Þjóðólfur - 23.09.1863, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.09.1863, Blaðsíða 1
1.5. ár. 45. 23. September 1863. Shýrsla frá húss- og bústjórnarfélagi Snðramtsins. Árið 1863 dag 6. Júlímán. var fnndr haldinn í Reykjavík í húss- og bústjórnarfélagi suðramtsins. Forseti skýrði frá efnahag félagsins og verðlauna- útbýtingu á Janúarfundinum næstliðinn vetr; hann gat þess og, að sumar verðlaunabeiðslur manna hefði eigi komizt að sökum formgalla, sem á þeim hefði verið (en það er t. a. m. einn slæmr form- galli, þegar fulltrúar félagsins hafa ekki sjálfir, heldr aðrir menn, skoðað eða lýst störfum þeim, sem verðlauna er beiðztfyrir; samanber 13. og21. gr. félagslaganna frá 1858). Næstliðið félagsár hafði félagið mist þessa félaga sína: sira Vernharð þorkelsson á Reykholti, faktor Ara Jónsson í Hafn- arflrði og bónda Jón Sæmundsson á llúsatóptum. Hinsvegar bættust aptr á þessum fundi 3 nýir við tölu félagsmanna, nl. sýslumaðr Bjarni Magnússon og kaupmaðr J. P. Th. Bryde háðir í Vestmann- eyjum, samt Magnús hreppstjóri Jónsson á Vil- mundarstöðum í Borgarfjarðarsýslu1. Til félagsins fulltrúa í Vestmannaeyjum voru þeir kosnir í einu hljóði: sýslumaðr Bjarni Magnússon og prestrinn sira Brynjúlfr Jónsson. Nefnd sú, sem sett hafði verið í vetr er leið á Janúar-fundinum til þess að segja álit sitt um fjársýníngar-frumvarp það, er faktor Wulff- kom þá f'ram með, las upp álitsskjal sitt.um það málefni, og spunnust út af því tals- verðar umræður; en þau urðu málalok, að meiri hluti fundarmanna gat eigi fallizt á nppástungu- fú'einir nefndarinnar; féll svo það mál niðr að sinni. I>ví næst var rætt um hvaða verðlaunum skyldi heitið fyrir ýms störf og framkvæmdir í búnaðar- eflHun, fyrir tvö árin hin næstkomandi, þannig að Verðlaunum verðr útbýtt á Janúarfundi félagsins Dö, ef verkin þykja þá launavcrð; var efni verð- launanna og skilyrðin fyrir þeim, tala þeirra og upphæð samþykt og fastákveðin á fundinum, en félagsstjórninni falið að scmja og auglýsa hin ná- kvæmari skilyrði fyrir hverjum þeim verðlaunum út af fyrlr sig. 1) Síi.an Júlí-fundr \ar haldinn í sumar, hafa geflt) 6ig öani l.) manns, eem allir vilja komast í fidagiÍ!. — 1 Samkvæmt þessum ályktunum fundarins aug- lýsist því liér með, að húss- og bústjórnarfélagið heitir íbúum Suðramtsins verðlaunum fyrir þau störf og þær afurðir er unnin skulu vera, eðr til sýnis koma um 2 næstkomandi ár, eins og hér segir: 1. Fern verðlaun fyrir j arð abætr, nl. þúfnasléttun , túngarðahleðslu , vatnsveitingar; til samans heitið 80 rd. það er áskilið, að á því umrædda tímabili hafi verið sléttuð að minsta kosti 1 dagslátta í túni, eður 900 ferhyrndir faðmar, í ekki mjög grýttri jörð, og hlaðinn túngarðr, ann- aðhvort 40 faðmar af grjóti, eðr 60 faðmar af sniddutorfi, á þann hátt sem til var tekið í tún- garðatilskipun 13. Maí 1776; eða einúngis sléttuð að minsta kosti 1 ’/2 dagslátta í túni, án þess garðr sé hlaðinn; eða þá í þriðja lagi, að ldaðinn hafi verið að eins grjótgarðr 300 faðma lángr, eða að eins 450 faðma sniddugarðr, samkvæmt áðrnefndri lilskipnn. Einyrkjar geta náð til umbunar, þótt lengri tíma liafi haft fyrir sér en 2 ár. 2. Tvenn verðlaun fyrir.garðyrkju; önnur fyrir jarðepli, hin fvrir kálrabí, þannig að sá sem á þessu tímabili fær á ári úr görðum sín- um að minsta kosti 20 tunnur jarðepla, fær 15rd. verðlaun; og sá sem á sama tímabili og árlega fær 30 tunnur af kálrabírófum, fær einnig 15 rd. verðlaun. 3. Tvenn verðlaun fyrir beztu sau ðfj árrækt; heilið til samans 50 rd. Skilyrðin eru þessi: að hlutaðeigandi hafi þessi 2 ár 1864 og 1865, hvort árið fyrir sig á heimabúi sínu sett á og komið vel fram á heyafla og góðri hirðingu sinni að minsta kosti 60 ám, og eigi mist undan þeim fleiri en 1 af 20 lömbum; sömuleiðis að hann árlega ásama tímabili liafi komið fram á heimili sínu af hinum sömu heimaöldu lömbum að minsta kosti 50 geml- íngum velfærum í alullu; eðr ef fleiri eru lamb- ærnar en 60, þá gemlínguin eptir sama hlulfalli eins og 50 : 60. Svo skal og tekið til greina, tíð- arfar og ýmsir erfiðleikar er ákunna aðhafaverið; svo og tillit haft til þess hve vel skurðarfé hefir reynzt þar á heimilinu, eða þaðan selt þessi 2 árin. 81 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.