Þjóðólfur - 09.05.1857, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.05.1857, Blaðsíða 4
- ÍOO - arinnar, ogr átöldu þcir því stjórnina harðlega fyrir alla franunistöðuna, og vildu láta luetta styrjöldinni hið bráð- asta, því hún útheimti gífurlegan tilkostnað, en tvísýnt um, a?> nokkuð ynnist á við Chfnverja að heldur; stóðu umræðurnar um þetta yfir í neðri málstofunni í 3 daga, og lauk loks 4. marz, undir óttu uin morguninn, urðu þá 263 atkvæði í móti stjórninni en ekki nema 247 atkv. með. Nú lá þá næst eptir þessari atkvæðagreiðslu, að ráðgjaf- arnir legði niður völdin, en Palmerston lávarður, æðsti ráðgjafi Bretadrottníngar, sleit þínginu 21. s. inán., og lét skriða til nýrra kosnínga, heldur en að hopa. Blaðið „Times“ spáir, að nýju kosningarnar muni verða Palmer- ston f vil; það leggur og til, að halda áfram styrjöldinni við Chínvcrja og kúga þá til friðar, ef þeir vilji ekki slaka til með góðu; segir f>ar, að verzlun Breta við Chínverja sé meir en 10,000,000pd. sterl., eður sem næst 90,000,000rdl. árlega. — í skýrslunni í síSasta blafei, um vöruaSflutn- ínga híngaí) og söluverö á íslenzkum vörum, hefir sú auSsjáanlega villa orbib, aÖ reikna hverja korn- tunnu 12fjórí)únga í stab 18 fjóríiúnga; en eptir því verbur tiltala sú er vér gerbum aÖ til íslands hefbi gengií) af rúgi, byggi og baunum, 284,395 fjórb., en öll matvæli er til íslands fluttust 1856, samtals 5 0 7,2 0 5 frb., en þab verbur ab mebaltali sem næst 8 fjórbúngum á hvern mann. þab var og sagt í skýrslunni, ab ekki væri þess getib, hvab mikib brennivín og önnur ölfaung ebur kaffe og sikur ab hefbi ílutzt híngab í fyrra, og þab er satt, ab „Berl. Tíb." geta þess ekki bein- línis. En aptur er þar skýrt frá, ab til íslands, Grænlands og Færeyja hafi flutzt í fyrra 448,000 pottar af brennivíni. þab er nú óhætt ab fullyrba, ab í samanburbi vib lestatals abflutníngana til allra þessara landa, en þab voru samtals 5,184 lestir og gengu 3,740 þar aftil Islands, eins og fyr er sagt, þá hafi rýflega ílutzt til Islands brennivín ab þeirri tiitölu, en hún væri 333,310 pottar. Nú var hver pottur seldur hér í fyrra á 20 skild., og hefir eptir því verib sopib hér upp í fyrra ein- úngis í brennivíni, ab óreiknubum öllum öbrum ölfaungum, fyrir 07,345rdl.1 — Mannalát. — 12. okt. f. á. andaðist, eptir þúnga lcfu á 51. aldursári, merkismaðurinn Melkjör Eggerts- son á Efranesi í Stafholtstúngum, Bjarnasonar, prests i Stafholti, Pálssonar landlæknis; „hann var cinarður og hrcin'skilinn, gáfaður og glaðlyndur, vinfastur, handlaginn og hcppinn læknir“. — 28. marz þ. á. dó, 39 ára, And- rés hreppstjóri Magnússon á Syðra Lángholti i Arnes- *) Ef það er rétt, sem oss er sagt af áreiðanlegum mðnnum, að við Ey ra rbakka verzlunina eina hafi verið scldar i fyrra að meðaltali hálf önnur tunna á dag, eður samtals, yfir allt árið 547 tunnur, þá er auðráðið, að yfir allt landið hefir selzt miklumeira brennivín, heldur en hcr að ofan er áætlað cptir „Berl. Tíð.