Þjóðólfur - 09.07.1864, Page 8

Þjóðólfur - 09.07.1864, Page 8
— 138 — við ár. — Mánnd. 4. þ. mán. Iagði skip með 17 manns undan Dyrhólaey eðr af Pétrseyar-Melnum í Mýrdal útí Vestmanneyar, ætlaði mest í kaup- staðarferð, en meðfram einnig til þess að sækja bæði nokkra Mýrdælínga, er þar voru útí Eyunum til að vinna fugl og við aðra vorvinnu, og einnig eyamenn, er ætluðu til kaupavinnu þar á landi. Formaðr fyrir skipinu var Jón bóndi þorsteinsson á Eystri-Sóiheimum, gætinn og dugandis maðr; þeir náðu Eyunum með heilu og höldnu, en leg- aðist þar síðan um rúma viku fyrir andviðri og sakir brims við land; um síðir lögðu þeir frá Ey- unum að líkindum á áliðnum degi 13. þ. mán. með samtals 27 manns innanborðs, og lögðu að landi á Melnum (Pétrseyarmel) daginn eptir, 14. þ. m., en þá var ílt í sjó og brimrót við land. Er haft eptir skipverjum, að formaðr haö talið ó- færan sjó til lendíngar þar á Melnum, en viljað leggja að á Sólheimasandi þar sem Jökulsá fellr í sjó, því þar kvað nú í vor hafa verið eitt eð bezta hlið þar fyrir söndunum; en Eyólfr bóndi Por- steinsson í Steig, föðurbróðir formannsins, haö talið það úr og eggjað þess fastlega, að leita heldr lendíngar á Melnum og mundi það óhætt. Fékk liann svo þessu ráðið, en skipinu barst svo frek- lega á í lendíngunni, að nálega alla skipverjana tók út; varð 13þeirra samt bjargað, og var það því að þakka, eptir því sem nokkrir segja, að 2 dug- andis menn voru þar staddir á fjöru er skipið lagði að; en 14 skipverjanna biðu þarna bana: 4 kvenn- menn (voru 3 þeirra úr Vestmanneyum) og 10 karlmenn, 2 þeirra eyjamenn, eptir því sem oss heör tekizt eptir, en 8 Mýrdælíngar; meðal þeirra voru 2 bændr: Guðmundr Porsteinsson á Litlu- Hólum, og hálfbróðir hans, Eyólfr bóndi Por- steinsson á Steig (albróðir þorsteins bónda í Úthlíð) nál. 60 ára að aldri eðr það rúmlega, dugnaðar- maðr og bezti búhöldr, bjargvættr í sveit sinni og merkismaðr að flestu. — Ilaustið 1861 kom híngað enskr maðr af göfugum ættum að nafni Herman Bicknell; dvaldi hann hér í Reykjavík nokkra stund og kynti sér mál vort, og hag vorn allan á þann hátt, að þeim af oss sem náðum viðkynníngu hans mátti þykja fullvíst, að hann mundi vilja efla sannan hag ís- lendínga í hverju sem vera skyldi, ekki síðr en þó hann væri samlandi vor. j>essi ágætismaðr heör nú ókvaddr til þess, þar sem hann var staddr lángt frá íslandi, í borginni Algier í Afriku, sent sjúkrahúsfélaginu í Reykjavík að gjöf vexilbréf eða ávísan upp á 625 fránca, sem að jafngildir í hið minsta 208 rd. r. m., og jafnframt látið í ljósi, að þó hann sæi, að félagið hefði góðanbyr, mundi hann síðar styrkja það að öðru eins. j>ar sem útlendr maðr í tjarska við oss og í annari heims- álfu af veglyndi sínu styrkir gagnsamlegt fyrir- tæki hjá oss á þenna hátt, má sáran fyrir brjósti brenna, að almenníngr hér í grendinni, sem mest gagn ætti að hafa af fyrirtæki þessu, að fráskild- um félagsmönnum sjálfum, næsta lítinn gaum, og minni en vera ætti, hefir gefið að fyrirtæki þessu, sem nokkrir af hinum helztu bæarbúum hafa ráð- izt í, af því þeir töldu víst, að málinu mnndi verða gefinn góðr gaumr af öllum, æðri og lægri, ríkum sem fátækum. En þó nú svo megi kalla, að fé- lagið hafi átt nokkru láni að fagna, má samtgjalda varhuga við, að deyfð, sérgæðingskapr1 og hlífðar- semi við að styrkja golt mál, hæglega getr frestað framkvæmd þess, sem, ef allir vildu leggjast á eitt og stuðla að, innan skams tíma mundi geta kom- izt á fót. Vér fyrir vort leyti vantreystum því alls ekki, að fyrirtæki þettakomizt áfram, en eins og allir, sem eru þessu máli velviljaðir, og það eru flestir af hinum helztu embættismönnum og kaupmönn- um hér í bænum, teljum liverja stundina, sem því frestast; og hvað gera þá ekki hinir sjúku og ve- sælu, sem eiga að njóta góðs af sjúkrahúsinu. þessi veglyndi Englendíngr og ágætismaðr, lierra Bicknell, hverjum eg hérmeð í nafni félags- ins, sem formaðr þess, leyfi mér opinberlega að votta þakklæti fyrir þessa höfðínglegu gjöf, hefir í fjarlægð minzt örlátlega hinna sjúku og vesælu í þessum bæ, og væri óskandi, að allir góðir íslend- íngar ekki vildi láta dragast nú strax að láta, hver í sínu lagi, eptir efnum og örlyndi, skerf sinn í té til sjúkrahússtofnunarinnar, svo að hin höfðíng- lega gjöf herra Bicknells geti fengið sem mesta þýðíngu, og sem fyrst orðið til sannra nota. þegar hinum útlenda manni, sem er í þúsund mílna fjarska við oss, verðr ekki lengri leiðin til þess að 1) þannig heflr því verit) lireyft af nokkrum, afe engi brýn þórf sé til sjúkrahúss í Reykjavík, af því aí) spítali fyrir alt | laudií) muni verba stofnaíir innan skams. Fyrst og fremst hafa þossir menn enga vissu fyrir því, hvenær þessi land- spítali veríii stofnsettr, þar næst heldr ekki fyrir því, aí) hann veríii settr í R ey kj av í k, og þó nú svo yr?)i, gleyma þe'1 því, aþ felagiþ heflr sett sér lóg, sem hafa fyrir mark og mib a& bæta úr hinnm brýnustu þórfum á sjúkrahúsi fyrir ReykjS' vik, án þess aí> kamla stofnun iandspítalans á nokkurn hátt, og þaþ m.í liggja í augura uppi, a?) ef spítali fyrir alt landib yrl&i bygftr í Reykjavík, mundi fhlagit) leggja alt í sölurnar til þess aí) hann kæmi ab som boztum notum fyrir fátæka.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.