Þjóðólfur - 11.01.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.01.1865, Blaðsíða 1
lí. ár. Reylcjavík, 11. Janúar 1S65. 10.-11. Prestastefnan (»Synodus«) 1864. Lesin upp bref kirkjustjórnarráðsins frá 13. og 16. Apríl þ. á., bið fyrra um fjölgun ölmus- anna frá 24 til 40 (sjá þjóðólf XVI, 129), en hitt lim það, að 600 rd. verði framvegis ætlaðir til styrktar emeritpreslum og prestaekkjum á íslandi í stað 200 rd., sem í nokkur ár þángað til í ár hafa verið veittir í þessu skyni. J>ar næst skýrt frá ástandi og upphæð prestaekknasjóðsins, sem var 11. Júlí næstl. 1907 rd. 90 sk. |>á var lesið upp frumvarp, sem stiptsyfirvöldin höfðu samið, til laga, um flokkaskipun brauðanna hérálandi eptir naali þeirra, og árleg tillög (contributiones) af þeim, sem og um eptirlaun emeritpresta og prestaekkna. Síðan var frumvarpið rætt og samþykt með litlum breytíngum. — P ró fastr í Arnessýsla er nú kvaddr af biskupi 15. f. mán., eptir afgengna kosm'ngu innanheratjs, sira Jón Mel- steí) á Klaustrhólum, í stab sira Símonar Bechs á þíngviill- um, er var veitt tausn frá prófastsembættinu. — Fjárklábinn uppgótvaihist í nokkrum kindum í Iíafn- arflÆi etr þar í hverflnu skömmu fyrir Jólin. Ávarp til Vestr-Skaptfellíngafráal- þíngismanni þeirra, Jóni Guðmundssyni í Reykjavík. Jón Guðmundsson alþíngismaðr Vestr-Skapta- fellssýslu, sendir kjósendum sínum og 'óðrum búendum þar íkjördœminu kveðju Guðs og sína! Með bréfi 20. Okt. f. á. boðaði sýslumaðrinn berra Árni Gíslason mér, að eg væri enn af nýu björinn til alþíngismanns Vestr-Skaptfellínga; er það í 5. sinn, er þér, heiðruðu Vestr-Skaptfell- íngar, sæmið mig þessu mikilvæga trausti. Nú, er kosníng þessi fram fór hjá yðr í liaust, voru liðin rétt 20 ár frá því, er hinar fyrstu kosníngar til Alþíngis fóm fram hér á landi, og er þér kus- uð mig yðr til alþíngismanns um Septemberlok 1844, að þykkvabæarklaustri; hefi eg síðan setið á hverju þíngi, og eigi neitt þing fallið úr. Sam- band yðar við mig sum þíngmann yðvarn og þau innbyrðis viðskipti okkar eru því nú orðin fullra 20 ára, en um næstu fardaga eru liðin rétt 30 ár frá þ\í er eg kom fyrst austr yfir Jökulsá á Sólheima- sandi, er eg þá tók við umboði Kirkjubæarkl. og Flögujarða; reisti eg bú þar eystra hjá yðr 2 ár- um síðar og bjó þar 10 ár, én síðan hafði eg á hendi sýslumannsembætlið í Skaptafellssýslunum á 3. ár. Fyrir þessi tvennskonar opinberu störf, er eg hafði á hendi þar innan héraðs á 15. ár, þegar eg »stóð uppá mitt hið bezta« sem kallað er, og þar sem þeim störfum var svo varið, að þau voru eigi við eina sveit bundin heldr náðu þau viðsvegar um gjörvalh'wsýsluna, þá átti eg kost á því, að afla mér grundvallaðrar þekkíngar á öilum hag Skapt- feilínga, og á hinum ýmsu erfiðleikum, vankvæð- um og þrengri kostum, er þeir eigu að sæta og búa við, fremr heldren á sér stað í flestum öðr- um héruðum lauds þessa. Eg hefi jafnan álitið, að þér, heiðruðu Skapt- fellíngar, hafið fyr og síðar gengiztfyrir þessari þekk- íngu minni á liögum yðrum, þarsem hún er bygð á sjón og reynslu sjálfs mín. og svo máske jafnframt fyrirnokkrum öðrum þíngmanns hæfilegleikum erþér hafið þókzt finna hjá mér og reynt mig að, er þér hafið sæmt mig aptr og aptr með þíngmannskosn- íngunni. Defir og samkynja skoðan vakað fyrtr sjálfum mér er eg hefi boðið mig fram hjá yðr en í engu kjördæmi öðru. Eg hefi álitið mig tengdan yðr bandi þakklátseminnar, virðíngar og skyldurækni fyrir trygð þá og sóma, er þér liafið jafnan auðsýnt mér og látið opinberlega koma fram við mig bæði ámeðan eg dvaldi þar eystra ámeðal yðar og síðan. Mér befir því jafnan fundizt, að mér væri eigi jafnskylt né heldr jafnfært að halda uppi svörum á þíngi fyrir neitt kjördæmi hérálandi sérstaklega, einsog Skaptafellssýslu, og blandaðist mér því eigi hugr á, að gjöra yðr fyrstum allra kost á mér enn af nýu, enda þótt orðasveimr bærist mér um það, að nokkrir yðar mundu nú á báðum áttum að bera niðr á öðrum þíng- manni, og þóað mér stæði til boða kosníng í einu eðr 2 kjördæmum öðrum. J>að ræðr að lík- indum, að þessi kosníng til Alþíngis, er nú fór fram, verði hin síðasta er mér auðnast að lifa eðr að geta þegið, og vildi eg umfram allt, að loka þíngstörf mín yrði undir merkjum Skaptfellínga — 37 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.