Þjóðólfur - 08.05.1866, Blaðsíða 1
18. ár.
Reykjavík, 8. Maí 1866.
»9.
— Skipakoma. — AÍ> kvóldi 6. þ. mán. kom í Uafu-
arfjörh skonnertskipife Skallagr/mr sem capt Uamnier a-tlar til
hvalaveiiba vestrnm iand, ásamt gufubátnum Víkíngi, eins og
fyr var getiþ. En þeir Hammer lögíu í gær útúr Hafnarflrfci
á Totnas Itoys, og ætlati suíir og austr meí) landi til Vest-
manneya og Berufjaríar, en sneri aptr og hleypti híngaþ í
dag. — I dag koui saltskip frá Knglandi til ensku verzlunar-
innar, og 2 frakkneskar (iskiskútur hleyptu hínga?) inn jafn-
snemma.
— Til Sjúkrahússins í Reykjavík er veitt með
konúngsúrsk. 26. Febr. þ. árs úr læknasjóði ís-
lands 1. 400 rd. styrkr árlega í 5 ár; 2. 1000 rd.
lán rentulaust í 5 ár, en þaðan í frá með 4 pc.
rentu árlega og gegn 1. veðrétti í húseignum stofn-
unarinnar. Hvorutveggju veitíngin er því skilyrði
bundinn að féð fáist eigi greitt úr læknasjóðnum
fyren sjúkrahúsið er komið í gáng.
— Fjárklábinn. pat) reyndist ráughermt, sem sagt
var í sítasta bl. og barst met) austaripósti, at) klát)i va-ri
komirin upp í Arakoti á Skeitum; einuig var þai) ofsagt, aþ
Elliþavatnsféí) heffii verit) baþat) dagana 19 — 22. f m.; vald-
stjórnin haft)i skipat) at) svo skyldi vera og var flutt þángaí)
allt er til bat)s skjldi hafa dagana fyrir, uema batikor er bú-
andi sjálfr liafíli skriflega lofat) at) hafa til taks: en er til
átti at> taka, þá færíiist hann undan, aí) iáta bat)a lö sitt,
bæt)i þá dagana og tvívegis sítar er bötuuarmenn komu,
enda var ekkeit hafandi bahílát þar til þegar til átti at taka.
Nú er enu mælt, at þar skuli bata allt fé í dag og ætli lög-
reglustjóri (Clausen) sjálfr at gáugast fyrir því. — pat er
talit saunfiétt at enn sé kláti komin upp á Gölt í Grímsnesi.
(Aðsent).
Einsog öllum er nú kunnugt orðið, er hinn
fyrverandi forstöðumaðr prestaskólans Dr. theol.
P. Pjetursson allramildilegast skipaðr af konúngi
vorum biskup hér á íslandi, og að forstöðumanns
embættið við skóla þenuan er því laust. Nú er
því spurníngin, hver á nú að verða forstöðumaðr
prestaskólans? og rétt úrlausn þessarar spurningar
er að vorri ætlun rnjög svo áriðandi; en þá er bezt
að skoða fyrst ætlunarverk og tilgáng skólans.
Eins og allir vita, er námstíminn í prestaskól-
anum ætlaðr 2 ár, og vér játum gjarnsamlega, að
þnð eru miklar og margar ástæður fyrir því að hafa
þenna námstíma sem styztan, eptir því sem ástatt
er hér á landi, hvort sem heldr er litið á fátækt
þeirra, sem lara, fæðinn á prestaefnunum eða
hinar litlu tekjur, sem prestarnir eiga við að búa,
er þeir loksins fá brauð. Enafþessum stutta tíma
leiðir, að haganlega verðr á að halda þessum tíma,
ef vel á að vera, því að eigi verðr allt numið til
hlítar á einum tveimr árum. Yér ætlum og, að
hinn fyrverandi biskup herra H. G. Thordersen
hafi og öldúngis rétt litið á allt fyrirkomulag presta-
skólans, erhann segir í bréfi sínu til skóiastjórn-
arinnar, dagsett 1. Marz 1847, »að það eigi ekki
að vera aðaltilgángr prestaskólans, að menta læri-
sveina sína til lærðra presta, heldr sé það ætlun-
arverk hans að gjöra lærisveinana að »praktishum«
prestum (sjá Lovsamling for Island, 13. bindi, bls.
710), og sökum þess stíngr hánn uppá, að for-
stöðumaðr prestaskólans eigi, yfir höfuð að tala, að
hafa tekið próf í guðfræði við háskólann í Kaup-
mannahöfn, og hann eigi enn fremr að hafa verið
nokkur ár prestr í landinu, og með ráðvendni og
guðsótta, góðri þekkíngu í guðfræði og embættis-
dugnaði í framkvæmdinni að hafa aflað sér álits
sem uppbyggilegr og kristilegr sálusorgari (sjá
sömu bók bls. 711). þetta eru ljós orð og rétt
hugsuð. J>ví að þegar velja á embættismennina,
er í rauninni einúngis að ’spyrja um hvort þeir
hafi rétt lag og tök á því, sem þeir eiga að gjöra,
því að hafi þeir það, þá hljóta þeir og að hafa
þekkínguna til þess; en af þekkíngunni tómri flytr
eigi nauðsynlega, að þeir hali tilsvarandi verklægni.
þekkíngin hjá embættismanninum er góð og fögr
í sjálfu sér, en hún er einkisvirði fyrir hina, sem
góðs eiga að njóta af henni, ef luín kemr engum
að notum. En hvernig eiga kennendrnir að kenna
lærisveinum sínum rétt tök á því, sem þeir hal’a
sjálfir aldrei fengizt við og aldrei þekt? |>að liggr
því hverjum einum í augum uppi, að eigi presta-
skólinn að geta náð tilgángi sínum, verðr for-
stööumaðrinn að hafa verið prestr, og í lengri tíma
fengizt við prestleg störf, sem hann á að kenna
öðrum, svo að hann þekki nokkurnveginn útí æsar
hin ýmsu atvik, sem fyrirpresta gela komið í em-
bæltisstöðunni. Og hversu t. a. m., getr sá maðr
kent öðrum að spyrja börn, sem aldrei hefir við
barnakenslu fengizt o. s. fr.. Eins og vér því
sögðum áðr, eru uppástúngur bisknpsins 1. Marz