Þjóðólfur - 27.04.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.04.1864, Blaðsíða 2
94 — konúnglega hátign meöal vor, en þessi fjarlægð hefir þó aldrei dregið úr þegnlegri konúnghollusta Íslendínga; ást til konúnga sinna hefir ávallt verið ein hinna djúpsettustu og helgustu tilfinnínga í hrjósti hvers Íslendíngs; þessi tilfinníng hefir að erfðum gengið mann frá manni, og hefir þótthinn bezti arfr hvers góðs Íslendíngs; enda á hún við að styðjast þá hina óbifanlegu sannfæríngu, að enda þótt ísland sé fjarlægt hásætinu, beri þó kon- úngr það jafnan fyrir brjóstinu, og að hann beri jafna landsföðursásttil alira þegna sinna«. ..ALLRAMILDASTi KONÚNGRI* »Á alvörufullri stundu hafið þér, allramildasti herra, sezt að völdum, þar sem ofstopafuliir féndr nú fara með hernaði um nokkurn hluta ríkis yðv- ars og ógna frelsi þess. Með gleði mnndi hver Íslendíngr leggja iíf sitt i sölurnar til verndar há- tign yðvarri; en það er eitt óhagræðið, sem fjar- lægð iands vors hefir í för með sér, og sem gengr oss nær til hjarta á þessari stundu, að vér verð- um að sitja hjá aðgjörðalausir. f>að er innileg bæn vor til drottins, að vísdómi yðar hátignar megi takast að efla svo framfarir Iands þessa bæði í mentun og hagsæld, að það á síðan geti í verk- inu sýnt konúngbollustu sína og tekið af sjálfu sér nokkurn þátt í gángi viðburðanna, og að þetta mætti hepnast yðvarri konúnglegu hátign með því að byggja ofaná þann grundvöllinn, sem yðar há- sælu næstu fyrirrennarar hafa lagt, svo sem með stofnun Alþíngis, eflíngu vísindanna, hinni frjálsari verzlun o. s. frv., enda berum vér það fylsta traust til yðar konúnglegu hátignar, að þér munið af mildi yðvarri og visdómi halda kröptuglega áfram fyrirætlunum þessara hásælu fyrirrennara yðvarra, landi voru til heilla og framfara, og fylla það, er þeir höfðu hngfest ogheitið að gjöra í þessu efni, en sem þeim entist eigi aldr til að framkvæma; enda hafið þér, allramildasti herra, þegar í opnu bréfi yðru 23. dag Febrúarm. þ. á. heitið að sýna oss sama réttlæti og sömu velvild sem öðrum þegnum yðrum og með því sjálfr eflt til fullnustu traust vort til yðar konúnglegu hátignar«. »Vér biðjum þess drottinn hinn almáttka, að hann vili veita yðvarrl konúnglegu hátign sigr í hínu góða málefni. Drottinn styrki yðra konúng- legu hátign á þessum tíma þrengínganna. í stormi liafið þér undir stýri sezt, drottinn hinn almáttugi veiti yðr krapt til, að koma skipi þessu í örugga höfn friðarins. Drottinn haldi sinni hendi yfir yðar konúnglegu hátign, og veiti yðar hátign þá bless- un, að þér megi lengi ríkjum ráða, hann farsæli yðr og alla ætt yðar og niðja«. „Roykjavík, 21. d. Apn'lm. 18fi4“. (38 undirskriptir; þar af 23 embættismenn, 15 verzlunarmenn og aðrir borgarar). * * Hvernig sem nú Íslendíngum geðjast að ávarpi þessu, en atriði þess og innihald getr hver maðr séð og metið, og virðist oss því ofaukið og óþarft að fara urn þetta fleiri orðum að sinni, þá er á- varpið frábrugðið flestum eða öllum þessleiðis á- vörpum út af konúngaskiptum að tvennu til, fyrst að efninu, er það biðr einkis oss til handa ís- lendíngum, og fer ekki fram á neitt hvorki til lag- færíngar hjá oss né viðréttíngar, rélt eins og hér væri allt í svo ákjósanlegu horfi, að ekkert þyrfti að viðrétla, ekkert að umbæta, né heldr neinn fyrirvara að taka eðr neinn rétt að áskilja oss eðr geyma, — nema það, að vér Íslendíngar eða sjálf- sagt Reykvíkíngar gætim orðið megnugir þess, sem fyrst að gánga í stríðið núna með Dönum rnóti þjóðverjum, því svo hafa nokkrir staðarbúar skilið það. í annan stað er þess að geta, að þarsem algengast er, að einhverir gjörist frá upphafi hvata- og forgaungumenn ávarpsins, að kvatt sé til fundar til þess að ræða atriði þess til undirbúníngs, og síðan kosin nefnd manna til þess að færa þau í letr eðr semja frumvarp til ávarpsins1, og það síðan framlagt á tilteknum stað til undirskriptar, þá var ekkert af þessu viðhaft nú að þessu sinni, svo að á ávarpi þessu rætast orð ritníngarinnar: ..vindurinn blæs og þú heyrir þyt hans, en engi »veit, hvaðan hann kemr eða hvert hann fer«; það veit engi, hver að haíl verið hvatamaðr eða höfundr ávarpsins; engi vill gángast undir faðerni þess; það var aldrei framlagt, hvorki frumvarp til yfir- vegunar né hreinskrifað til undirskriptar, heldrsent svona albúið og hreinskrifað um kríng, — lögreglu- þjónarnir báru það á mis, — hús úr húsi og ieitað á menn að undirskrifa nöfn sín. Ætlum vér, að svo hafi margr látið það tilleiðast, að hann hafi hvorki yfirfarið ávarpið nákvæmlega né heldr þessa óveru- aðferð, sem við undirbúnínginn var höfð, en öllum mun hafa þókt kurteisara að láta uppi í ávarpi nú þegar þegnlega lotníngu sína lil hins nýa konúngs 1) þessa aílferb hóll&u Reykiavíkreinbættisinenriirinr 1848,er þeir sfimdu þá ávarp til hius uýa konúngs út af konúnga- skiptunum; þeir áttu þá fund meþ sár um þetta, og raeddu þar og samþyktu meí) atkvæíiafjrdda aSalatribi ávarpsius; sbr. Reykjapóst. II. ár (1848) 145 — 148. bls., og Ný Félagsrit IX. ár. 24.-27. bls.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.