Þjóðólfur - 10.04.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.04.1865, Blaðsíða 1
17. ár. «1»a, «7 — Piístskipiíi, hib fyrsta frá Danmiirkn á þessu ári, var ókomií) í dag kl. 2. — Ekkert skip annaí) er komií) her til Snbrlands. — Aflabrögöin hér í Faxaflóa hafa verið næsta lítil í syðri veiðistöðunum allt fram til þessa, en hér um öll Inn-nesin hefir mátt kalla alveg afla- laust, og ekki smakkázt hér soðníng meir en 3— 4 sinnum gjörvalla vertíðina framá þenna dag. Um Voga og Garð eru að vísu einstöku menn búnir að fá 2 — 300 hluti af vænsta netafiski, en þeir munu vart meir en 6—8 að tölu, er liafa svo mikinn aila, því allr almenníngr um Vatnsleysuströnd, Voga og Njarðvíkr og Iíeflavík hafði að sögn vart 15—20 fiska hlut að meðaltali um miðja næstl. viku; um Miðnes, Garð og Leiru er betra, nál. 50—70 fiska hlutr; en 7.—8. þ. mán. þókti miklu líflegra um Voga og enda um Vatnsleysuströnd. í Höfnum var 200 lánghæst um öndverðan þ. máu.; í Selvogi, á Stokkseyri og þorlákshöfn 1—200; allt sem áland er komið, í veiðistöðunum syðra er afbragðs vænn fiskr og þó einkum á lifr. Undan Jökli norðan- verðum er oss skrifað 20. f. mán., að þá hafi þar verið komnir mestir hlutir (frájólum) 150 »afrýr- íngs fiski, meiri partr ísa«. — Fjárltláðinn. — Undir lokf. mán. fahst kláði í 8 kindum áVífiístöðum efsta bænum í Álptanes- hreppi; þar eru nál. 150 fjár samtals á báðum búunum. Féð var alitbaðað úr tjöruseyði og »tó- bakssósui), þeirri sem fengizt hefir í Ilafnarfirði og sumir lækníngamennirnir hafa vefengt að væri áreiðanlega góð; en önnur baðlyf eru nú ekki til. Við hina 4. skoðun á Mosfellsfénu í f. mán., eptir 3. baðið í Febr.mán. þ. á., þóktust skoðunarmenn- irnir engan kláðavott finna. — Óbótamálið úr Húnavatnssýslu, sem kent er ','ð Skárastaði, og höfðað er útaf barnsmorði, út- Wði móður á barni sínu, þjófnaði o. fl., er nú komið fyrir yfirdóm. Héraðsdómr Húnavatnssýslu, Nóvbr. f. á dæmir þau Einar Jónsson og Guð- kjðrgu Guðmundsdóttur (barnsmóður Jóns), lil lífláts, °g skun höfuð þeirra selja á »stjaka«; en Jón Ein- arsson á Skárastöðum, föður Einars, til 3árafrels- 'stjóns við betrunarhússvinnu. trr Apríl 1865. — -þ Magnús Stephensen béraðslæknir andaðist 12. Febrúar þ. árs. — 5. þ.mán. andaðist merk- iskonan Kristín Petrsdóttir á Minni-Vatnsleysu, 65 ára, ekkja (í seinna skipti) eptir Olaf bónda Pálsson sama staðar. — Skiptapar. — 16. f. mán. fórst bátr frá Purkey á Breiöafirði, með 2 mönnum: Sveini bónda syni og syni hans. — Af skiptapanum í Vestmanneyum, sem getið var í síðasta bl., hefir oss verið skrifað áþessa leið : Miðvikudaginn sein- astan í J>orra (15. Febr. þ. á.) lögðu 2 skip þaðan í hákallalegu; annað var þar úr Eyunum, eða átti þar heima, hitt var »landskip«, sem þar er kallað, þ. e. skip úr Landeyunum sem er haldið úti til sjóróðra í Eyunum um vertíðina. Formaðrinn fyrir þessn landskipi var Jón Þorsteinsson, Símonar- sonar (nafnfrægs geidingamanns á sinni tíð) frá Lágafelli í Austrlandeyum, »efnilegr maðr og dug- iegr sjómaðr en nokkuð djarftækr við sjó«. — J>enna dag er á leið, brast á með austanland- nyrðíngs veðr, herti um kvöldið ognóttina og hélzt, að sögn, til næstu helgar. Eyaskipið tók sig upp og liélt til lendíngar, og náði naumlega »liöfðan- um« (þ. e. syðsti oddinn á Heimaey, þeirri sem ein er bygð), sigldi það fram hjá Jóni þar sem hann lá, hafði hann þá verið búinn að fá töluvert af hákali, og ráðgjört við hina, er fram hjá sigldu, að hann ætlaði að liggja kyrr um nóttina, en eigi hefir tii þeirra spurzt síðan. »Menn halda», — segir í skýrslunni, — »að lifrin' hafi hjálpað til að kasta honum um«. — Flestir skipverjar voru úr Austrlandeyum, en sumir hér og hvar annarstað- ar að. — Iteiðarslagið I7.f. rnán. eðr afleiðíngar þess, dróu einnig til dauða Jón Einarsson, viunumann Jóhannesar Olsens, er getið var að mestan áverka hefði fengið þeirra erlifðu; hann var fluttr híng- að inneptir, og voru brunasárin útvortis á góðum græðsluvegi; en þá kom alltíeinu fram blóðspýt- íngr frá brjóstinu, og taldi landlæknir tvíllaust, að það væri af því, er hann hefði kostazt innvortis af reiðarslaginu, enda dró þetta hann brátt til dauða. 83

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.