Þjóðólfur - 13.06.1864, Blaðsíða 1
— Með þessari póstskipsferð ritaði lögstjórnin
stiptamtmanni, að ríhispíngið í Danmörku hefði
afstúngið að tekin yrði til greina uppástúnga hennar
eptir lögstjórnarbréfi 23. Febr. f. á., að aflett skyldi
af gjaldþegnunum í Gullbríngusýslu og Reykjavík,
að gjalda þínggjöld sín eptir harðfiskverði í verð-
lagsskránni, heldr skyldi gjaldlag þetta enn hald-
ast einsog verið hefði. Konúngsúrsk. 13. Júlí
1787 heimilar aðeins að gjaldheimta þessi «vœri
«höfð til reynslu fyrst um sinn um 2 — 3 ár, frá
<>nœstkomandi ári (1788) að telja« — því Rentu-
kammerið sagði með berum orðnm í álitsskjali sínu
til konúngs 12. Júní 1787, um þetta mál, en á
því álitsskjali er kgs.úrsk. 1787 bygðr: »aðbænd-
»um væri eigi skylt að greiða gjöld sín í fiski, því
ulandslögin segði í þegnsk. 1. Cap. og Rettarbót
»Hákonar konúngs, að greiða skyldi vaðmál og
»skinnavöru, ull og uxahúðir í skatt«, — en að
það hefði verið lil hlynninda og hægðarauka gjört
fyrir sjóarbændr að uppáleggja þeim með hinum
eldri Iögum (kgsúrsk. 29. Júlí 1779), að greiða
landskuld og þínggjöld í fiski. Á þessu er ein-
mitt kgsúrsk. 1787 bygðr, hann upphefr hin eldri
fiskgjaldalög, og segir, að bændr skuli lausir við
fiskgjaldið að 2—3 árum liðnum, ef það reynist,
að þeim verði það gjald þýngra, heldren að gjalda
skatta sína og skyldur samkvæmt hinnm fornu
landslögum vorum.
Sami konúngsúrsk. lagði fyrir Rentukammerið
að gjöra uppástúngu til konúngs um breytíngu á
gjaldheimtu þessari undireins og þau 2—3 ár, sem
úrskurðrinn ákvað »til reynslu«, væri Iiðin, og
áttu þá hlutaðeigandi yfirvöld hér á landi að vekja
máls á því við Rentukammerið. Engi spor finn-
ast samt til, að það hafi gjört verið, og má vera
Þaú hafi komið til af því, að fiskgjaldið hafi
ekki orðið bændum hér öllu þýngra um þau árin
fram yfir aldamótin og framanaf þessari öld, lieldr
en þóað goldið hefði verið í hverjum öðrum laga-
skileyri. Fyrstu 20—30 árin eptir það verðlags-
skrárnar voru innleiddar, 1817, sintu gjaldþegnar
lítt að færa sér þær í nyt til þess að gjalda eptir
þeim í peningum ; peníngaeklan var þá mikil meðal
almenníngs og hinir efnaðri, er gátu eignazt þá,
vildu fyrir engan mun sjá af þeim eða láta þásizt
í smáskuldir, voru því nálega öll þínggjöld þeirra
annaðhvort í skilevri, eða i innskriptum, allt fram
yfir 1840, víðast hvar um land og eigi sízt í sjó-
plázunum, en þar hafa bændr engan annan skil-
eyri að láta heldren fiskinn. Svo bættist það á,
að sum árin (t. d. 1823 og 1824, og aptr 1827
—1832) var harðfiskverðið eplir verðlagsskránum
talsvert lœgra og vægara fyrir gjaldþegninn heldr
en ef hefði verið goldið i öðrum landauruin eða
eptir meðalverði allra meðalverða í peníngum, og
var því sjóarbændum eigi'síðr beinn hagr að því,
að gjalda þau árin í .harðfiski, heldren hvað það
er þeim tilfinnanlegr halli nú orðið, að gjalda í
peníngum eptir liarðfisksverðinu, er hefir hækkað
svo feykilega, fram úr meðalverðinu, á hinum síð-
ustu árum.
þíngmennirnir úr Gullbríngusýslu og Reykja-
vík, hreifðu þessari ósanngjörnu gjaldheimtu á Al-
þíngi 1861, og féllst þíngið á skoðun þeirra ná-
lega í einu hljóði, að þetta væri heimildarlaust að
lögum; konúngsfulltrúinn sjálfr (Jónasson) var á
sama máli, og varð þessvegna sú niðrstaðan, að
alls ekki ætti við, að þíngið legði málið í nefnd
eða rilaði konúngi bænarskrá, einsog ef hér þyrfti
lagabreytíngar eða nýrra laga, heldr væri hér um
þá einu gjaldheimtu að ræða, erværi heimildarlaus
eptir gildandi lögum, eins og Rentukammerið lýsti
yfir 1787, og ætti því ekki önnur aðferð við af hendi
Alþíngis, en að forsetinn færi þess á leit við lög-
stjórnina, af hendi þíngsins, að útvegaðr yrði sem
fyrst »honúngsúrslcurðr« eða þá ráðherraúrskurðr,
ef hann þækti nægja, er aftæki þessa hina ólög-
legu gjaldheimtu (Alþ.tíð. 1861, 1843—1846 bls.
sbr. við 438—446 bls).
Lögstjórnin tók vel þessu máli, eins ,og fyr var sagt og
sjá má af brefl hennar 23. Febr. f. á., þvi þar heflr hún bein-
línis aþhylzt skotiun Alþíngis um þaþ, aþ hartiflsks-gjald-
heimtau væri lieimildarlans aþ lögum, svo heflr hún líkaját-
at>, at) þíngiþ hafl tekif) rótt í máliíi, — ab öbrum kosti
hefíii lögstjórnin ekki tekiþ svo vel í aí) breyta óvenju þess-
ari og heitiþ tilhlutan sinni til þess.
En aþferí) sú er lögstjórnin heflr vit) haft í þessu máli
verí)r ekki öþrnvísi álitiií en at> húu sö gagnstaeí lögnm vor-
um og landsretti. píngií), eta forsetinn í umbo^i þess, fór
— 121 —