Þjóðólfur - 30.10.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.10.1865, Blaðsíða 1
17. ár. lieylcjavik, 30. Október 1865. 47.—48. — 19. þ. mán. kom skonnort skipií) Spika, skiph. Kath- mann, til Siemsens verzlunarinnar ineí) korn- og melfarm norþamlr Gandvík, frá Archangel í Kússlandi; þaþ hafi)i 47 daga ferb þaþan híngaþ. — í vikunni sem leið afhenti biskup landsins lierra Helgi G. Thordersen stiptamtmanni bœnar- skrá sína til konúngs um að mega gefa upp biskups- embættið og að fá svo lausn í náð. Bænarbréf þetta verðr sjálfsagt sent út með póstskipsferðinni, cr nú fer í bönd, og verðr víst engi fyrirstaða á allramildustu áheyrn; því flestir sem þekkja til liinnar verulegu og stöðugt aðsígandi heilsuhnign- unar þessa landshöfðíngja vors^ á næstliðnum 3 árum, en liann farinn að sækja á áttræðisaldrinn, munu hafa hugsað, að þetta hefði fyr að borið. — Ljósmyndir póstskipstjórans M. Andre- sens, — A hinum síðustu árum hafa hér verið samtals 3 menn, er hafa lagt fyrir sig að taka Ijósmyndir helzt af mönnum og máluðum eðr upp dregnum manna myndum; en engum þcirra hepn- aðist það nærri vel, og hafa þeir því orðið að liætta við list þessa. Póstskipstjórinn herra M. Andresen fór þá að taka hér myndir síðan í vor cr leið, þá fáu daga, er hann hefir haft hér við- dvöl í hverri ferð, bæði af lifandi mönnum, og ætlum vér að fáar sem engar þeirra liafi verulega mistekizt en flestar tekizt vel, af máluðum mynd- um, og einnig bæði af landslaginu hér umhverfis, er þó hefir fátt sér til fcgrðar eða ágætis einsog kunnugt er, og af hinum og þessum húsaflokkum og stærstu köflum hér í staðnum, þar sem þessu er sélegast og skipulegast fyrir komið; hafa flest- dr þær myndirnar þókt takast vel og sumar svo hiætavel, að eigi standi þær á baki þeim, ermenn beztar í útlöndum af þessleiðis myndum. f>að úiá líka sjá á öllu, að herra Andresen cr einkar vandvirkr og vandlátr við sjálfan sig um það, að *áta ekkert sitt cptir liggja til þess, að myndirhans takist sem bezt. það má telja mein, að honum varð fyrirmunað að taka myndir af ýmsum hinum tagru landslagsköflum á leiðinni til Geysis, milli ^osfellslieiðar og Ilaukadals, af Geysi sjálfum, j’trokk, Almannagjá og þingvelli m. fl., þegarhann ’ Ágúst er leið, er hann var hér staddr, tókst kostnaðarsarna ferð á hendr þángað nuslr, en ljós- myndavélar hans biluðu svo eða brotnuðu, að hon- um varð för sú til einkis; þó ætlum vér að hann næði 2 eða 3 myndum áðren þetta vildi til. — MANNALÁT. 16.þ. mán. andaðistað Breiða- bólstað í Fljótshlíð uppgjafarprestrinn sira Sigurðr Gíslason Tliorarensen, síðast prestr til Hraungerðis og Laugardælnsafnaða, og var sem næst 76 ára að aldri, fæddr 10. Nóvember 1789. llann var rausnarmaðr að mörgu og með hinum meiri auð- mönnum þessa lands þeirra sem nú eru uppi; hann var tvíkvongaðr, átti fyr frændkonu sína Guðrúnu Vigfúsdóltur kanselíráðs og sýslumanns þórarins- sonar frá Hlíðarenda, áttu þau 3 sonu er náðu fulltíða-aldri: Vigfús sál. sýslum. í Strandasýslu, sira Gísla á Felli í Mýrdal og sira Stefán á Kálfatjörn; síðar álti hann Sigríði Pálsdóttur, sýslumanns Guð- mundssonar, af Krossavíkrætt í Múlasýslu, hún var þá ekkja eptir sira |>orstein Helgason í Reyk- holti; varð þeim sira Sigurði eigi barna auðið.— 20. þ. mán. andaðist eptir lánga og þúnga legu merkiskonan Málfríðr Árnadóttir húsfrú Svein- bjarnar kaupmanns Ólafssonar í Keflavík, og skorti hana þá 6 daga á 49 ára aldr, borin 26. Október 1816; þau Svb. kaupmaðr giptust 1840, og varð þeim 14 harna auðið samtals, en af þeim lifa að eins 6 synir og 2 dætr; hún var kona velað sér, stjórnsöm og röggsamleg og vel metin af öllum er hana þektu. — Póstskipif) Arctnruskom licr árdegis í gær morgun; me?> því komu: Clausen sýslumaíir, júngfrú Kristín Steinsen (Torfa- dóttir) og þeir 5 iandar er fóru heí)an til Bjtirgvinar-sýníngs- ins. Póstskipif) færþi aí) þessu siuni litlar viirnr híngaif). ------------------------------J,-------------------------------- 1) Foreidrar hans voru Glsli prófastr í Odda pórarins- son sýslumanns í Eyafjarþarsýslu Jónssonar sýslumanns í Grcnivík og Jórun Sigurlfeardilttir landþíugisskrifara, Sigurþ- arsonar sýslumanns í Arnessýsiu Sigurfiarsonar lögmanns Björns- sonar. Gísli prófastr í Odda muu hafa verií) elztr þeirra ö merkilegn alhræfira, sem öll Thorarensensættin ,er af komin: en þoir voru, auk hans sira Frihrik í VíSídálstúngu, Vigfús kauselíráí) og sýslumahr á Illíharenda, Magnús kíaustrh. á Múnkaþverá, og Stefán amtmafir og konferonzráí) á Möþru- vóllum; en kálfbróhir þeirra, sammæþra, var Jón Espólín sýslumaír, höfundr Arbókanna. — 187 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.