álita Sivertseæ ekki óvilhallt vitni, þar eð hann hefði þar vitnað um selda eign sina eða sonar sfns, og að þar að auki væri fram komnar nokkrar missagnir i vitnishurði hans, hvcrs vegna hinn ákærði hefði haft t^efni til að kalla vitnisburð þenna „rángan“; svo hefði og fógetinn (Finsen) játað, að hann hefði vitað af cða tekið eptir missögli þessu f vitnisburðinum, áður en hann lagði dóm á þetta ágreiníngsmál þeirra Sieinsens og Thomsens og dæmdi Thomsen í sektina; einnig hefði dómarinn (bæjar- fógetinn), eptir að málið var tekið undir dóm, tekið það fyrir á ný, - til að leiða vitni um, hver þeirra Siemsens eða Thomsens hefði að undanförnu notaft lóðina, sem á- greiningurinn var um, og einmitt þá tekið til bókar hinn áminnsta vitnisburð Sivertsens hér uin. Að áliti yfirdómsins virtist nú að vfsti ekki dómurinn i téðu máli miili Sicmscns og hins ákærða Thomsens að vera byggður á téðum vitnisburði Sivertsens, en eigi að síður áleit yfirdómurinn að hinn ákærði hefði getað verið þeirrar ineiningar, og að bæði þess vegna, sein og af Iramanskrifuðum ástæðum, og þeim skilnfngi sem liann liefir þar að auki sjáifur lagt í orð sín og meiníngu, þá þyrfti ekki í hinum ákærðu orðum að liggja meiðsli til fógetans, heldur mætti til sanns vegar færa það, sem hinn ákærði hefði sagt, að i orðunum lægi einúngis ástæður hans fyrir því, hvers vegna hann ekki vildi greiða góð- mótlega scktina sem hann var í dæmdur og þá var verið að taka lðgtaki, nefnilega, af þvf sá dómur væri rángur, þar eð liann styddist við vitnisburð Sivertsens er þó ekki hel'ði mátt byggja á sakir missöglis þess, er þar i væri fram komin. Yfirdómurinn lagði því, 5. f. mán. þann dóm á sök þessa: að hinn ákærði D. Thomsen skyldi vera sýkn af á- kærum sækjandans f þessari sök, en þó greiða allan af sökinni löglega leiddan kostnað, — að því leyti ekki hefði verið öðrnvísi ákveðið mcð fyrri yfirrétt- ardómi, — nema málsfærslulaun sækjandans fyrir und- irréttinum, því þau skyldi grciða úr opinberum sjóði1. Um bókasafn Alpíngis. L Aptan vi?> tíbindi frá alþíngi 1S53 er skrá yfir bækur þær, er alþíngi átti vi& árslokin 1853, síð- an hafa því bætzt þessar bækur: A. keyptar. Lovsamling for lsland. III., IV. og V. D. Lovsamling af Ussing, for 1853 og 1854. Reskripter for 1846, 1847 og 1848. Hovedregister til Reskripteme 1831 — 48. *) í 6. ári „þjóðólfs“, bls. 19—90, er þess getið, að 1 hinu svo nefnda „M y kj u h a ug sm á li“, sem höfðað var að tilhlutan yfirvaldsins gegn kaupmanni D. Thomsen, var hann með landsyfirréttardómi, 23. okt. 1854, algjörlega frí fundinn og kostnaðurinn dæmdur úr opinberum sjóði. Stiptamtið skaut þeim dómi til hæstaréttar, en hæstiréttur „frá vísaði málinu“, með dómi, að öllum Ifkindum af þeim ástæðum, að i þvi máli gat aldrei verið umtalsefni um aunað, en lítilfjörlegar fjáracktir sem aldrei gátu num- ið þeirri fjárupphæð er skjóta má að lögum nndir hæsta- réttardóm.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.