Þjóðólfur - 11.01.1865, Blaðsíða 7
asta árgæzka yQr gjörvalt land. Fénaðr gekk vel
undan í vor yfir höfuð að tala og sauðburði heppn-
aðist vel, þó að það væri í einstöku sveitum, að
nokkur fénaðr félli, t. d. á einstöku bæum um
Fljótshverfi, Síðu, Skaptártúngu og um efri hluta
Rángárvalla, og fénaðr gengi þar magr undan; en
vorið var einkar góðveðrasamt, fremr þurt og snemm-
gróið, og lifði því allr fénaðr vel af, er lifað gat,
og við góðar hafnir. Sumarið var að vísu fremr
kalt að veðrlagi, en þó hið hagstæðasta til heyafla
yfir land allt. Grasvöxtr var víðast í meðallagi, á
túnum, velli eðr vallendi víðaíbetra lagi, en mýr-
ar og votlendi var víðast næsta snöggt; svona var
yfir höfuð að tala, en mikill grasbrestr sagðr um
alia Strandasýslu og það austr fyrir Hrútafjörð.
Hagnýtíng varð hin bezta alstaðar, og öll hey í
beztu verkun; í Múlasýslum lagðist í rigníngarum
höfuðdag er héldust fram ylir 20. Sept. og átti þá
almenníngr þar um héruð úti úthey sín 3 og 4
vikna, en úr þessu rættist svo, að öll þau hey
náðust heim undir mánaðalokin, eptir því sem síð-
ustu fregnir herma. Rófur og jarðepli, í görðum
heppnuðust nú í góðu meðallagi, eptir nál. 6 ára
óáran. Haust þetta og skammdegið fram yfir Jói-
in mun mega telja eitt hið einstakasta að veðr-
blíðu og árgæzku, að því er elztu menn rnuna og
sögur fara af; það mun hafa verið óvíðast hér
sunnanlands, að farið væri að kenna lömbum átið
fyr en um hátíðina og væri ekki tiltökumál, ef
komið hefði nokkurn tíma þáð íhlaup, að nauð-
syn og forsjálni hefði verið til að heya lömb fyr,
eða veðráttan hefði verið sú, að þau hefði srnám
saman megrazt á útbeitinni, en það hefir ekki ver-
ið ; lömb eru víðast eigi síðr en annar útifénaðr
í beztu haustholdum, og brúkunarhross og kvíær
fitnuðu allt til Jóla, því jörð var ailt til þess tíma
eigi að eins þelalaus að ölln, svo að jafnan hefir
útifénaðr getað náð rótarkjarna grasanna og dreg-
ið upp ófölnaðan kólfinn úr mýrum, lieldr hefir jörð-
'n verið einkar holl tíl beitar, af því aldrei varð
hún hæst eða rikug sakir lángvinnra þyrrínga, heldr
gekk alltaf öðru hverju úði og rigníng, og samt
hrakníngalaust. f>að má þykja annálavert, að slétt-
ur, hlaðvarpar og aðrir vel ræktaðir blettir í tún-
um héldust fagrgrænir fram yfir miðjan f. mán. og
var það víða hér syðra, bæði við sjó og til sveita
að sóley og skarifíflu lá við blómgun og útsprúngu
um byrjun f. mán. J>á þykir það og fáheyrt ár-
gæzku merki, að fáeinar ær um Flóa og Ölfus
hafa átt lömb aflíðandi réttum eðr fyrir og um
21—24 vikur af sumri. Skurðarfé hefir víðast
reynzt með betra eðr bezta móti og þó fremr á
hold en mör. Hér um suðr kaupstaðina hafa
kaupmenn ekki tekið skurðarfé til útflutníngs,
og flest verið selt ávelli, gamli sauðir verið seldir
á 7—8rd., tvævetrir 5'/2—ö'/a rd., vetrgamlir 4'/3
—5Va rd.; en hafi féð verið selt eptir því sem
legði sig, þá hefir kjötpundið af vænum sauðum
verið algengast 7—8 sk., mör 14 sk., gæran 7—9
mörk. Ritchie tók skurðarfé á Akranesi, og lét
8 sk. fyrir hvert pd. ef fallið náði 3 Ipd. og þar
yfir; 7 sk. ef kropprinn náði 32—47 pd. vigt, en
ef þar var fyrir neðan, þá tók hann að eins pund-
ið á 6 sk.
— Fiskiafli heflr TOril) einstaklega litill og óverulegr um
gjörvallan Faxaflóa alia þessa haustvertí?), og vantar mikif) á,
at> altneuningr hafl haft til daglegrar soþníngar handa heim-
ilinu; þykir slíkt flskileysi fáheyrt einknni um Garí) og Leiru.
NoÆauundir Jökli var hezti haustafli fram til Nóvbrloka, og
aligótír afli um Iirútafjörí) og Miþfjiirí), en noríar aí) ogvest-
ar heflr eigi fretzt met) vissu.
A u g 1 ý s i n g a r.
— Eptirfylgjandi hæstu boð í spítalaíiskinn 1865
eru í dag samþykt af stiptsyfirvöldunum:
fyrir hver 4skp. blaut, ebt lskp.hart
í Rángárvallasýslu 16 rd. » sk.
í Gaulverjab. og Stokkseyrarhrepp. 18 — » —
í Ölfushrepp ....... 20— 1G —
í Selvogshrepp 18— .» —
í Griudavíkr-, Hafna- og Rosm-
hvalaneshreppum 1 CO vr1 1 O
í Vatnsleysustrandarhrepp . . 25 — 25 —
í Álptaneshrepp CO 1
í Seltjaruarneshrepp .... 24 — 4 —
í Reykjavikrbæ 24— 16 —
í Kjalarneshrepp 18 — » —
í Akraneshrepp 22 - 8 —
Sira S. G. Thorarensen er kaupandi að lisk-
inum í Rángárvallasýslu og í Selvogshrepp, kam-
merráð Th. Guðmundsen, að fiskinum í Gaulverja-
bæar- og Stokkseyrarhreppum, hreppstjóri Jón
Árnason, að fiskinum i Ölfushrepp, sira Þ. Böð-
varsson, að fiskinum í Grindavíkr og Hafnahrepp-
um, sira S. B. Sivertsen að fiskinum í Rosm-
hvalaneshrepp, sira St. Thorarensen að fiskinum í
Yatnsleysustrandarhrepp, hreppstjóri S. Arasontó
fiskinum í Álptaneshrepp, glermeistari Geir Zöga
að fiskinum í Seltjarnarnes og Akraneshreppum,
kaupmaðr E. M. Waage og faktor Th. Stephensen
að fiskinum í Reykjavík, og Halldór bóndi Gísla-
son að fiskinum í Kjalarneshrepp.
Isl. Stiptamtshúsi og' Skrifstofu biskups, 2. Janúar 1865.
Th. Jónassen, H. G. Thordersen.
(settr).