“ sýslu, Andréssonar alþíngismanns Árnesínga, „vinsæll mað- ur og vel gáfaður; hann lét cptir sig ekkju ogmörgböm, flestöll á ómagaaldri. Ekkju hans voru við jarðarförina gefnir meir en 20 rdl. af ýmsum velgjörðamönnum, sem þakklátlega viðurkennist af henni og náúngutn hins fram- ]iðna“. — Skipherra og sættanefndarinaður Jón Norð- fjörð f Njarðvíkum Jonsson, Sighvatssonar dannebrogs- matins, andaðist, eins og fyr er getið, 3. f. tnán.; hann var borinn að Njarðvík 13. des. 1796, og var því rúmra 61 ára þegar hann lézt; kvongaðist fyrst Kristrúnu Jóns- dóttur Snorrasonar í Njarðvfk, 12. nóv. 1818; með henni átti hann 2 börn, Oddbjörgu, ,fyrstu konu séra Björns þorlákssouar á Höskuldsstöðum, og séra Snorra Norðfjörð aðstoðarprest á Álptanesi, í annað sinn kvongaðist hann Kagnheiði Guðmnndsdóttur, ekkju Guðmundar kaupmanns Péturssonar, systur Helga biskups, 1. júlí 1847; hann sigldi 1815, og tók 2 árum síðar próf í skipstjórnarfræði mcð beztu einkunn; liann- var l'élagi hins sunnlenzka húss- og bústjórnarfélags, frá því það var fyrst stofnað, og fulltrúi þess, en sættanefndarmaður varð hann 1836; minnispen- fngurinn : „ærulaun iðna og hygginda“ var honum veittur 1847. Jón Norðfjörð var, örlyndur og göfuglyndur, hrein- skilinn og hinn vinsælasti maður af öllum- — 6. þ. mán. andaðist hér í Reykjavík Franz Zeuthen, 61 ára að aldri, hann hafði áður verið þjónustusveinn hjá kon- úngunum Friðrik 6. og Kristjáni 8. — Ný komin Hamborgarblöð scgja, að allir ráðherrar Dauakonúngs hafi beðið um lausn 8. f. mán., og konúng- ur veitt því áheyrn daginn eptir. — Ur öllum áttum fréttist, að kastið um páskana liafi orðið eitt hið harðasta íhlaup og leidt hér og hvar með sér fjárfelli hjá ýinsum; allt hið innra af Eyjafirði, þ. e. Akureyrar-höfnina, lagði með helluís, svo, að ekki var að cins gengur ísinn úr landi út f skipin sem láu þar fyrir akkcrum, heldur var ekið í land vörunum úr þeim á ísnum. — Harðindi og haglcysur voru víða á norðurlandi fram til loka f. mán., og horfði til fénaðarfellis, ef ekki kæmi bráður bati, einkum hér og hvar f Skagafirði. — í Skapta- fellssýslu, Skaptártúngu og Sfðu, hafa og gengið hinar mestu vetrarhörkur, og fénaður farinn að falla þar hjá einstöku búendum. — Nóttina inilli 23.—24. f. mán. strandaði skip frá Hor- sens á Jótiandi austur í Meðallandi; það var sama skipið og hfngað kom með kornfarm í fyrra; nu var það einnig fermt kornmat og annari vöru, og ætlaði híngað. Hina sömu nótt strandaði og skip í Vestmanneyjum frá Björgvin í Noregi, hið sama og hér kom i fyrra, og með hrinum sama skipherra, Lind; það var að sögn, fermt tiiuhri o. fl. Af báðuin þeim skipuin komust allir skipverjarnir lffs af. — Frakkneska skipíð, sem strandaði í Grindavík sömu nóttina, og fyr er getið, var selt við uppboð, 1. þ. mán. fyrir 500 rdl.; það hafði að sögn verið metið til hafskaða ábyrgðar á 12,000 rdl. þeir keyptu í félagi kaupmcnnirnir Linnet, Svb. Olafsson og E. Siemsen, og factorarnir Fi- sclier og II. Sívertsen. — Lausakaupmaður Gram kom hér 4. þ. mán.; Iiann selur rúg á 8rdl., kaffe og sikur á 24 sk. ————————--------------------------------"■ ■ IJtgef. og ábyrgðarmaftur: Jón Guðmundsson. Prentabur í prentsmibju íslands, hjá E. þróbarsyui.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.