Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.12.1855, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 22.12.1855, Qupperneq 3
— 27 - laka átti Sebastopol, eins og þeim fórst við við Malakow- virkið í snmar 18. júní (sjá 7. ár þjóðólfs, bls. 118—119); að minnsta kosti liggja ensk blöð löndum sínum á hálsi fyrir það, kve ódrengilega þeim hafi farizt 8. septbr., og segja það Frökkum mest að þakka, — en ekki þeim — að borgin hafi náðzt. Enða var f ráði, þegar síðast spurð- ist, að taka af Simpson æðstu herstjórn yfir liði Breta á Krim, en setja yfir það annan hermann brczkan, er Co- drington heitir. Ekki hafði slegið 1 neinn bardaga eða atlögu milli þeirra sambandsmanna og Gorschakolfs þegar síðasl spurðist, frá þvi borgin var tekin; liann bjóst sem beztum og sem fastastfyrir í norðurhluta staðarins hinumcg- in hafnarinnar og víggirti þar liverja þúfu, og leit helzt út fyrír, sem hann ætlaði að reyna að láta berast þar fyrir með lið sitt og verjast þar vetrarlángt, svo að sambands- menn næði ekki að leggja undir sig allt Krimnesið að svo komnu. Voru misskiptar meiníngar manna og spár um, hvort Gorschakoff mundi takast þetta, því lið hans, þó inargt sé, hefir skort á ýmsum nauðsynjum en þó mest á þori og hug, þar sem hver ósigurinn á fætur öðrum hefir beygt það; en á meðan Rússar ná að halda óhindraðri saingaungu við meginlandið og aðflutníngum þaðan, en það gcta þcir, á meðan sambandsmcnn geta ekki náð á sitt vald þeim 2 stöðum á nesinu: E u p a t o rí a og P e r e k o o p, en til þess þora sambandsmenn ekki að tvfstra liði sfnu undir vetur- inn og yfirgefa sjálf'a borgina við litla vörn, — á meðan ætla menn, að Kússar nái að haldast við þarna að norð- anverðu núna fyrst vetrarlángt. Miklu meira og mikis- verðara var herfáng það er sambandsmenn komust yfir í Sebastopol heldur en fyrst var af sagt, og sýnir það, að Rússar baf'a mjög svo hraðað flótta sínum úr borginni, ekki þó lengra en undanhaldið var, — yfir sjálft hafnarmynn- ið, — er þeir skyldi láta jafnmikið eptir i höndur óvinum sínum. — Sambandsmenn komust yfir þar f borginni, —auk 6000 fallbyssa sem fyr er getið, — 407,314 fallbyssukúlur, 105,755 eldhnetli (nbombur“), 52,446 fjórð. púðurs, 15,000 fjórb. af köðlum, 150,000 fjórð. af niiltajárni og stáli, 12,000 fjórð. af eir, 4,000 fjórð. af látúni, 10,000 fjórð. af gömlum eir, 16,000 fjórð. af brotajárni, 127,000 skipp. af steinkolum, ógrynni af timbri, plaunkum, masturtrjám, rám, o. fl.; —margar og ýmislegar vcrksmiðjuvélar (,ma- skinur“); þar að auki af matvælum : 11,000 sekki með brauði, 17,000sckki með liveiti og öðru méli, 480 tunn. af saltketf ofl. — Sambandsmenn bæta nii vígin f Sebastopól sein vand- legast undir veturinn, og eru þeir nú miklu öruggari en þeir voru í fyrra í bráðavirkjum þeim er þeir höfðu hrófað upp til varnar sér fyrir utan borgina, og urðu að verja með oddi og egg nótt og dag fyrir árásum borgar- manna, en nú telja þeir víst, að Rússar muni ekki þora að leita á þá í borginni, enda hafa og sambandsmenn, síðan þeir unnu Sebastopol, gjört uinsátur og áhlaup á aðra staði Russa á Svartahafsströndunum, þar f grennd við iVesið, en þar eiga Rússar ýmsa auðuga merkilega verzi- unarstaði og kastala, þvf þar f'alla til sjáfar mikil fljót, skipgeng lángt upp í meginland (Dnieper, Dniester, Bog); hinir helztu staðir á þessu svæði eru Cherson, N i k o- lajew, Kinburn, Otschakow, en einkum Odessa, einn hinn mesti kornverzlunarstaður f Norðurálfu; á þessu svæði er og nes eitt er Tainan heitir, og eru þar ýmsir smærri kaupstaðir og virki, en öll þau virki og