Þjóðólfur - 19.10.1863, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.10.1863, Blaðsíða 2
— 194 — þessu yfirlýsti hún líka skýlaust; allr sá niðrskurðr var andstæðr henni, það vissu allir, og gagnstæðr þeirri lækninga-skoðun og þeim lækninga-grund- vallarreglum sem hún hafði þá lýst yfir og fylgdi eindregið fram; en allt um það, hún sagði ekkert og gjörði ekkert í móti þessum niðrskurði, ekki svo mikið að hún sæi sér fært að styðja að nein- um skaðabótum fyrir vald-niðrskurðinn að Rófu og Svínhaga, ergjörðist eptir yflrvaldsskipun, eig- endunum þvernauðugt og í þeirra forboði; — stjórnin sagði ekkert og gjörði ekkert til þess að aptra þessum fríviljugu niðrskurðarsamtökum, gat heldr ekki neitt sagt og átti ekkert að segja. Með þessum almennu og að vér hyggjum ó- yggjandi athugasemdum skulum vér nú ódeigir lesa bréf lögstjórnarinnar 18. f. mán., sem stiptamt- maðr auglýsti í síðasta bl., og mun það þá hvorki verða eins geigvænlegt né þúngt í maganum til meltíngar, eins og sumum kann að hafa virzt við fyrsta álit. Iíjarninn úr því mun eiga að vera þetta tvent: fyrst það, að Alþíngi hafi gengið út fyrir ætlunarverk sitt og verkahríng, er það lét út gánga »Andsvarið« til kláðasveitanna hér syðra sem höfðu ritað og sent þínginu bænarskrár um niðrskurð, og pað annað að stjórnin lýsir því yfir, að henni mislíki stórlega, ef svo umfángsmikill niðrskurðr yrði afráðinn eins og virðist vera stefnt að í Andsvarinu, og »álíti hún því (stjórnin), skyldu nsína eindregið að ráða fráþví að aðhyllast þessa »ónauðsynlegu og skaðiegu aðferðn. »J>arna kom það !« lögstjórnin »ræðr eindregið frá niðrskurði" hér um kláðsveitirnar; vér efum alls ekki að þessi ráðleggíng hennar sé »velmeint« eins og danskrinn segir, eða sé af góðum huga sprottin, og megi því allir þakka henni fyrir þessi ráðin góð. En þar við ætlum vér líka að réttast sé og óhætt að Iáta staðar nema að sinni. Yér fáum eigi séð, að sakir þessa stjórnarbréfs sé nein ástæða eða tilefni til þess fyrir nokkurn einstakan mann eða nokkra sveit, að hverfa frá vel niðrlagðri fyrirætlun sinni eða heityrðum og sveitar-samtök- um um, að farga nú þegar i haust öllum hinum sjúka og grunaða fjárstofni sínum eptir því sem allr almenníngr hefir afráðið um þessar sveitir, er rituðu bænarskrárnar til Alþíngis, og þeir hafa síðan orðið nálega einhuga um og enn fastari á, eptir það fjárkláðinn hefir nú komið og er allt af að koma svo víða og ískyggilega fram hér um þessar sömu 4 sveitir. í stjórnarbréfi þessu er það að vísu að tvennu til sem vefengd er aðferð Alþíngis, er það lét »Andsvarið« út gánga; fyrst það, að þar með hafi þíngið mist sjónar »á stöðu sinni og verkahríng«, og í annan stað stefni »Andsvarið«, að innihaldinu til, í gagnstæða áttvið stjórnarfrumvarpið erþíngið hafi þó samþykt í öllu verulegu, þvi andsvarið eða sú »aðferð«, er það bendi til mundi hafa í för með sér »hinar skaðlegustu afleiðíngar fyrir sveitir þær sem eigaíhlut«, »því þarmeð eigi ekkiminna »að vinna en að drepa niðr allt sauðfé í Kjósar- »og Gullbríngusýslu og syðri hluta Borgarfjarðar- »sýslu«. |>ær 4 sjúku og grunuðu sveitir, sem rituðu niðrskurðar-bænarskrárnar til þíngsins, erunúbún- ar að búa undir kláðasýkinni á 8. ár með ærnum tilkostnaði og armæðu og ómetanlegum skaða sín- um, er þeim hefir verið hjá bægt að fjölga fé sínu sakir kláðasýkinnar, hvort heldr með eðlilegri við- komu eða með heilbrigðum stofni, því hann hefir ekki verið falr á meðan allt var hjá þeim sjúkt og grun- að; en á hinn bóginn hafa þeir sveitarbúar orðið fyrir megnu og maklegu álasi og óvinsældum af öllum öðrum landsmönnum, er þeir með þessu viðhaldi kláðans hafa bakað almenníngi í landinu þúngar álögur og útgjöld til jafnaðarsjóðanna, er háyfirvöldin hafa ófyrirsynju tekið sér það vald, að jafna á almenníng öllum kostnaði, er hefir gengið bæði til »eptirlitsins« sem svo er kallað, til lækn- íngakáksins og til liinna almennu varða milli sjúkra og ósjúkra héraða1. Kláðasveitum þessum var því sannarlega mál á að sjá sig um hönd og reyna að losast undan þessum ánauðarböndum, og engi getr sagt, að þær hafi flanandi að því farið, þar sem þær hafa verið hlýðin börn undir læknínga- stjórn vorri og þolað alla þessa prísund og kostn- að, skaða og óvinsældir nú á 8. ár, árángrslaust nema að því að þeir búa enn undir kláðanum eptir sem áðr. Yér sjáum því ekki hvernig þetta hefir getað vakið svo mikla «furðu« hjá lögstjórninni, eins og sagt er í bréfinu, eða hitt, að þíngið benti þeim á með »Andsvarinu«, að þeim væri, auðvitað, heimilt, og engi gæti meinað þeim að gjöreyða hinum sjúka og grunaða stofni sínum, einsogþeir fóru nú fram á bænarskránum, og uppræta með 1) V6r skulum ab eins benda til, at) eptir jafiiat>arsj(>bs- reikníngi Sutramtains 1802 var imkníngakostnatirinn hör um sveitirnar í fyrra nærfelt 700 rd. (þ.e. 695 rd.) og varþkostn- aþrabauki 470 rd.; þetta er samtals hátt á 12. hundraí) rd. eþr sem næst kelmíngr af óllum árstekjum sjóíísins met) 12 sk. gjaldi. par af leitíir, aþ sjóþrinn hefiii komizt af meþ 6—7 sk. gjald af hverju lausafjárhundra&i, ef ailt amtií) hefSi ekki verit) látiþ bera þenna læknínga- og varþkostnaí) fyrir klát)- auu hér um subrsveitirnar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.