Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.07.1864, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 09.07.1864, Qupperneq 2
— 130 — (Aísent). — Blaðið »íslendingur«, sem kom út 25. f. mán. og segist vera 4. ár Nr. 1, segir oss nú, að hann hafl dottið útaf máttvana af þreytu, þegar hann endaði 3. árið; — það var svo sem ekki af kaupendaleysi eða féskorti og vanskilum við prent- smiðjuna á prentunarkostnaðinum og pappírsverð- inu, — nei ónei, allt var það í beztu skilum, trúi eg, eins og við mátti búast af slíkum mönnum scm voru útgefendr hans hin árin, — það stendr svo sem ekki uppá mennina þá, það sem þeir eiga að borga hvorki einum né öðrum, allra sízt ábyrgð- armanninn, og er það nú þar sem við eigum hinu megin svo röggsamlega og einstaklega árvakra og reglusama yfirstjórn yfir landsprentsmiðjunni. Og eg er aldeilis hissa á þeim gersökum og illkvittni, sem sumir geta látið sér um munn fara, að prent- smiðjustjórnin hafi ekki fengið annað uppí 800— 1000 rd. skuld sem blaðið á að hafa verið komið í við liana um lok 3. ársins, heldren skuldalista útsölumannsins yfir þá sem hann sagði, að ætti ó- borgað til sín (útsölumannsins), hvort sem þeir voru búnir að borga einum og öðrum af útgefend- um eðr ekki, og svo hafi prentsmiðjuyfirstjórnin tekið þetta fyrir góða borgun, — eg segi það sé ó- hæfa að tala slíkt, og það er óhætt að antaka, eða svo sýnist mér, að prentsrniðjan hafi fengið allar sínar skuldir útaf blaðinu í beinhörðum spe- cíum, beint eptir samníngunum, fyrstað stjórn prentsmiðjunnar hefir ekki gert neina aðra gáng- skör eptir þcssu nú í meir en heilt ár. En livað sem um þetta er, Islendíngr lagði sig fyrir að sofa örmagna af þreytu, þegar hann endaði þriðja ár sitt; hapn aðvaraði ekki kaupendr sínaeða lesendr um þenna svefn sinn eða hvað hvíldartíminn yrði lángr, hann sofnaði án þess nokkur vissi af, og vaknaði aptr einsog annar »deus ex machinao1 eptir fullra 13 mánaða svefn; töluna þrettán álíta margir meðal annara þjóða, fyrir óheilla tölu. Iiefir nú blaðið hrestzt og gengið í endrnýúng lífdag- anna fyrir þenna Iánga svefn og miklu hvíld? verkin sýna merkin, almenníngr sjálfr getr bezt dæmtum það. Núna þegar »íslendíngur« vaknartil 4. árs- gaungunnar, sem hann kallar, eptir 13 mánaða- svefninn, þá er hann búinn að týna 5 af þeim út- gefendum sínum sem upphailega voru, en ná ein- um nýum »assessor« í allra þeirra stað, svo þeir eru nú 3; hann hefir lítilækkað sjáifan sig til 12 1) þaí> þýtiir eptir orbunum: guí) eba goí) tír vél (oíia galdravM), en er nálega sómu meiníngar eins og ísienzka ort)- tækií): „andskotinn úr saut)arleggnum“. Eitst. arka um árið í |>jóðólfsbroti og til 600 upplags, í stað 24 arka um árið margfalt stærri, með 1000— 1200 upplagi; hann hefir sett niðr verð sitt til 1 rd. um árið, eðr sett upp hverja örk til 8 skild. svo nú er hann það lángdýrasta blað, sem er til í heiminum1. Ekkert einkennir hann framar fyrir sama blað, nema letrhausinn eða titillinn, sem er sá sami eins og var á 24 arka blaðinu, sjöfætta, í mikla brotinu. J>essi titill var nú altaf allrafall- egasta höfuðfat á sinni tíð og sínum stað, en út- gefendrnir mega vara sig, að það verði ekki þeim og þessu blaðgreyi þeirra að — blýhalti. Hver er ábyrgðarmaðr blaðsins? þeir eru það allir prír; það er óheyrt nýmæli. Hvar er rit- sijórnarheimili blaðsins? J>að hlýtr að vera að Elliðavatni, að Leirá í Borgarfirði og í Reykjavík norðanundir vindmyllunni; það er hagkvæmt fyrir hvern þann sem vildi koma einhverju í blaðið. — llvar er afgreiðslu- og útsendíngarstofa blaðsins, er býr það út og sendir, tekr við áskrifendum, borg- un fyrir það o. fl.? — livergi, og engi afgreiðslu- maðr tiltekinn, — það er mikið hentugt fyrir alla sem eiga einhver viðskipti við blaðið »íslendíng«. a. Gjafir til forngri'pasafnsins. Alþíngsmaðr Páll Sigurðsson í Árkvörn hefir gefið safninu fjaðrarspjóts odd og er nokkuð riðg- að framanaf oddinum og aptan af falnum; sést gat gegnum falinn fyrir geirnaglann; falrinn er sagt að hafi verið allt að hálfu lengri þá spjótið fanst. Spjól þetta fanst blásið upp úr jörðu hér um bil hundrað faðma frá hól þeim, skamt frá Gunnars- holti forna, sem nefndr er Gunnarshóll, sem nú er uppblásinn. f>essi hóll er kendr við Gunnar Baugsson í Gunnarsholti, afa Gunnars á Hlíðarenda (Landnáma bls. 286), og getr því vel verið, að hann liafi átti það spjót, og að sá rétti haugr hafi verið þar sem spjótið fanst, ea ekki hinn fyrgreindi lióll. Menn hafa að minnsta kosti mörg dæmi til, að fornir haugar hafa ekki verið þar sem almenn- íngr hcfir sagt þá, heldr hafa þeir opt færzt um set til álillegri hóla (Ferðabók Ólaviusar II. bls. 292). En hvað sem nú þessu líðr, þá held eg að þessi spjótsoddr sé frá söguöldinni, því hann er mjög líkr þeim 2 spjótsoddum, sem safnið hefir áðr 2) þaí) er líklega meiníugin, ab her sé mibab vi& stærb og letrmergb. Vér verbnm ab athuga til samanburbar, ab sakir emálctss, cr pjábrtlfr hefir, optast um 3 bls. ebr 6 dálka í hverri órk, þá er hann miklu letrmeiri heldren þassi nýi Is- lendíngr, og kostar þó ekki hver órk pjóbólfs nema 5'/, sk., þar sem hver örk Íslendíngs kostar 8 sk. Kitst.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.