kaup- staði, og svo allt nesið Taman, tóku sambandsmenn her- skildi frá Rússum í öndverðum október, eptir að þeir höfðu gjört þar að liarða atlögu bæði af sjó og landi; svo fór og fyrir festfngunni Kinburn, að sambandsmenn tóku hana herskildi 17. október og unnu Bretar mest að þvf með gufuskipum sfnum og fiekaskotvélum þeiin úr járni („svöm- mende Batterier11) er þcir hafa ný-fundið upp; þau mara f kafi, eru höfð áfram með gufuafli, og vinnur ckki á þeim þótt logandi eldhnettir belli á þeim, en menn þeir sem á ern sjást ekki né eru f skotfæri ofansjáfar; því má lcggja vélum þessum inn undir sjókastala og skjóta á þá, án þess þá saki sem á sækja. 2500 Rússar cr áttu að verja Kin- hurn, gáfust upp og á vald sambandsmanna, en þeir hafa nú tekið kastalann og scztþarað. Kastalanu f Otschakoff sprengdn þeir og í lopt upp daginn eptir, 18. október, og mikið af varnarliðinu þar með; en fyrirþessar sigurvinn- íngar standa sambandsmenn niiklu nær að setjast um 0- dessa, Cherson og Nikolajew, enda hafa þeir og uinkríngt Odessa með hcrflota sfnum, og brennt þar upp ýms mikils- verð forðabúr og áhöld fyrir Rússum. — 1 löndum Tyrkja að austanverðu við Svartahaf, hafa og Kússar haldið uppi strfð- inu f allt sumar, og ýinsum þar vegnað betur og þó Rúss- uin fremur, yfir höfuð að tala. En nú hefir Tyrkjasoldán sent þángað Omer jarl, æðsta hershöfðíngja sinn, með úrvalalið til að rétta hluta Tyrkja. En ábur cn liann komst þángað, víldu Rússar fyrir hvcrn mun ná staðnum Kars frá Tyrkjum, það er allmikil borg ineð öflugri festfngu. Rússar höfðu lengí haft þessa fyrirætlun og setið um borg- ina; en 29. sept. gjörðu þeir atlögu að henni og ætluðu þá að taka hana herskildi, og sló þar í mannskæðan bar- daga er hélzt í 8 stundir; en Tyrkir sýndu þar af sér svo hrausta vörn að Rússar urðu að hörfa frá við svo búið eptir það af þeim voru fallnar 8000 manna, en önnur frétt segir 15,000; af Tyrkjum féllu rúmar 2000. — Eptir sig- urinn við Sebastopol hóf Tyrkjasoldán Pellisier, æðsta hershöfðingja Frakka á Krím, til Tyrkja-marschalks nafn- bótar, sendi honnm hefðursslagsverð („Æressabel", — og hcfir að líkindum ekki verið nein riðskóf úr kaldór eða rauðbrota! —) og tilsagði honum að auk 200,(XX) franka (þ. e. rúmir 66,000 rdl.) árlega meðan hann lifði, í heiðursstyrk úr rfkissjóði sfnum. — Að visu lítur ekki út fyrir að friður komist á í vetur, en margt lýtur að þvf að bæði Bretar og cinkum Frakkar séu f megnuin vand- ræðum með fé til að halda áfrain strfðinu næsta ár, en þó mun hvorumtvcggju full alvara að halda áfram, enda þótt flokkur einn f Englandi, en það er hinn svo nefndi M a n ch e s te r-(mansjester-) flokkur, er má sér mikils í neðri málstofunni, vilji nú hætta stríðinu, sakir þess, hvaða hnekkir öll hin enska verzlun bíði þar af. það má þvf ekki vita, þegar þíngin koma saman í Englandi, i febrúar, hver flokkurinn má sér þar meir, þessi sem vill láta strfð- inu vera lokið, eða liinn, sem vill halda því til streytu; fyrir þeim flokknum er hinn þjóðkunni Palmerston lá- varður, æðsti ráðgjafi Viktoríu drotníngar, og meðstjórn- endur hans, og svo margt annað stórmenni á Bretlandi; blaðið „Times“ (teims), eitt hið merkasta blað og láng- stærsta f heimi, lieldur nú taum þessa flokks af alefli. En til merkis um, hver alvara Frökkum og keisara þeirra er að halda áfram strfðinu, er það taiið, að hann sendi nú i öndvcrðum nóvember hershöfðfngja sinn Canrobert (hinn sama er áður var yfir hernum á Krim) til Stokk- hólms á fund Oskars konúngs; átti hann i orði kveðnu

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.