Þjóðólfur - 17.06.1867, Page 2

Þjóðólfur - 17.06.1867, Page 2
— 130 — ráðdeildarlítíð að vilja fyrir hvern mun gjöra það að ríngari vöru, nefnilega tóig, og það henni ein- mitt til rýrðar og spillíngar, er maðr getr haft til þess að spara sér dýrari vörunn, nefnilega smjör- ið, og geta svo selt þeim mun meira af því, með talsvert hærra verði heldren tólgin getr nokkuru sinni náð. Garnmörinn má að vísu gefa hreina tólg, en sá mör er með margfalt meiri kjöttægjum og treflum og himnum, og þartil einatt með kyrtl- um; þetta allt veldr því, að sá mör úldnar miklu fyr en hinn, ef geymdr er fáum dægrum lengr, og ýldir hinn mörinn af sér ef saman við er lát- inn; það sem eigi er haft í bióðið af garnmörn- um, ætti því að hafa sér og bræða hið fyrsta sérí lagi, en lesa úr allar tægjnr og kyrtla, því þeir draga til sín tólgarefnið eins og t. d. ket, sem steikt er, drekkr í sig feitina og rýrir svo tólgina en eykr hamsana. það er vafalaust, að á hverju því heimili þar sem er nokkuð mikill haustskurðr, og t. d. 4 — 6 sauðir að minsta kosti eru skornir í senn, þá verðr verkdrýgra að bræða mörinn volg- an af blóðvellinum, eins og varningsbókin heldr fram, eptir Klaustrpóstinum (1823, bls. 76—79), því nokkru er fljótlegar að linoða mörinn volgan og merja sundr, — er be/.t að gjöra það í sjálf- um pottinum sem brætt er í með hnall-löguðum trédrumbi, — heldren að saxa hann kaldan, þóað það sé gjört með sérstöku söxunarjárni eða mör- járninu er sumir kaila; en tólgin verðr engu fall- egri eða betri, þótt volgt sé brætt, heldren úr storknuðum mör, söxuðum, ef hann er eigi látinn verða of gamall, og vandað er eins til að hafa liann hreinan, blóðlausan, kyrtlalausan og tægju- lausan, og ef hann er þétt lagðr saman og óhylskið. þegar svo er gengið frá, þolir mörinn að bíða ó- bræddr 8—lOdaga í úlihúsum, ef mörvarnir liggja á fjölum hver við annan, en eigi kasaðir sízt ó- kólnaðir; tólgin verðr engu útlitslakari né í reynd með þessari meðferð heldren þótt brædd sé af blóðvellinum, ef söxunin er eigi því óvandaðri, er aldrei þarf að verða með góðu mörjárni, og jafnt er vandað til bræðslunnar: aldrei snarpr hiti né snörp suða, heldr að eins látið krauma i, og svo sí og æ hrært í bræðslunni, svo aldrei brenni við, en jafnóðum og bráðnar ausið á síuna. Að bræða volgan svona einn og einn kindarmör, er ótækt kvol, tafningssamt og næsta ódrjúgt; sörnu áhöld og ílát þarf að hafa þegar einn mör er bræddr eins og þó þeir sé 20, en litlu meiri klíníngr og þar afleiðandi ódrýgindi, þóað mikið sé brætt í einu. I>að er gott og rétt, að gánga sem næst hömsun- um, svo að engi tólg verði eptir í þeim, en vart verðr svo vel vönduð meðferð á mörog bræðslan, að eigi vili verða nokkuð blakkari hin síðasta und- anlás, bæði af því að hamsarnir sjálfir þvælast og sían dregr smámsaman í sig óhreinindi þegar mik- ið er brætt; þess vegna ætti aldrei að gánga mjög nærri hömsum með fyrsta, þar sem nokkuð er um að vera, heldr ætli að gjöra aukabræðslu að þeim öllum að síðustu, en samdægrs, og renna þeirri tólg uppí skjöld sér'. — Allri tólg vorri ættumvér að renna upp í belgi, þegar mátulega væri orðin kólnuð í öðru íláti fyrst; þá yrði hún eigi eins vandgeymd fyrir rýrnun og myglu og þráa skán þeirri, sem nú er og hefir verið svo algeng á kaupstaðartólg vorri, og veldr rýrnun hennar í geymslunni en gjörir hana útlitsljóta, sóðalega og óútgengilega; þrifabændr skafa alla vetrarmyglu og óhreinindi og hina storknuðu undanlás utanaf tólg- arskjöldum sínum áðren þeir sekkja hana, en fæstir tíma að gánga þar svo nærri sem þarf; þrifabændr í austrsveitum geyma kaupstaðartólg sfna vetrinn yfir í haustull og gánga svo vel frá að hvergi kom- ist lopt að, þarmeð varðveitist tólgin frá þornun og rýrnun og allri myglu. IV. 1 hinum næst undangengnu köfium um vöru- verkunarmálið, hefir verið leitazt við að benda á það, hve mjög og að hve mörgu oss Islendíngum er þar ábótavant. Fæstar afþeim bendíngum vor- um eru nýmæli, það vitum vér vel, og sama er segja um hinar er skýra frá aðferð þeirri, er betr 1) Alit manna er næsta misskipt nm þaí>, nm livaí) inikit) márinn þarf aþ rýrna aí) vigt í bræþslunni, og er þaí) von, því óll húndlunin á mórnnm, fyrst á bléþvellinnm og a?) geymslunni svo, aþ söxuninni og síþast ai) bræþslunni sjálfri er næsta misjafnlega vónduí). Víst mun þaþ eigi óalment, aí> fjóríiungsmórinn geíi eigi noma 17 — 18 merkr tólgar, en svo rnikil rvrniin þarf aldroi aí) eiga sór staí), ef um hreinan og vandaílan mór er aí) ne?)a, og þa?) enda þótt eigi ver?!i brætt nema líti?) í senn, er þó hver maftr ætti aí) forþast sem nokkrar mórvabyrgþir hefir; en tveggja mörvanna þarf mörinn aldrei aí) rýrna meir í bræbslunni, en sem svari ’/2 mórk eíir tæpiega þab. Utgefandi pjóþólfs þekkir dæmi til þess fyrir svo sem 25— 30 árum síþan, a?) á búi einn h^r sunnan- lands, þar sem var taisver?)r haustsknrþr, voru 16—25 fjóríi- úngar sanþarmörva saxa?)ir og bræddir í senn, stó?) a?) því verki a?) eins húsfreya vií) 2. mann, er saxaþi mörvana mo6 vænu söxunarjárni í kistuskrokki, og liiku þao þvi verki öllu tvö ein á 4 —6 klukknsturidum, og mun eigi anþi?) aí) fá betri og hvítari tólg heldren sú var, nema svo sem 5 — 7 marka undanlásar skjöldr er var í blakkari; þaþ var þar eitt sinn, er 20 fjór?)úngar mörs voru bræddir, a?) 19 fjór?)úngar og 13 merkr var tólgin, eri hamsar 5>/2 mörk, höf?)u þá 1 >4 merkr fari?) til rýruunar á annan hátt.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.