Þjóðólfur - 27.05.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.05.1865, Blaðsíða 1
17. ár. Iteylcjavílc, 27. Maí 1865. 30. — Póstskipií) Arcturus kom á áliímum degi 24. þ. máu. og var nú aí> eins 11 daga frá Khófrt. Meí) því komu kaupmennirnir Gutim. Thorgrimson me?) konu sinni og börn- um, August Thomsen meí) konu sinni, og Carl Siemsen (sonr C. Fr. Siemsens sál.); kand. Oddr V. Gíslason frá Englandi, Emil Mölier, Iyfsali í Stykkishólmi, og Hendrich Siemsen (sonr E. Siemsens) frá Fsereyum. — Póstkipi?) ætlar a¥) leggja af staí) hóban aí> morgni 31. þ. mán. — Skipakoma. 24. þ. márt. skonort Cito 37 lest, skiph. Petersen frá Khöfu til konsul M. Smith meb allskonar vöru, s. d. Emanuel, 42 1., skiph. 0. L. Öieu frá Khöfn, meí> kornvöru o. fl. til kaupmanns N. Grams frá Ballum; 25. þ. mán. Evphrosyne 64 1., skiph. P. Justesen frá Khöfn, til erisku verzlunarinnar, me?) kornvöru o. fl. — I dag galeas Emmy 46'/2 1., skiph. Vandal meb timbr til Knudtzons verzlunar. — Jafnaðarsjóðsgjaldið í Norðr- og Austramtinu 1865 er 8 sk. af liverju lausaf.hndr. (Noröanfari). — EMBÆTTAVEITÍNGAR. — Stiptamtmanns- embœttið var veitt 8. þ. máu. Hjálmari (Ililmar) Finsen jústizráði, er fyr var bæar- og héraðsfó- geti á Als; hans er ekki von fyr en með Ágúst- ferðinni, og gegnir herra Th. Jónasson embætlinu á meðan fyrir hann og á hans ábyrgð. — S. d. erBergr Thorberg fullmektugr í íslenzku stjórn- ardeildinni, settr, með konúngsúrskurði, amtmaðr i Vestramtinu frá 1. Júlí þ. árs. — Til konúngsfulltrúa á Alpingi í sumar er kvaddr yflrdómsforsetinn Th. Jónassen; heflr konúngr vor jafnframt sæmt hann með Danne- brogs commandeur-lcrossinum hins fyrsta ílokks. — JÁomingkjörnir á Alpíngi 1865 — veraldlegrar stéttar: landlæknir Dr J. Hjaltalín, Jón Pjetursson yflrdómari, Bergr Thorberg og Halldór Friðrihsson, og til vara Árni Thorstein- son. land- og bæarfógeti; en andlegrar stéttar: hiskupinn 11. G. Thordersen, og Dr. P. Pjetursson professpr; til vara: prófastr Ölafr Pálsson dóm- kirkjupres.tr. ..... f. DAR FRÉTTIR. Frá fr'itaritara vorum i Lúndúnum, dags. lWApril 1865. Eg se á blöðum, að ísþökin tók fyrst af Eyr- arsundi, þann 6. Apríl, þá lágu enn öll íslandsför innifrosin, og dagana þar á undan ísþekja á sjón- um svo lángt út sem sást. J>ér sjáið því, að þegar frýs milli íslands og Danmerkr, sem eg — 119 óska, að sem sjaldnast beri að, þá er það Dan- mörku að kenna, en ckki okkr, svo það mætti kalla hana Island. Hér var kalt lengi og svo er alstaðar af meg- inlandinu að frétta. Síðustu dagana í Marz var hér skæðakafald, sem þó varð að vatni innanborgar á götunum, en utanborgar fraus og var regluleg kafaldshríð. En miklu meir kvað að þessu sunnar á meginlandinu, því hér er eyarhimin mildara lopt og jafnara. Suðr á Spáni skamt fyrir norðanMad- rid sátu vagnar fastir í snjó. í Wiirtemberg og vestr í Schwaben á þýzkalandi, þarsem þó er svo milt, var kafald og frost sömu dagana, og sunnan úr Apennínafjöllum las eg nú í dag, að þar varð að beita 8 hestum fyrir póstvagninn til að koma honum af stað. r Hér skipli um fyrir eitthvað fjórum dögum. Á laugardaginu var sólbráð og sumarhiti sem mestr. Eg var þá og horfði á kappróðr á Temps milli stúdenta frá Oxford og Cambrigde, ogvarþarsem skipti mörgum þúsundum, ríðandi menn og gáng- andi þöktu Tempsárbakka meir en hálfa mílu vegar. Dagana síðan hefir verið sama blíða og skafheiðr himin. Fyrra mánudag dó hér, sextugr að aldri, hinn ágæti stjórnfræðíngr Richard Cobden, sem var forvígismaðr fyrir verzlunarlögunum, og að steypa hinum gömlu kornlögum nú fyrir 20árum. I Islandi þekkja margir nafn hans, og þarámeðal allir þeir, sem sátu á fyrstu alþíngum, meðan okk- ar verzlunarstríð stóð yfir. 1843, sama árið og fyrsta ritgjörð úm frjálsa verzlun kom út í Nýum félagsritum eptir Jón Sigurðsson, var og hér í Lundúnum fyrst farið að halda fundi í Drurylane og Coventgarden móti kornlögunum og með frjálsri verzlun, og þrem árum síðar voru hin nýu frjálsu lög, sem svo mikla auðlegð og hagsæld hafa leitt yfir þetta land, samþykt af þínginu. Cobdensamdi og við keisarann af Frakklandi 1859 liinn nýa verzlunarsamníng, milli Englands og Frakklands. í Amcríku syrtir einatt að. Nú í dag eru hér fréttir þaðan frá Newyork 1. Apríl, og sjáið þér, hvað fljótt ber yfir sjóinn, nú þegar fer að vora. Sliermann liefir á leið sinni norðr mætt fyrst lítilli mótspyrnu, en dagana þann 18.—21.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.